Nú hafa örlögin séð til þess að hann spilar aftur á Bretlandseyjum og það í bresku úrvalsdeildinni í íshokkí.
Íshokkíliðið Belfast Giants hefur fengið sérstakt neyðarleyfi til að kalla á Petr Cech. Hann er leikmaður neðri deildarliðs Oxford City Stars en kemur á láni til Giants. Liðið spilar í Elite Ice Hockey League.
Petr Cech has joined Belfast Giants on loan. Good luck @PetrCech pic.twitter.com/Zrs8VcHzQx
— CFC-Blues (@CFCBlues_com) November 15, 2023
Cech mun verja mark norður-írska liðsins en risarnir frá Belfast eru ríkjandi breskir meistarar í íshokkí.
Belfast Giants hafa nú tilkynnt um komu Cech til félagsins og þar er honum þakkað fyrir hjálpina.
Cech er núna 41 árs gamall og er almennt talinn einn af bestu markvörðunum í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Hann var fjórum sinnum enskur meistari, vann enska bikarinn fimm sinnum og Meistaradeildina einu sinni.
Petr Cech: Ex-Chelsea goalkeeper joins Belfast Giants in loan move https://t.co/6WG1HGJCMq
— BBC News (UK) (@BBCNews) November 15, 2023
Cech spilaði alls 124 landsleiki fyrir Tékkland og tók þátt á HM (2006) og EM (2008 og 2012).
Tékkneski markvörðurinn setti fótboltaskóna upp á hillu árið 2019. Hann byrjaði þá að spila íshokkí ásamt því að starfa fyrir Chelsea.
FC 24 Icon Petr Cech is on the move
— FUTBIN (@FUTBIN) November 15, 2023
He's joined the Belfast Giants Ice Hockey team on loan...
RELEASE THE OTW @EASPORTSFC
Image credit: William Cherry pic.twitter.com/4G7A6u9XKO