„Ástandið er að breytast úr sorg í reiði“ Margrét Björk Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 17. nóvember 2023 14:54 Einar Hannes Harðarson, formaður sjómanna og vélstjórafélags Grindavíkur ásamt syni sínum. Fjölskyldan hefst nú við í íbúð í Garðabæ eftir að hafa þurft að yfirgefa heimili sitt. Einar segir hljóðið í Grindvíkingum þungt. Vísir/Ívar Fannar Maður úr Grindavík segir íbúa bæjarins tifandi tímasprengju. Fólki sé að verða ljóst að það sé ekki á leiðinni heim til sín á næstunni og að bankarnir muni ekki koma því til aðstoðar. Einar Hannes Harðarson er formaður Sjómanna-og vélstjórafélags Grindavíkur og jafnframt íbúi í Grindavík Aðspurður um stöðu sjómanna bæjarins segir hann útgerðina hafa staðið sig vel. Flestum sjómönnum hafi verið komið í land og séu nú að huga að fjölskyldum sínum. Íbúar Grindavíkur tifandi tímasprengja Einari var mikið niðri fyrir þegar fréttastofa náði tali af honum eftir foreldrasamveru í Laugardalshöll. „Ástandið er að breytast úr sorg í reiði. Við erum tifandi tímasprengja,“ segir hann. Þetta er flókið. Við erum í miðjum hamförum. Ertu að tala sem formaður þíns félags eða sem íbúi? „Bæði. Núna er það að skýrast dag frá degi að við erum ekki að fara heim á næstunni. Það eru allir að fara inn á einhverskonar leigumarkað. Leigumarkaðurinn var galinn fyrir. Við erum öll með íbúðarlán, við erum samfélag. Bankastofnanir á Íslandi ætla ekki að taka þátt í því, þær ætla að setja vextina aftan á lánin þannig að það sem við eigum í íbúðunum mun minnka með hverjum mánuði. Sem er algjörlega galið.“ Einar segist vita til þess að verkalýðshreyfingin í heild sinni hafi fundað með bankastjórum bankanna. „Þeir segjast ekkert geta gert. Bankarnir eru alltaf með belti og axlabönd. Ef það er ekki hægt að hjálpa fólki í náttúruhamförum, hvenær er þá hægt að hjálpa?“ Hann segist þó gera sér grein fyrir að verið sé að vinna í málunum allstaðar í samfélaginu. „Það er mikið álag á öllum og og allir að gera sitt besta. Nema kannski lánastofnanir á Íslandi, þær eru ekki að standa með okkur.“ Hafa ekki bjargað neinu nema fötum Einar á sjálfur húsnæði sem er á skilgreindu hættusvæði í Grindavík. Hann hefur ekki farið inn á heimilið eftir að rýmingin tók gildi en eiginkona hans náði að fara í stuttan tíma inn á mánudag. „Hún bara hljóp í gegn og sá ekki neitt. Náði bara í föt, en annars höfum við ekki náð að bjarga neinu.“ Hvernig líður þér? „Þetta er skrítið. Mér líður allskonar. Þetta er flókið, maður getur ekki lýst þessu.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Einar Hannes Harðarson er formaður Sjómanna-og vélstjórafélags Grindavíkur og jafnframt íbúi í Grindavík Aðspurður um stöðu sjómanna bæjarins segir hann útgerðina hafa staðið sig vel. Flestum sjómönnum hafi verið komið í land og séu nú að huga að fjölskyldum sínum. Íbúar Grindavíkur tifandi tímasprengja Einari var mikið niðri fyrir þegar fréttastofa náði tali af honum eftir foreldrasamveru í Laugardalshöll. „Ástandið er að breytast úr sorg í reiði. Við erum tifandi tímasprengja,“ segir hann. Þetta er flókið. Við erum í miðjum hamförum. Ertu að tala sem formaður þíns félags eða sem íbúi? „Bæði. Núna er það að skýrast dag frá degi að við erum ekki að fara heim á næstunni. Það eru allir að fara inn á einhverskonar leigumarkað. Leigumarkaðurinn var galinn fyrir. Við erum öll með íbúðarlán, við erum samfélag. Bankastofnanir á Íslandi ætla ekki að taka þátt í því, þær ætla að setja vextina aftan á lánin þannig að það sem við eigum í íbúðunum mun minnka með hverjum mánuði. Sem er algjörlega galið.“ Einar segist vita til þess að verkalýðshreyfingin í heild sinni hafi fundað með bankastjórum bankanna. „Þeir segjast ekkert geta gert. Bankarnir eru alltaf með belti og axlabönd. Ef það er ekki hægt að hjálpa fólki í náttúruhamförum, hvenær er þá hægt að hjálpa?“ Hann segist þó gera sér grein fyrir að verið sé að vinna í málunum allstaðar í samfélaginu. „Það er mikið álag á öllum og og allir að gera sitt besta. Nema kannski lánastofnanir á Íslandi, þær eru ekki að standa með okkur.“ Hafa ekki bjargað neinu nema fötum Einar á sjálfur húsnæði sem er á skilgreindu hættusvæði í Grindavík. Hann hefur ekki farið inn á heimilið eftir að rýmingin tók gildi en eiginkona hans náði að fara í stuttan tíma inn á mánudag. „Hún bara hljóp í gegn og sá ekki neitt. Náði bara í föt, en annars höfum við ekki náð að bjarga neinu.“ Hvernig líður þér? „Þetta er skrítið. Mér líður allskonar. Þetta er flókið, maður getur ekki lýst þessu.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira