Telur gos ennþá yfirvofandi: Yrði ekki stórt en staðsetning erfið Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 17. nóvember 2023 12:12 Jarðfræðingurinn Magnús Tumi er enn á því að líklegasta sviðsmynd umbrotanna á Reykjanesskaga sé að þau endi með eldgosi. Vísir/Einar Jarðeðlisfræðingur segir enn líklegustu sviðsmyndina að það muni gjósa á Reykjanesskaga, fyrst kvika streymi enn í kvikuganginn. Þó yrði það gos líklega ekki stórt og meira í líkingu við gos undanfarinna ára. Vika er síðan Grindavíkurbær var rýmdur í kjölfar ákafrar jarðskjálftahrinu og kvikusöfnunar undir bænum. Talið var að kvikuflæðið væri hátt í hundrað rúmmetrar á sekúndu inn í kvikugangin. Síðan hefur hægst mikið á innrennslinu en það hefur ekki hætt. „Kvika er að renna inn í ganginn en hún fer alltaf minnkandi,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, jarðfræðingur. „Það er í sjálfu sér góðar fréttir, það bendir til þess að ef það gýs, sem við verðum að telja líklegt á meðan kvika flæðir enn inn, þá yrði það gos ekki stórt.“ Líkleg staðsetning mögulegs goss væri hinsvegar erfið. Grindavík og orkuverið væru mjög berskjölduð, en tíminn vinni með fólki þar sem undirbúningur varnargarða sé í fullum gangi. Bæði sammála og ósammála Haraldi Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur sagði í viðtali á Vísi í morgun að hann telji flekahreyfingar orsök umbrotanna á Reykjanesskaga. Hann segir kvikuna sem kunni að gutla á um eins kílómetra dýpi í kvikuganginum, sennilega ekki nægjanlega til að valda eldgosi. Magnús Tumi segir það samdóma álit vísindamanna að undirliggjandi ástæða umbrotanna séu flekahreyfingar. Landið er að gliðna í sundur, það er það sama og ég var að segja, bara orðað aðeins öðruvísi. „Það getur vel verið að kvikan nái ekki til yfirborðs og við sjáum merki um að hana langar svo sem ekkert lengra ef svo má að orði komast, þrýstingur er ekki nægur,“ segir Magnús Tumi. „En ef hún nær ekki að gliðna, ef það næst ekki að togast eða ýtast meira í sundur og kvika heldur áfram að streyma þá getur þetta endað með gosi. Það er svona sú sviðsmynd sem við teljum að ekki sé hægt að draga neitt úr enn sem komið er.“ „Aflögunin og virknin er miklu meiri norðar og þar er langmest opnun. Gliðnunin er mest nálægt miðjunni og þar er líklegt að gjósi.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Sjá meira
Vika er síðan Grindavíkurbær var rýmdur í kjölfar ákafrar jarðskjálftahrinu og kvikusöfnunar undir bænum. Talið var að kvikuflæðið væri hátt í hundrað rúmmetrar á sekúndu inn í kvikugangin. Síðan hefur hægst mikið á innrennslinu en það hefur ekki hætt. „Kvika er að renna inn í ganginn en hún fer alltaf minnkandi,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, jarðfræðingur. „Það er í sjálfu sér góðar fréttir, það bendir til þess að ef það gýs, sem við verðum að telja líklegt á meðan kvika flæðir enn inn, þá yrði það gos ekki stórt.“ Líkleg staðsetning mögulegs goss væri hinsvegar erfið. Grindavík og orkuverið væru mjög berskjölduð, en tíminn vinni með fólki þar sem undirbúningur varnargarða sé í fullum gangi. Bæði sammála og ósammála Haraldi Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur sagði í viðtali á Vísi í morgun að hann telji flekahreyfingar orsök umbrotanna á Reykjanesskaga. Hann segir kvikuna sem kunni að gutla á um eins kílómetra dýpi í kvikuganginum, sennilega ekki nægjanlega til að valda eldgosi. Magnús Tumi segir það samdóma álit vísindamanna að undirliggjandi ástæða umbrotanna séu flekahreyfingar. Landið er að gliðna í sundur, það er það sama og ég var að segja, bara orðað aðeins öðruvísi. „Það getur vel verið að kvikan nái ekki til yfirborðs og við sjáum merki um að hana langar svo sem ekkert lengra ef svo má að orði komast, þrýstingur er ekki nægur,“ segir Magnús Tumi. „En ef hún nær ekki að gliðna, ef það næst ekki að togast eða ýtast meira í sundur og kvika heldur áfram að streyma þá getur þetta endað með gosi. Það er svona sú sviðsmynd sem við teljum að ekki sé hægt að draga neitt úr enn sem komið er.“ „Aflögunin og virknin er miklu meiri norðar og þar er langmest opnun. Gliðnunin er mest nálægt miðjunni og þar er líklegt að gjósi.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Sjá meira