Bruno sér hættuna við lið Íslands sem hefur að engu að keppa Aron Guðmundsson skrifar 19. nóvember 2023 15:31 Bruno Fernandes í baráttunni við Arnór Ingva á Laugardalsvelli í sumar Vísir/Hulda Margrét Bruno Fernandes, leikmaður Manchester United og portúgalska landsliðsins, segist eiga von á erfiðum leik við Ísland líkt og hann og liðsfélagar hans upplifðu í Reykjavík fyrr á árinu. Leikurinn verði góð prófraun fyrir Portúgal sem hefur unnið alla sína leik í undankeppni EM til þessa. Aron Guðmundsson skrifar frá Lissabon. Ísland mætir Portúgal á José Alvalade leikvanginum í Lisabon í kvöld í lokaumferð undankeppni EM 2024. Portúgal hefur verið óstöðvandi til þessa í undankeppninni. Unnið alla níu leiki sína, skorað 34 mörk og aðeins fengið á sig tvö. Liðið hefur fyrir löngu tryggt sér þátttökurétt á EM 2024 í Þýskalandi á næsta ári. Á meðan er Ísland úr baráttunni um EM sæti í gegnum þessa undankeppni en Bruno tekur engu sem gefnu í viðureign liðanna í kvöld. „Ég býst við erfiðum leik,“ segir Bruno í samtali við Vísi. „Fyrri leikur okkar á Íslandi var mjög erfiður. Þetta er líkamlega sterkt lið sem spilar af miklum ákafa og er öflugt í seinni boltunum. Ísland spilar beinskeyttan fótbolta en einnig gæði til að spila boltanum sín á milli. Í liði Íslands eru frábærir leikmenn og við búumst við erfiðum leik eins á Íslandi.“ Á blaðamannafundi portúgalska landsliðsins í gær var ljóst að yfirlýst markmið liðsins fyrir leik kvöldsins væri að sjá til þess að undankeppnin færi á þann veg að liðið stæði uppi með tíu sigra í tíu leikjum. Er það ykkur mikilvægt að sjá tl þess að svo verði? „Auðvitað viljum við halda þessari sigurgöngu áfram, halda skriðþunganum okkar megin. Sigrar færa okkur meira sjálfstraust til lengri tíma litið. Leikurinn gegn Íslandi verður góð prófraun fyrir okkur. Ísland getur ekki komist upp úr riðlinum lengur en getur þá leyft sér að spila af meira frjálsræði. Við erum komnir áfram en það breytir því ekki að framundan er erfiður leikur.“ Klippa: Bruno Fernandes: Í liði Íslands eru frábærir leikmenn Leikur Portúgal og Íslands í undankeppni EM 2024 verður sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og hefst upphitun klukkan 19:10. Leikar hefjast svo korter í átta. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Sjá meira
Aron Guðmundsson skrifar frá Lissabon. Ísland mætir Portúgal á José Alvalade leikvanginum í Lisabon í kvöld í lokaumferð undankeppni EM 2024. Portúgal hefur verið óstöðvandi til þessa í undankeppninni. Unnið alla níu leiki sína, skorað 34 mörk og aðeins fengið á sig tvö. Liðið hefur fyrir löngu tryggt sér þátttökurétt á EM 2024 í Þýskalandi á næsta ári. Á meðan er Ísland úr baráttunni um EM sæti í gegnum þessa undankeppni en Bruno tekur engu sem gefnu í viðureign liðanna í kvöld. „Ég býst við erfiðum leik,“ segir Bruno í samtali við Vísi. „Fyrri leikur okkar á Íslandi var mjög erfiður. Þetta er líkamlega sterkt lið sem spilar af miklum ákafa og er öflugt í seinni boltunum. Ísland spilar beinskeyttan fótbolta en einnig gæði til að spila boltanum sín á milli. Í liði Íslands eru frábærir leikmenn og við búumst við erfiðum leik eins á Íslandi.“ Á blaðamannafundi portúgalska landsliðsins í gær var ljóst að yfirlýst markmið liðsins fyrir leik kvöldsins væri að sjá til þess að undankeppnin færi á þann veg að liðið stæði uppi með tíu sigra í tíu leikjum. Er það ykkur mikilvægt að sjá tl þess að svo verði? „Auðvitað viljum við halda þessari sigurgöngu áfram, halda skriðþunganum okkar megin. Sigrar færa okkur meira sjálfstraust til lengri tíma litið. Leikurinn gegn Íslandi verður góð prófraun fyrir okkur. Ísland getur ekki komist upp úr riðlinum lengur en getur þá leyft sér að spila af meira frjálsræði. Við erum komnir áfram en það breytir því ekki að framundan er erfiður leikur.“ Klippa: Bruno Fernandes: Í liði Íslands eru frábærir leikmenn Leikur Portúgal og Íslands í undankeppni EM 2024 verður sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og hefst upphitun klukkan 19:10. Leikar hefjast svo korter í átta.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Sjá meira