Hvetur þá sem þegar hafa farið inn í Grindavík að hleypa öðrum að Lillý Valgerður Pétursdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 16. nóvember 2023 00:05 Víðir Reynisson yfirlögreglustjóri Almannavarna. Vísir/Vilhelm Rafmagn fór af hluta Grindavíkur seinni partinn í dag. Yfirlögreglustjóri Almannavarna segir viðgerðarfólk á vegum HS veitna muni fara inn í Grindavík á morgun ef hættumat leyfir. Þá biðlar hann til íbúa Grindavíkur sem þegar hafa fengið að fara heim að hleypa hinum á undan sér. „HS veitur eru að skoða þetta en það verðu rekki hægt að fara í einhverjar viðgerðir fyrr en það er orðið bjart á morgun. Við vinnum ekkert á þessu svæði á nóttunni eða í myrkrinu,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögreglustjóri Almannavarna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir rafmagnsleysið vera í austasta hluta bæjarins, austan megin við misgengið. „Líklegast er náttúrlega að eitthvað hafi farið í sundur en við vitum það ekki og HS veitur og viðgerðarfólk á þeirra vegum fer á stað í fyrramálið ef hættumatið hefur ekki breyst.“ Voru íbúar á svæðinu ennþá að sækja dót þegar þetta gerðist? „Það var eitthvað orðið lítið af því. Það átti að hætta því fyrir myrkur og þetta gerist ekkert löngu fyrir myrkur þannig að það hafa ekki verið margir eftir þarna inni,“ segir Víðir. Aðspurður út í gagnrýni sem lögregla hefur fengið vegna fyrirkomulags segir hann gagnrýnina líklega réttmæta. „Það kom ítrekað fram í dag, við báðum fólk sem hafði verið búið að fara að fara ekki aftur svo við gætum komið öllum að sem áttu eftir að fara. Það tókst ekki alveg nógu vel í dag og við höldum áfram á morgun.“ Varnargarðar mikilvægir heita vatnsins vegna Víðir segir að vegna hættu megi örfáir fara inn á svæðið í einu. Tryggja þurfi að rýming yrði snögg ef til hennar kæmi. „Þannig að það verður haldið áfram á morgun og vonandi tekst þá að allir geti kíkt heim sem ekki hafa getað það hingað til,“ segir Víðir. „Og aftur hvetjum við þá sem eru búnir að fara að leyfa hinum að hafa forgang,“ bætir hann við. Víðir segir hafa verið sérstakt að koma inn í Grindavík í dag. „Það hafa verið gríðarleg umbrot og það er mikið tjón og mikil vinna fram undan að laga tjón og koma bænum aftur í samt lag.“ Hann segir Almannavarnir hafa lagt áherslu á byggingu varnargarða. „Í fyrsta falli til þess að verja orkuverið í Svartsengi þannig að hitaveituframleiðslan geti haldið áfram. Það er ýmislegt hægt að gera varðandi kalda vatnið og rafmagnið en heita vatnið er veikasti punkturinn og það er áhersluatriði varðandi varnargarðana,“ segir Víðir að lokum. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Sjá meira
„HS veitur eru að skoða þetta en það verðu rekki hægt að fara í einhverjar viðgerðir fyrr en það er orðið bjart á morgun. Við vinnum ekkert á þessu svæði á nóttunni eða í myrkrinu,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögreglustjóri Almannavarna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir rafmagnsleysið vera í austasta hluta bæjarins, austan megin við misgengið. „Líklegast er náttúrlega að eitthvað hafi farið í sundur en við vitum það ekki og HS veitur og viðgerðarfólk á þeirra vegum fer á stað í fyrramálið ef hættumatið hefur ekki breyst.“ Voru íbúar á svæðinu ennþá að sækja dót þegar þetta gerðist? „Það var eitthvað orðið lítið af því. Það átti að hætta því fyrir myrkur og þetta gerist ekkert löngu fyrir myrkur þannig að það hafa ekki verið margir eftir þarna inni,“ segir Víðir. Aðspurður út í gagnrýni sem lögregla hefur fengið vegna fyrirkomulags segir hann gagnrýnina líklega réttmæta. „Það kom ítrekað fram í dag, við báðum fólk sem hafði verið búið að fara að fara ekki aftur svo við gætum komið öllum að sem áttu eftir að fara. Það tókst ekki alveg nógu vel í dag og við höldum áfram á morgun.“ Varnargarðar mikilvægir heita vatnsins vegna Víðir segir að vegna hættu megi örfáir fara inn á svæðið í einu. Tryggja þurfi að rýming yrði snögg ef til hennar kæmi. „Þannig að það verður haldið áfram á morgun og vonandi tekst þá að allir geti kíkt heim sem ekki hafa getað það hingað til,“ segir Víðir. „Og aftur hvetjum við þá sem eru búnir að fara að leyfa hinum að hafa forgang,“ bætir hann við. Víðir segir hafa verið sérstakt að koma inn í Grindavík í dag. „Það hafa verið gríðarleg umbrot og það er mikið tjón og mikil vinna fram undan að laga tjón og koma bænum aftur í samt lag.“ Hann segir Almannavarnir hafa lagt áherslu á byggingu varnargarða. „Í fyrsta falli til þess að verja orkuverið í Svartsengi þannig að hitaveituframleiðslan geti haldið áfram. Það er ýmislegt hægt að gera varðandi kalda vatnið og rafmagnið en heita vatnið er veikasti punkturinn og það er áhersluatriði varðandi varnargarðana,“ segir Víðir að lokum.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Sjá meira