McGregor segir Gunnar eiga heiðurinn af karatestílnum Smári Jökull Jónsson skrifar 16. nóvember 2023 07:01 Conor McGregor er litríkur karakter. Hann lærði af okkar manni. Samsett/Getty Conor McGregor svaraði aðdáendum sínum á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, í gær. Írinn ógurlegi nefndi þar Gunnar Nelson sem mikinn áhrifavald á sínum ferli. Conor McGregor er þekktasti MMA-bardagamaður heims en hann er fyrsti bardagamaðurinn sem hefur verið handhafi tveggja meistaratitla UFC í mismunandi þyngdarflokkum á sama tíma. Þá hefur hann einnig keppt í hnefaleikum en bardagi hans gegn Floyd Mayweather fékk gríðarlegt áhorf á sínum tíma. Í gær gátu aðdáendur McGregor spurt hann spurninga á samfélagsmiðlinum X. Einn aðdáandi spurði McGregor að því hvað hafi orðið til þess að Írinn hafi byrjað að nýta sér karatestílinn sem hefur verið einkennandi fyrir hann á ferlinum. What made you utilize the karate stance/style? What are its advantages over boxing or muay thai stance?— Chris (@Chrispa85) November 15, 2023 Í svari sínu segir McGregor að Gunnar Nelson eigi heiðurinn og hafi byrjað að nota stílinn í æfingabúðum þeirra. McGregor hefur verið æfingafélagi Gunnars Nelson í lengri tíma og eru þeir góðir vinir. „Það var ótrúlega erfitt að verja sig gegn þessu þannig að ég byrjaði að nýta mér stílinn sjálfur. Ég bætti við ýmsu nytsamlega og sleppti því sem var það ekki. Síðan bætti ég við einhverju sem var einstakt fyrir mig. Bruce Lee endurfæddur,“ skrifar McGregor. Training with Gunnar Nelson birthed this style in our camp. It was extremely difficult to fight against so I began to implement it myself. I added what was useful, I discarded what was not, and added what was uniquely my own. Bruce Lee reincarnate! https://t.co/UHOiBxjomo— Conor McGregor (@TheNotoriousMMA) November 15, 2023 Gunnar keppti síðast í UFC í mars á þessu ári þegar hann bar sigurorð af Bryan Barberena. Þá hrósaði Conor Gunnari í hástert og sagði hann einn besta bardagamann sem hann hafi kynnst. McGregor mætir aftur til leiks í UFC þegar hann mætir Michael Chandler. MMA Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Sjá meira
Conor McGregor er þekktasti MMA-bardagamaður heims en hann er fyrsti bardagamaðurinn sem hefur verið handhafi tveggja meistaratitla UFC í mismunandi þyngdarflokkum á sama tíma. Þá hefur hann einnig keppt í hnefaleikum en bardagi hans gegn Floyd Mayweather fékk gríðarlegt áhorf á sínum tíma. Í gær gátu aðdáendur McGregor spurt hann spurninga á samfélagsmiðlinum X. Einn aðdáandi spurði McGregor að því hvað hafi orðið til þess að Írinn hafi byrjað að nýta sér karatestílinn sem hefur verið einkennandi fyrir hann á ferlinum. What made you utilize the karate stance/style? What are its advantages over boxing or muay thai stance?— Chris (@Chrispa85) November 15, 2023 Í svari sínu segir McGregor að Gunnar Nelson eigi heiðurinn og hafi byrjað að nota stílinn í æfingabúðum þeirra. McGregor hefur verið æfingafélagi Gunnars Nelson í lengri tíma og eru þeir góðir vinir. „Það var ótrúlega erfitt að verja sig gegn þessu þannig að ég byrjaði að nýta mér stílinn sjálfur. Ég bætti við ýmsu nytsamlega og sleppti því sem var það ekki. Síðan bætti ég við einhverju sem var einstakt fyrir mig. Bruce Lee endurfæddur,“ skrifar McGregor. Training with Gunnar Nelson birthed this style in our camp. It was extremely difficult to fight against so I began to implement it myself. I added what was useful, I discarded what was not, and added what was uniquely my own. Bruce Lee reincarnate! https://t.co/UHOiBxjomo— Conor McGregor (@TheNotoriousMMA) November 15, 2023 Gunnar keppti síðast í UFC í mars á þessu ári þegar hann bar sigurorð af Bryan Barberena. Þá hrósaði Conor Gunnari í hástert og sagði hann einn besta bardagamann sem hann hafi kynnst. McGregor mætir aftur til leiks í UFC þegar hann mætir Michael Chandler.
MMA Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Sjá meira