Vonar að vinnuveitendur sýni björgunarsveitafólki skilning Lovísa Arnardóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 20. nóvember 2023 13:58 Víðir segist vonast til þess að vinnuveitendur sýni því skilning ef fólk með kunnáttu og þekkingu sé kallað frá vinnu og í björgunarsveit til að sinna verkefnum tengdum atburðarásinni í Grindavík. Vísir/Arnar Almannavarnir hafa sent út fjöldaboð til allra björgunarsveita á landinu. Meiri mannskap þarf í verkefnið. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segist vonast til þess að vinnuveitendur taki tillit til þess þegar fólk með kunnáttu þurfi að hverfa frá vinnu. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra segir alla sem vinna inni á vinnusvæði HS Orku í Svartsengi með tetra-talstöðvar og öryggisstjóri starfandi á svæðinu. Einnig séu tæki og rýmingaráætlanir til að tryggja að hægt sé að koma öllum út af svæðinu hratt og örugglega. Björgunarsveitarfólks sé svo til taks. „Fyrst og fremst eru þetta bara rýmingaráætlanir sem við erum búin að búa til fyrir verktakana.“ Spurður hvort hægt sé að koma upp svipuðu fyrirkomulagi hvað varðar fjölmiðla segir Víðir að ákall hafi verið sent út í gær á björgunarsveitarfólk og með betri þátttöku vonist almannavarnir til þess að geta þjónustað fjölmiðla betur, sem og aðra sem þurfa eða vilja komast á svæðið. „Við erum að kalla til starfa björgunarsveitir af öllu landinu. Þetta er auðvitað hluti af kjarnastarfsemi björgunarsveita. Að bjarga fólki og verðmætum. Við treystum því að þau verði í góðu samstarfi við okkur áfram og það er ekkert sem bendir til annars. En við vitum að þetta eru sjálfboðaliðar og það reynir ekki síður á vinnuveitendur, núna þessa daga, að gefa fólkinu sem þekkingu og kunnáttu til að leysa þessi verkefni frí, og vonandi á launum, til að taka þátt í þessu mikla samfélagslega verkefni sem atburðarásin í Grindavík er.“ Takmarkanir fjölmiðla inni á svæðinu hafa verið gagnrýndar af bæði innlendu og erlendu fjölmiðlafólki. Fengju fylgd inn á svæðið Víðir segir að það eigi eftir að útfæra þetta betur en líklegast sé að fjölmiðlar myndu fá að fara inn á svæðið í hópum og hverjum hópi myndi fylgja björgunarsveitarmanneskja sem myndi fá upplýsingar um hættu eða ef það þyrfti að yfirgefa svæðið. Spurður út í nýtt fyrirkomulag til að hleypa Grindvíkingum inn á svæðið segir Víðir að það hafi gengið betur með skráningarkerfinu en að það sé alltaf hægt að gera betur. „Við viljum að þetta sé hnökralaust og það er unnið að því að lagfæra skráningarkerfið og mögulega forgangsröðun. Þannig við getum sótt upplýsingar inn í kerfið sem hjálpa okkur að forgangsraða. Við höfum verið að taka eftir götum og hverfum en sjáum svo inn í kerfinu beiðnir sem eru mjög mikilvægar,“ segir Víðir. Hann segir dæmi fólk sem hefur ekki komist að sækja hjálpartæki fyrir börn, dýr sín og svo séu jafnvel sumir sem hafa ekkert fengið að komast heim. Hann segir þann fjölda sem kemst að ráðast af viðbragðsaðilum sem eru til taks dag hvern. Hann segir vel fylgst með svæðinu og mögulegum mannaferðum. Grindavík Björgunarsveitir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Tengdar fréttir Upplýsingafundur: Ekki skólaskylda en „safnskólar“ og hverfisskólar standa til boða Mikið verkefni stendur yfir og fyrir dyrum í Grindavík og öllum árum róið að því að koma lífi Grindvíkinga sem neyðst hafa til að flýja heimili sín í farveg. Þetta var meðal þess sem kom fram á upplýsingafundi Almannavarna rétt í þessu. 