Datt niður stiga og fær níutíu milljónir króna Árni Sæberg skrifar 19. nóvember 2023 15:01 Dómurinn var kveðinn upp í Landsrétti á föstudaginn. Vísir/Vilhelm Karlmanni, sem féll niður stiga á skemmtistað árið 2016 og hlaut 75 prósent varanlega örorku af, hefur verið dæmd 91 milljón króna í skaða- og miskabætur. Þetta segir í dómi Landsréttar, sem kveðinn var upp á föstudag. Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms. Maðurinn hafði höfðað mál til heimtu bóta úr hendi Varðar og TM, sem veitt höfðu annars vegar eiganda húsnæðis skemmtistaðarins og hins vegar rekstraraðila hans ábyrgðartryggingu. Í dómi héraðsdóms er atvikum lýst svo að maðurinn hafi verið ásamt vini sínum á skemmtistaðnum að fagna því að vera nánast búinn með meistararitgerð sína í ótilgreindu háskólanámi. Félagarnir hafi verið á leið niður stigann þegar vinurinn hrasaði og maðurinn féll um hann og lenti með hnakkann neðst í stiganum. Maðurinn hafi hlotið alvarleg meiðsli á höfði og varanleg örorka hans hafi verið metin 75 prósent og varanlegur miski fjörutíu stig. Slysið rakið til ófullnægjandi aðbúnaðar Í dóminum segir að tekist hafi verið á um það hvort slysið hafi mátt rekja til ófullnægjandi aðbúnaðar stigans og slæmrar lýsingar við hann eða eigin sakar mannsins. Tryggingarfélögin höfnuðu bótaskyldu á þeim grundvelli að um óhappatilvik hafi verið að ræða og að slysið hafi mátt rekja til ölvunar mannanna tveggja. Í dómi héraðsdóms segir að ekkert hafi verið sannað um að mennirnir tveir hafi verið svo ölvaðir að það hafi getað leitt til slyssins. Aftur á móti hafi dómkvaddur matsmaður metið það sem svo að aðbúnaður stigans hafi verið ófullnægjandi. Á grundvelli mælinga matsmanns sló Landsréttur því föstu að stiginn hefði frá öndverðu farið í bága við ákvæði byggingarsamþykktar frá árinu 1945, sem var í gildi þegar húsið var byggt, en einnig ákvæði síðari reglugerða. Taldi Landsréttur að sá annmarki á stiganum, auk ófullnægjandi lýsingar, hefði verið megin orsök slyssins. Enn fremur var talið í ljós leitt að rekstraraðili skemmtistaðarins hefði búið yfir vitneskju um að stiginn væri varhugaverður. Eigandi fasteignarinnar og rekstraraðili staðarins voru því taldir bera bótaábyrgð gagnvart manninum og tryggingarfélögunum tveimur gert að greiða honum bætur óskipt. Miðað við meðallaun háskólamenntaðra Þá var einnig tekist á um útreikning bóta en maðurinn fór fram á það að við útreikninginn yrði miðað við meðallaun þeirra sem lokið hafa meistaraprófi í þeirri grein sem hann stundaði á slysdag. Hann hafi sem áður segir verið að fagna því að vera svo gott sem búinn að skrifa ritgerðina og systir hans hafi annast lokafrágang hennar og skilað henni. Bæði hérðasdómur og Landsréttur féllust á þennan málatilbúnað mannsins og dæmdu honum því bætur í samræmi við það. Maðurinn gerði kröfu um bætur upp á 96 milljónir króna en þær voru lækkaðar í 91 milljón króna með vísan til rangs útreiknings. Þá var tryggingarfélögunum gert að greiða málskostnað mannsins, 7,1 milljón króna í héraði og 1,5 milljónir í Landsrétti, sem rennur í ríkissjóð vegna gjafsóknar mannsins. Tryggingar Dómsmál Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
Þetta segir í dómi Landsréttar, sem kveðinn var upp á föstudag. Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms. Maðurinn hafði höfðað mál til heimtu bóta úr hendi Varðar og TM, sem veitt höfðu annars vegar eiganda húsnæðis skemmtistaðarins og hins vegar rekstraraðila hans ábyrgðartryggingu. Í dómi héraðsdóms er atvikum lýst svo að maðurinn hafi verið ásamt vini sínum á skemmtistaðnum að fagna því að vera nánast búinn með meistararitgerð sína í ótilgreindu háskólanámi. Félagarnir hafi verið á leið niður stigann þegar vinurinn hrasaði og maðurinn féll um hann og lenti með hnakkann neðst í stiganum. Maðurinn hafi hlotið alvarleg meiðsli á höfði og varanleg örorka hans hafi verið metin 75 prósent og varanlegur miski fjörutíu stig. Slysið rakið til ófullnægjandi aðbúnaðar Í dóminum segir að tekist hafi verið á um það hvort slysið hafi mátt rekja til ófullnægjandi aðbúnaðar stigans og slæmrar lýsingar við hann eða eigin sakar mannsins. Tryggingarfélögin höfnuðu bótaskyldu á þeim grundvelli að um óhappatilvik hafi verið að ræða og að slysið hafi mátt rekja til ölvunar mannanna tveggja. Í dómi héraðsdóms segir að ekkert hafi verið sannað um að mennirnir tveir hafi verið svo ölvaðir að það hafi getað leitt til slyssins. Aftur á móti hafi dómkvaddur matsmaður metið það sem svo að aðbúnaður stigans hafi verið ófullnægjandi. Á grundvelli mælinga matsmanns sló Landsréttur því föstu að stiginn hefði frá öndverðu farið í bága við ákvæði byggingarsamþykktar frá árinu 1945, sem var í gildi þegar húsið var byggt, en einnig ákvæði síðari reglugerða. Taldi Landsréttur að sá annmarki á stiganum, auk ófullnægjandi lýsingar, hefði verið megin orsök slyssins. Enn fremur var talið í ljós leitt að rekstraraðili skemmtistaðarins hefði búið yfir vitneskju um að stiginn væri varhugaverður. Eigandi fasteignarinnar og rekstraraðili staðarins voru því taldir bera bótaábyrgð gagnvart manninum og tryggingarfélögunum tveimur gert að greiða honum bætur óskipt. Miðað við meðallaun háskólamenntaðra Þá var einnig tekist á um útreikning bóta en maðurinn fór fram á það að við útreikninginn yrði miðað við meðallaun þeirra sem lokið hafa meistaraprófi í þeirri grein sem hann stundaði á slysdag. Hann hafi sem áður segir verið að fagna því að vera svo gott sem búinn að skrifa ritgerðina og systir hans hafi annast lokafrágang hennar og skilað henni. Bæði hérðasdómur og Landsréttur féllust á þennan málatilbúnað mannsins og dæmdu honum því bætur í samræmi við það. Maðurinn gerði kröfu um bætur upp á 96 milljónir króna en þær voru lækkaðar í 91 milljón króna með vísan til rangs útreiknings. Þá var tryggingarfélögunum gert að greiða málskostnað mannsins, 7,1 milljón króna í héraði og 1,5 milljónir í Landsrétti, sem rennur í ríkissjóð vegna gjafsóknar mannsins.
Tryggingar Dómsmál Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira