„Skiljanlegt að Grindvíkingar vilji fá meiri vissu“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 19. nóvember 2023 20:09 Lilja segir að of snemmt sé að segja hverjar aðgerðir bankans í málum Grindvíkinga verði að svo stöddu. Stöð 2 Kallað hefur verið eftir að bankar sýni samfélagslega ábyrgð vegna bankalána Grindvíkinga. Bankastjóri Landsbankans segir að gott samtal um stöðu Grindvíkinga milli bankans og stjórnvalda eigi sér nú stað. „Það er skiljanlegt að Grindvíkingar vilji fá einhverja meiri vissu og betri svör ég skil það vel, það er mikil óvissa. Bankarnir eru með samtökum fjármálafyrirtækja í mjög góðu samtali við stjórnvöld um að koma með heildstæða lausn,“ sagði Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans í Kvöldfréttum Stöðvar 2. „Og þarna þurfa margir aðilar að vinna saman,“ segir Lilja og nefnir stjórnvöld, sveitarstjórn og vátryggjendur. „Þannig að við erum sannarlega hluti af þessu samtali og viljum gera eins vel og við getum gagnvart Grindvíkingum. “ Þetta er náttúrlega mjög vítt svar. Í fljótu bragði, hvað væri hægt að gera? „Við erum bara vinna að því og það hefur auðvitað verið kallað á eftirgjöf vaxta og verðbóta. Það er auðvitað eitt af því sem kemur til greina en það þarf bara að líta í mjög mörg horn. Það þarf að vinna vel saman og við erum að því,“ segir Lilja og þakkar stjórnvöldum fyrir góðar viðtökur. „Og það skiptir öllu máli að reyna að minnka óvissuna en við erum auðvitað í miðjum náttúruhamförum líka þannig að svörin eru ekki öll til staðar,“ segir Lilja. Einhverjir Grindvíkingar hafa áhyggjur af því að eignir þeirra verði verðlausar, eiga menn að vera í bandi við ykkur eða kemur bara ein lausn sem allir njóta góðs af? „Það er alltaf gott að vera í sambandi við sinn banka en það er of snemmt að segja til um hvernig þetta verður allt. Það eru svo margir aðilar sem koma að svona málum og við erum einn af þeim og algjörlega tilbúin og erum í því samtali núna.“ Landsbankinn Íslenskir bankar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Frekari aðgerðir fyrir Grindvíkinga til skoðunar Aðgerðir til að koma til móts við Grindvíkinga eru til skoðunar hjá Landsbankanum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Samskipti við stjórnvöld um næstu skref séu hafin. 19. nóvember 2023 13:37 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
„Það er skiljanlegt að Grindvíkingar vilji fá einhverja meiri vissu og betri svör ég skil það vel, það er mikil óvissa. Bankarnir eru með samtökum fjármálafyrirtækja í mjög góðu samtali við stjórnvöld um að koma með heildstæða lausn,“ sagði Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans í Kvöldfréttum Stöðvar 2. „Og þarna þurfa margir aðilar að vinna saman,“ segir Lilja og nefnir stjórnvöld, sveitarstjórn og vátryggjendur. „Þannig að við erum sannarlega hluti af þessu samtali og viljum gera eins vel og við getum gagnvart Grindvíkingum. “ Þetta er náttúrlega mjög vítt svar. Í fljótu bragði, hvað væri hægt að gera? „Við erum bara vinna að því og það hefur auðvitað verið kallað á eftirgjöf vaxta og verðbóta. Það er auðvitað eitt af því sem kemur til greina en það þarf bara að líta í mjög mörg horn. Það þarf að vinna vel saman og við erum að því,“ segir Lilja og þakkar stjórnvöldum fyrir góðar viðtökur. „Og það skiptir öllu máli að reyna að minnka óvissuna en við erum auðvitað í miðjum náttúruhamförum líka þannig að svörin eru ekki öll til staðar,“ segir Lilja. Einhverjir Grindvíkingar hafa áhyggjur af því að eignir þeirra verði verðlausar, eiga menn að vera í bandi við ykkur eða kemur bara ein lausn sem allir njóta góðs af? „Það er alltaf gott að vera í sambandi við sinn banka en það er of snemmt að segja til um hvernig þetta verður allt. Það eru svo margir aðilar sem koma að svona málum og við erum einn af þeim og algjörlega tilbúin og erum í því samtali núna.“
Landsbankinn Íslenskir bankar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Frekari aðgerðir fyrir Grindvíkinga til skoðunar Aðgerðir til að koma til móts við Grindvíkinga eru til skoðunar hjá Landsbankanum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Samskipti við stjórnvöld um næstu skref séu hafin. 19. nóvember 2023 13:37 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Frekari aðgerðir fyrir Grindvíkinga til skoðunar Aðgerðir til að koma til móts við Grindvíkinga eru til skoðunar hjá Landsbankanum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Samskipti við stjórnvöld um næstu skref séu hafin. 19. nóvember 2023 13:37