Segja TEAM-Iceland vinnuheiti: Líti út eins og dæmigerð eftiráskýring Árni Sæberg skrifar 16. nóvember 2023 10:34 Eiríkur gefur lítið fyrir skýringar ráðuneytis Ásmundar Einars. Vísir Mennta- og barnamálaráðuneytið segir hið umdeilda heiti TEAM-Iceland fyrst og fremst vera vinnuheiti sem notað er í erlendum samskiptum, í tengslum við ráðstefnuna Vinnum gullið, og ekki hafi verið fastsett viðeigandi nafn á íslensku á væntanlega afreksmiðstöð. Þetta segir í svari ráðuneytisins við erindi Eiríks Rögnvaldssonar, sem hann sendi tvívegis en var ekki svarað fyrr en hann vakti athygli á málinu hér á Vísi í gær. Í svarinu segir einnig að ráðuneytið muni velja íslenskt vinnuheiti til notkunar á ráðstefnunni og til framtíðar og að gott væri að geta leitað til Eiríks í því sambandi. Heitið virðist komið til að vera Eiríkur vakti athygli á svarinu á Facebook og lét eigið svar fylgja með. Í svari sínu sagði hann það gott að til standi að finna íslenskt heiti á verkefnið. „En skýringin „TEAM-Iceland er fyrst og fremst vinnuheiti sem notað er í erlendum samskiptum“ lítur satt að segja út eins og dæmigerð eftiráskýring.“ Tilkynning um verkefnið hangi enn uppi á vef Stjórnarráðsins og í henni segi meðal annars: TEAM-Iceland er framtíðarsýn starfshóps mennta- og barnamálaráðherra um íþrótta- og afreksmiðstöð. Lagt er upp með að innan TEAM-Iceland verði fremstu sérfræðingar á sviði íþrótta sem vinni saman að því markmiði að hámarka árangur íslensks íþróttafólks. TEAM-Iceland verkefnið verður til umfjöllunar á ráðstefnunni Vinnum gullið – ný stefna í afreksíþróttum á Íslandi […]. Með verkefninu TEAM-Iceland er stefnt að því að bæta umhverfi afreksíþróttafólks, s.s. líkamlega þjálfun þeirra og heilsu, efla þátt mælinga og stöðumata, og efla jafnframt þjónustu næringarfræðinga. […] markmið TEAM-Iceland væri jafnframt að styðja við framgang og faglega umgjörð Afrekssviða og -brauta í framhaldsskólum landsins. Erlend samskipti komi málinu ekkert við Eiríkur segir að í tilkynningunni sé aðeins talað um framkvæmd verkefnisins innanlands. „Erlend samskipti koma þessu máli ekki við – og jafnvel þótt ætlunin væri að nota þetta heiti einkum í erlendum samskiptum á það vitanlega ekki við á þessari ráðstefnu sem væntanlega fer að miklu leyti fram á íslensku.“ Þá sé athyglisvert að í titlum erinda sem fjalla um hliðstæður í öðrum löndum séu heiti þeirra íslenskuð – „Afreksíþróttamiðstöð Lúxemborgar“ og „Afreksíþróttamiðstöð Noregs“. Hreinlegra að ráðuneytið viðurkenni mistök Eiríkur segir að ekkert annað sé að sjá en að „TEAM-Iceland“ sé opinbert heiti verkefnisins og hvergi komi fram að um vinnuheit sé að ræða. „Mér fyndist hreinlegra að það væri bara viðurkennt að þarna varð ráðuneytinu á í messunni.“ Því megi svo bæta við að hann hafi skrifað ráðuneytinu fyrst um málið á fimmtudaginn var, og ítrekað erindið svo á mánudagsmorgun. „Það komu hins vegar engin viðbrögð frá ráðuneytinu fyrr en ég skrifaði grein á Vísi sem síðan var gerð að frétt. Þetta sýnir að það skiptir máli að vekja opinberlega athygli á því þegar stjórnvöld nota ensku að ástæðulausu.“ Íslensk fræði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sjá meira
Þetta segir í svari ráðuneytisins við erindi Eiríks Rögnvaldssonar, sem hann sendi tvívegis en var ekki svarað fyrr en hann vakti athygli á málinu hér á Vísi í gær. Í svarinu segir einnig að ráðuneytið muni velja íslenskt vinnuheiti til notkunar á ráðstefnunni og til framtíðar og að gott væri að geta leitað til Eiríks í því sambandi. Heitið virðist komið til að vera Eiríkur vakti athygli á svarinu á Facebook og lét eigið svar fylgja með. Í svari sínu sagði hann það gott að til standi að finna íslenskt heiti á verkefnið. „En skýringin „TEAM-Iceland er fyrst og fremst vinnuheiti sem notað er í erlendum samskiptum“ lítur satt að segja út eins og dæmigerð eftiráskýring.“ Tilkynning um verkefnið hangi enn uppi á vef Stjórnarráðsins og í henni segi meðal annars: TEAM-Iceland er framtíðarsýn starfshóps mennta- og barnamálaráðherra um íþrótta- og afreksmiðstöð. Lagt er upp með að innan TEAM-Iceland verði fremstu sérfræðingar á sviði íþrótta sem vinni saman að því markmiði að hámarka árangur íslensks íþróttafólks. TEAM-Iceland verkefnið verður til umfjöllunar á ráðstefnunni Vinnum gullið – ný stefna í afreksíþróttum á Íslandi […]. Með verkefninu TEAM-Iceland er stefnt að því að bæta umhverfi afreksíþróttafólks, s.s. líkamlega þjálfun þeirra og heilsu, efla þátt mælinga og stöðumata, og efla jafnframt þjónustu næringarfræðinga. […] markmið TEAM-Iceland væri jafnframt að styðja við framgang og faglega umgjörð Afrekssviða og -brauta í framhaldsskólum landsins. Erlend samskipti komi málinu ekkert við Eiríkur segir að í tilkynningunni sé aðeins talað um framkvæmd verkefnisins innanlands. „Erlend samskipti koma þessu máli ekki við – og jafnvel þótt ætlunin væri að nota þetta heiti einkum í erlendum samskiptum á það vitanlega ekki við á þessari ráðstefnu sem væntanlega fer að miklu leyti fram á íslensku.“ Þá sé athyglisvert að í titlum erinda sem fjalla um hliðstæður í öðrum löndum séu heiti þeirra íslenskuð – „Afreksíþróttamiðstöð Lúxemborgar“ og „Afreksíþróttamiðstöð Noregs“. Hreinlegra að ráðuneytið viðurkenni mistök Eiríkur segir að ekkert annað sé að sjá en að „TEAM-Iceland“ sé opinbert heiti verkefnisins og hvergi komi fram að um vinnuheit sé að ræða. „Mér fyndist hreinlegra að það væri bara viðurkennt að þarna varð ráðuneytinu á í messunni.“ Því megi svo bæta við að hann hafi skrifað ráðuneytinu fyrst um málið á fimmtudaginn var, og ítrekað erindið svo á mánudagsmorgun. „Það komu hins vegar engin viðbrögð frá ráðuneytinu fyrr en ég skrifaði grein á Vísi sem síðan var gerð að frétt. Þetta sýnir að það skiptir máli að vekja opinberlega athygli á því þegar stjórnvöld nota ensku að ástæðulausu.“
Íslensk fræði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sjá meira