Í viðtali í Sádi-Arabíu kallaði Gerrard Cristiano Ronaldo, leikmann Al-Nassri, nefnilega geitina, e. GOAT (Greatest of all Time). Aðeins ár er síðan Gerrard sagði að Lionel Messi væri besti leikmaður allra tíma.
„Koma geitarinnar, eins og við köllum hann, Cristiano, í janúar voru stór félagaskipti og hann á nóg eftir. Ég fylgist með gengi hans úr fjarlægð í nokkra mánuði. Frá því hann kom hefur deildin orðið mjög vinsælt umræðuefni fyrir alla,“ sagði Gerrard.
Steven Gerrard:
— CristianoXtra (@CristianoXtra_) November 18, 2023
I think when the GOAT, as we call him, arrived in January, it was a huge deal, and he still has a lot to offer in football. After the arrival of Cristiano the popularity of the league increased & all the big players moved to Saudi.
pic.twitter.com/mxAeeAoWk0
Í viðtali við Gary Neville í The Overlap fyrir ári sagði Gerrard að Messi væri að hans mati bestur í fótboltasögunni. Nú er hins vegar komið annað hljóð í strokkinn.
Al-Nassr, sem Ronaldo leikur með, hefur tvívegis unnið strákana hans Gerrards í Al-Ettifaq á tímabilinu.
Al-Ettifaq er í 7. sæti sádi-arabísku úrvalsdeildarinnar en Al-Nassr í 2. sætinu.