Ramos veitti Shakiru verðlaun fyrir lagið sem gagnrýnir Pique Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. nóvember 2023 07:02 Ramos og Shakira. Instagram@sergioramos Sergio Ramos og Gerard Piqué grófu stríðsöxina er þeir spiluðu með spænska landsliðinu en öllu jafna voru þeir óvinir innan vallar sem utan. Ramos spilaði lengi vel með Real Madríd og Piqué með Barcelona. Þó Piqué sé hættur að spila tókst Ramos að eiga síðasta höggið. Piqué var í meira en áratug í sambandi með tónlistarkonunni Shakiru, eiga þau saman tvo syni. Það flosnaði upp úr sambandi þeirra eftir að í ljós kom að Piqué hafði haldið framhjá eiginkonu sinni. Samdi Shakira lagið Bzrp Music Sessions, Vol. 53 um sambandsslitin. Lagið, sem er í raun ein stór gagnrýni á Piqué, kom út í janúar á þessu ári og hefur notið gríðarlegra vinsælda. Hefur það slegið ýmis met og var á endanum tilnefnt til Latin Grammy-verðlauna. „Ég er tveggja 22 ára stelpna virði,“ segir Shakira í laginu en Piqué er í dag í sambandi með hinni 23 ára gömlu Clara Chia. Þá segir hún að Piqué hafi skipt Ferrari út fyrir Twingo. Sergio Ramos presented Shakira with the Song of the Year award at the Latin Grammy Awards in Seville. pic.twitter.com/5vPuTMaRFe— ESPN FC (@ESPNFC) November 17, 2023 Shakira fór á endanum með sigur af hólmi á Latin Grammu-verðlaunum og til að nudda Piqué enn frekar upp úr því hversu vinsælt lagið er þá var Sergio Ramos mættur að veita verðlaunin en athöfnin var að þessu sinni haldin í Seville þar sem Ramos spilar nú. ¡Felicidades! @bizarrap @shakira Canción del Año #LatinGRAMMY pic.twitter.com/ZfDG7Ojn1M— The Latin Recording Academy / Latin GRAMMYs (@LatinGRAMMYs) November 17, 2023 Shakira þakkaði stuðningsfólki sínu fyrir að koma henni í gegnum þennan erfiða tíma og tileinkaði spænsku þjóðinni verðlaunin en söngkonan er frá Kólumbíu. Fótbolti Spænski boltinn Tónlist Mest lesið „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Piqué var í meira en áratug í sambandi með tónlistarkonunni Shakiru, eiga þau saman tvo syni. Það flosnaði upp úr sambandi þeirra eftir að í ljós kom að Piqué hafði haldið framhjá eiginkonu sinni. Samdi Shakira lagið Bzrp Music Sessions, Vol. 53 um sambandsslitin. Lagið, sem er í raun ein stór gagnrýni á Piqué, kom út í janúar á þessu ári og hefur notið gríðarlegra vinsælda. Hefur það slegið ýmis met og var á endanum tilnefnt til Latin Grammy-verðlauna. „Ég er tveggja 22 ára stelpna virði,“ segir Shakira í laginu en Piqué er í dag í sambandi með hinni 23 ára gömlu Clara Chia. Þá segir hún að Piqué hafi skipt Ferrari út fyrir Twingo. Sergio Ramos presented Shakira with the Song of the Year award at the Latin Grammy Awards in Seville. pic.twitter.com/5vPuTMaRFe— ESPN FC (@ESPNFC) November 17, 2023 Shakira fór á endanum með sigur af hólmi á Latin Grammu-verðlaunum og til að nudda Piqué enn frekar upp úr því hversu vinsælt lagið er þá var Sergio Ramos mættur að veita verðlaunin en athöfnin var að þessu sinni haldin í Seville þar sem Ramos spilar nú. ¡Felicidades! @bizarrap @shakira Canción del Año #LatinGRAMMY pic.twitter.com/ZfDG7Ojn1M— The Latin Recording Academy / Latin GRAMMYs (@LatinGRAMMYs) November 17, 2023 Shakira þakkaði stuðningsfólki sínu fyrir að koma henni í gegnum þennan erfiða tíma og tileinkaði spænsku þjóðinni verðlaunin en söngkonan er frá Kólumbíu.
Fótbolti Spænski boltinn Tónlist Mest lesið „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira