Hvað verður um plastið þitt? Gunnar Dofri Ólafsson skrifar 18. nóvember 2023 07:00 Plast er algjört undraefni. Það framlengir líftíma matvæla og er nauðsynlegt í heilbrigðisþjónustu og ýmsum iðnaði. En plast á sínar skuggahliðar. Við notum allt of mikið af því og framleiðendur mættu leggja sig betur fram við að framleiða og setja á markað plast sem er auðveldara að endurvinna. Plast hverfur ekki eða eyðist við náttúrulegt niðurbrot, heldur brotnar það niður í smærri hluta og verður að endingu að örplasti. Margar gerðir plasts eru ágætis endurvinnsluefni og vel er hægt að hækka endurvinnsluhlutfallið með markvissri flokkun. Endurvinnlustöð Sorpu. Almenningur og fyrirtæki flokka umbúðaplast í sérstakar tunnur við húsvegg og á grenndarstöðvum. Árlega sendir SORPA um tvö þúsund tonn af plasti til frekari flokkunar og endurvinnslu og endurnýtingu í Evrópu. Það plast sem ekki er hægt að endurvinna fer í brennslu til orkuframleiðslu. Eins og hvert mannsbarn veit eftir að hafa lesið þessa greinaröð okkar upp til agna þá er endurvinnsla betri meðhöndlun en orkuvinnsla, og orkuvinnsla er skárri meðhöndlun en urðun. Plast er hins vegar ekki allt skapað jafnt. Sumt plast er betra en annað til endurvinnslu. Þumalputtareglan er að því einsleitari sem plaststraumur er, þeim mun auðveldara er að endurvinna plastið. Blöndun á mismunandi plasti leiðir því til lægra endurvinnsluhlutfalls og meira magn fer til orkuvinnslu. Og blöndun á plasti við önnur efni, til dæmis pappír eða málma, þýðir að endurvinnsluaðilar geta yfirleitt bara unnið einn efnisstraum. Því getur SORPA ekki breytt og því getur almenningur ekki breytt. En því geta vöruhönnuðir, framleiðendur, innflytjendur og markaðsaðilar breytt. Við köllum því eftir betra plasti á markað sem er auðveldara að endurvinna. Fjórir flokkar af plasti á endurvinnslustöðvum Til að auka endurvinnslumöguleika plasts er plast nú líka flokkað í fjóra flokka á endurvinnslustöðvum SORPU. Það er ástæða fyrir því, við sitjum ekki allan daginn og reynum að fá hugmyndir til að flækja líf fólks að óþörfu. Ekki allan daginn. Flokkarnir eru: plastumbúðir (sama plast og má fara í tunnuna heima og á grenndarstöðvar), frauðplast, filmuplast og hart plast. Hver þessara plaststrauma þarf sértæka vinnslu hjá móttökuaðila. Með þessari flokkun er auðveldara fyrir móttökuaðila okkar að endurvinna plastið og hefur þessi fjórflokkun skilað sér í að umtalsvert meira af því plasti sem fólk hendir hjá SORPU er endurunnið, og minna er brennt til orkuvinnslu. Frauðplast er í þessu samhengi sérstaklega áhugavert. Með frauðplasti meinum við plastið sem er til dæmis utan um raftækin sem þú kaupir, en ekki bakkinn undan fiskinum. Bakkinn má fara í tunnuna heima, en við viljum alls ekki fá frauðplastið utan af raftækjunum í hana. Ef frauðplast blandast öðru plasti – sem allir sem hafa snert frauðplast vita að það gerist um leið og það molnar – þá rýrir það endurvinnslumöguleika annars plasts. Ef það er hins vegar flokkað frá er hægt að endurvinna það með tiltölulega góðum árangri, jafnvel allt að 80-90%. Þetta var plastið þitt. Í næstu viku ætlum við að segja þér hvað verður um það sem þú setur í nytjagáminn og er selt í Góða hirðinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Sorphirða Sorpa Loftslagsmál Gunnar Dofri Ólafsson Tengdar fréttir Hvað verður um pappírinn þinn? Pappír hefur fylgt manninum í mörg hundruð ár. Elstu dæmi um endurvinnslu á pappír birtast á níundu öld, þegar Japanir eru sagðir hafa endurnýtt pappír fyrstir allra. Pappír, og pappi, eru því gott endurvinnsluefni og mikilvægt að flokka rétt og vel. Rétt flokkun er nefnilega forsenda þess að öll endurvinnslukeðjan sem á eftir kemur virki sem skildi. 