20. nóvember 2023 11:43 Óvissan á Reykjanesskaga knýr Seðlabankann til að halda vöxtum óbreyttum Allt útlit er fyrir að peningastefnunefnd Seðlabankans haldi vöxtum óbreyttum í vikunni vegna þess óvissuástands sem ríkir út af jarðhræringunum á Reykjanesskaga en markaðsaðilar og hagfræðingar hafa ekki verið eins samstíga í væntingum sínum um ákvörðun nefndarinnar um langa hríð. Nánast allir þátttakendur í vaxtakönnun Innherja eiga von á biðleik hjá peningastefnunefndinni í annað sinn í röð enda séu merki um að hátt vaxtastig sé farið að kæla einkaneysluna og þá muni náttúruhamfarirnar draga mátt úr hagkerfinu á næstu mánuðum og þensla á vinnumarkaði minnka. 20. nóvember 2023 11:02 Greina landris og áhættu við vinnu varnargarða betur í dag Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir það koma í ljós í dag hvort landris hafi áhrif á vinnu við varnargarða við virkjun HS Orku í Svartsengi. 20. nóvember 2023 08:35 Fjölmiðlar svekktir yfir því að fá ekki að fara inn í Grindavík Miðstöð fyrir erlenda fjölmiðla vegna náttúruhamfaranna í Grindavík var opnuð í dag. Þýskur fréttamaður á heimleið segist svekktur yfir að hafa ekki fengið að fara inn í Grindavík. 19. nóvember 2023 21:42 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra segir alla sem vinna inni á vinnusvæði HS Orku í Svartsengi með tetra-talstöðvar og öryggisstjóri starfandi á svæðinu. Einnig séu tæki og rýmingaráætlanir til að tryggja að hægt sé að koma öllum út af svæðinu hratt og örugglega. Björgunarsveitarfólks sé svo til taks. „Fyrst og fremst eru þetta bara rýmingaráætlanir sem við erum búin að búa til fyrir verktakana.“ Spurður hvort hægt sé að koma upp svipuðu fyrirkomulagi hvað varðar fjölmiðla segir Víðir að ákall hafi verið sent út í gær á björgunarsveitarfólk og með betri þátttöku vonist almannavarnir til þess að geta þjónustað fjölmiðla betur, sem og aðra sem þurfa eða vilja komast á svæðið. „Við erum að kalla til starfa björgunarsveitir af öllu landinu. Þetta er auðvitað hluti af kjarnastarfsemi björgunarsveita. Að bjarga fólki og verðmætum. Við treystum því að þau verði í góðu samstarfi við okkur áfram og það er ekkert sem bendir til annars. En við vitum að þetta eru sjálfboðaliðar og það reynir ekki síður á vinnuveitendur, núna þessa daga, að gefa fólkinu sem þekkingu og kunnáttu til að leysa þessi verkefni frí, og vonandi á launum, til að taka þátt í þessu mikla samfélagslega verkefni sem atburðarásin í Grindavík er.“ Takmarkanir fjölmiðla inni á svæðinu hafa verið gagnrýndar af bæði innlendu og erlendu fjölmiðlafólki. Fengju fylgd inn á svæðið Víðir segir að það eigi eftir að útfæra þetta betur en líklegast sé að fjölmiðlar myndu fá að fara inn á svæðið í hópum og hverjum hópi myndi fylgja björgunarsveitarmanneskja sem myndi fá upplýsingar um hættu eða ef það þyrfti að yfirgefa svæðið. Spurður út í nýtt fyrirkomulag til að hleypa Grindvíkingum inn á svæðið segir Víðir að það hafi gengið betur með skráningarkerfinu en að það sé alltaf hægt að gera betur. „Við viljum að þetta sé hnökralaust og það er unnið að því að lagfæra skráningarkerfið og mögulega forgangsröðun. Þannig við getum sótt upplýsingar inn í kerfið sem hjálpa okkur að forgangsraða. Við höfum verið að taka eftir götum og hverfum en sjáum svo inn í kerfinu beiðnir sem eru mjög mikilvægar,“ segir Víðir. Hann segir dæmi fólk sem hefur ekki komist að sækja hjálpartæki fyrir börn, dýr sín og svo séu jafnvel sumir sem hafa ekkert fengið að komast heim. Hann segir þann fjölda sem kemst að ráðast af viðbragðsaðilum sem eru til taks dag hvern. Hann segir vel fylgst með svæðinu og mögulegum mannaferðum.