10. nóvember 2023 10:01 Hvað verður um blandaða ruslið þitt? Það rusl sem ekki er hægt að endurnota, endurvinna flokkast oft sem blandað rusl. Þetta getur verið ýmis konar rusl: dömubindi, blautklútar, bleyjur, ryksugupokar, kattasandur, hundaskítur, tyggjó, og margt, margt fleira. 1. nóvember 2023 10:30 Hvað verður um matarleifarnar þínar? Eitt það besta sem þú getur gert fyrir loftslagið er að flokka matarleifar. Fyrir skömmu hófst sérsöfnun á matarleifum á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum. Í stað þess að urða matarleifar, sem veldur mikilli uppsöfnun gróðurhúsalofttegunda, vinnum við þær í GAJU, gas- og jarðgerðarstöð SORPU. 25. október 2023 08:00 Hvað eru endurnot, endurvinnsla og endurnýting? Við sem vinnum alla daga við að meðhöndla rusl vitum að flækjustig þessa málaflokks er mun meira en maður hefði haldið við fyrstu sýn. Þetta er jú bara rusl, hversu flókið getur þetta verið? 18. október 2023 08:00 Hvað verður um ruslið þitt? SORPA tekur á móti rúmlega 500 tonnum af rusli á dag. Árið 2022 voru þetta 188 þúsund tonn. Síðustu ár hefur orðið bylting til hins betra í viðhorfi til rusls. Markmiðið er ekki lengur að koma því fyrir kattarnef með eins ódýrum hætti og hægt er – það er: grafa það í jörðu – heldur grípa til lausna til að draga úr óþarfa neyslu og meðhöndla með sem bestum hætti það rusl sem við framleiðum öll. 12. október 2023 15:31 Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Sjá meira
Plast er algjört undraefni. Það framlengir líftíma matvæla og er nauðsynlegt í heilbrigðisþjónustu og ýmsum iðnaði. En plast á sínar skuggahliðar. Við notum allt of mikið af því og framleiðendur mættu leggja sig betur fram við að framleiða og setja á markað plast sem er auðveldara að endurvinna. Plast hverfur ekki eða eyðist við náttúrulegt niðurbrot, heldur brotnar það niður í smærri hluta og verður að endingu að örplasti. Margar gerðir plasts eru ágætis endurvinnsluefni og vel er hægt að hækka endurvinnsluhlutfallið með markvissri flokkun. Endurvinnlustöð Sorpu. Almenningur og fyrirtæki flokka umbúðaplast í sérstakar tunnur við húsvegg og á grenndarstöðvum. Árlega sendir SORPA um tvö þúsund tonn af plasti til frekari flokkunar og endurvinnslu og endurnýtingu í Evrópu. Það plast sem ekki er hægt að endurvinna fer í brennslu til orkuframleiðslu. Eins og hvert mannsbarn veit eftir að hafa lesið þessa greinaröð okkar upp til agna þá er endurvinnsla betri meðhöndlun en orkuvinnsla, og orkuvinnsla er skárri meðhöndlun en urðun. Plast er hins vegar ekki allt skapað jafnt. Sumt plast er betra en annað til endurvinnslu. Þumalputtareglan er að því einsleitari sem plaststraumur er, þeim mun auðveldara er að endurvinna plastið. Blöndun á mismunandi plasti leiðir því til lægra endurvinnsluhlutfalls og meira magn fer til orkuvinnslu. Og blöndun á plasti við önnur efni, til dæmis pappír eða málma, þýðir að endurvinnsluaðilar geta yfirleitt bara unnið einn efnisstraum. Því getur SORPA ekki breytt og því getur almenningur ekki breytt. En því geta