Grindavík Björgunarsveitir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Tengdar fréttir Upplýsingafundur: Ekki skólaskylda en „safnskólar“ og hverfisskólar standa til boða Mikið verkefni stendur yfir og fyrir dyrum í Grindavík og öllum árum róið að því að koma lífi Grindvíkinga sem neyðst hafa til að flýja heimili sín í farveg. Þetta var meðal þess sem kom fram á upplýsingafundi Almannavarna rétt í þessu. 20. nóvember 2023 11:43 Óvissan á Reykjanesskaga knýr Seðlabankann til að halda vöxtum óbreyttum Allt útlit er fyrir að peningastefnunefnd Seðlabankans haldi vöxtum óbreyttum í vikunni vegna þess óvissuástands sem ríkir út af jarðhræringunum á Reykjanesskaga en markaðsaðilar og hagfræðingar hafa ekki verið eins samstíga í væntingum sínum um ákvörðun nefndarinnar um langa hríð. Nánast allir þátttakendur í vaxtakönnun Innherja eiga von á biðleik hjá peningastefnunefndinni í annað sinn í röð enda séu merki um að hátt vaxtastig sé farið að kæla einkaneysluna og þá muni náttúruhamfarirnar draga mátt úr hagkerfinu á næstu mánuðum og þensla á vinnumarkaði minnka. 20. nóvember 2023 11:02 Greina landris og áhættu við vinnu varnargarða betur í dag Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir það koma í ljós í dag hvort landris hafi áhrif á vinnu við varnargarða við virkjun HS Orku í Svartsengi. 20. nóvember 2023 08:35 Fjölmiðlar svekktir yfir því að fá ekki að fara inn í Grindavík Miðstöð fyrir erlenda fjölmiðla vegna náttúruhamfaranna í Grindavík var opnuð í dag. Þýskur fréttamaður á heimleið segist svekktur yfir að hafa ekki fengið að fara inn í Grindavík. 19. nóvember 2023 21:42 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira
Upplýsingafundur: Ekki skólaskylda en „safnskólar“ og hverfisskólar standa til boða Mikið verkefni stendur yfir og fyrir dyrum í Grindavík og öllum árum róið að því að koma lífi Grindvíkinga sem neyðst hafa til að flýja heimili sín í farveg. Þetta var meðal þess sem kom fram á upplýsingafundi Almannavarna rétt í þessu. 20. nóvember 2023 11:43
Óvissan á Reykjanesskaga knýr Seðlabankann til að halda vöxtum óbreyttum Allt útlit er fyrir að peningastefnunefnd Seðlabankans haldi vöxtum óbreyttum í vikunni vegna þess óvissuástands sem ríkir út af jarðhræringunum á Reykjanesskaga en markaðsaðilar og hagfræðingar hafa ekki verið eins samstíga í væntingum sínum um ákvörðun nefndarinnar um langa hríð. Nánast allir þátttakendur í vaxtakönnun Innherja eiga von á biðleik hjá peningastefnunefndinni í annað sinn í röð enda séu merki um að hátt vaxtastig sé farið að kæla einkaneysluna og þá muni náttúruhamfarirnar draga mátt úr hagkerfinu á næstu mánuðum og þensla á vinnumarkaði minnka. 20. nóvember 2023 11:02
Greina landris og áhættu við vinnu varnargarða betur í dag Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir það koma í ljós í dag hvort landris hafi áhrif á vinnu við varnargarða við virkjun HS Orku í Svartsengi. 20. nóvember 2023 08:35
Fjölmiðlar svekktir yfir því að fá ekki að fara inn í Grindavík Miðstöð fyrir erlenda fjölmiðla vegna náttúruhamfaranna í Grindavík var opnuð í dag. Þýskur fréttamaður á heimleið segist svekktur yfir að hafa ekki fengið að fara inn í Grindavík. 19. nóvember 2023 21:42