vöruhönnuðir, framleiðendur, innflytjendur og markaðsaðilar breytt. Við köllum því eftir betra plasti á markað sem er auðveldara að endurvinna. Fjórir flokkar af plasti á endurvinnslustöðvum Til að auka endurvinnslumöguleika plasts er plast nú líka flokkað í fjóra flokka á endurvinnslustöðvum SORPU. Það er ástæða fyrir því, við sitjum ekki allan daginn og reynum að fá hugmyndir til að flækja líf fólks að óþörfu. Ekki allan daginn. Flokkarnir eru: plastumbúðir (sama plast og má fara í tunnuna heima og á grenndarstöðvar), frauðplast, filmuplast og hart plast. Hver þessara plaststrauma þarf sértæka vinnslu hjá móttökuaðila. Með þessari flokkun er auðveldara fyrir móttökuaðila okkar að endurvinna plastið og hefur þessi fjórflokkun skilað sér í að umtalsvert meira af því plasti sem fólk hendir hjá SORPU er endurunnið, og minna er brennt til orkuvinnslu. Frauðplast er í þessu samhengi sérstaklega áhugavert. Með frauðplasti meinum við plastið sem er til dæmis utan um raftækin sem þú kaupir, en ekki bakkinn undan fiskinum. Bakkinn má fara í tunnuna heima, en við viljum alls ekki fá frauðplastið utan af raftækjunum í hana. Ef frauðplast blandast öðru plasti – sem allir sem hafa snert frauðplast vita að það gerist um leið og það molnar – þá rýrir það endurvinnslumöguleika annars plasts. Ef það er hins vegar flokkað frá er hægt að endurvinna það með tiltölulega góðum árangri, jafnvel allt að 80-90%. Þetta var plastið þitt. Í næstu viku ætlum við að segja þér hvað verður um það sem þú setur í nytjagáminn og er selt í Góða hirðinum.
Hvað verður um pappírinn þinn? Pappír hefur fylgt manninum í mörg hundruð ár. Elstu dæmi um endurvinnslu á pappír birtast á níundu öld, þegar Japanir eru sagðir hafa endurnýtt pappír fyrstir allra. Pappír, og pappi, eru því gott endurvinnsluefni og mikilvægt að flokka rétt og vel. Rétt flokkun er nefnilega forsenda þess að öll endurvinnslukeðjan sem á eftir kemur virki sem skildi. 10. nóvember 2023 10:01
Hvað verður um blandaða ruslið þitt? Það rusl sem ekki er hægt að endurnota, endurvinna flokkast oft sem blandað rusl. Þetta getur verið ýmis konar rusl: dömubindi, blautklútar, bleyjur, ryksugupokar, kattasandur, hundaskítur, tyggjó, og margt, margt fleira. 1. nóvember 2023 10:30
Hvað verður um matarleifarnar þínar? Eitt það besta sem þú getur gert fyrir loftslagið er að flokka matarleifar. Fyrir skömmu hófst sérsöfnun á matarleifum á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum. Í stað þess að urða matarleifar, sem veldur mikilli uppsöfnun gróðurhúsalofttegunda, vinnum við þær í GAJU, gas- og jarðgerðarstöð SORPU. 25. október 2023 08:00
Hvað eru endurnot, endurvinnsla og endurnýting? Við sem vinnum alla daga við að meðhöndla rusl vitum að flækjustig þessa málaflokks er mun meira en maður hefði haldið við fyrstu sýn. Þetta er jú bara rusl, hversu flókið getur þetta verið? 18. október 2023 08:00
Hvað verður um ruslið þitt? SORPA tekur á móti rúmlega 500 tonnum af rusli á dag. Árið 2022 voru þetta 188 þúsund tonn. Síðustu ár hefur orðið bylting til hins betra í viðhorfi til rusls. Markmiðið er ekki lengur að koma því fyrir kattarnef með eins ódýrum hætti og hægt er – það er: grafa það í jörðu – heldur grípa til lausna til að draga úr óþarfa neyslu og meðhöndla með sem bestum hætti það rusl sem við framleiðum öll. 12. október 2023 15:31
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun