Íslensk töp í þýsku úrvalsdeildinni Smári Jökull Jónsson skrifar 15. nóvember 2023 20:31 Sandra Erlingsdóttir skoraði fimm mörk fyrir Metzingen í kvöld. Vísir/Pawel Sandra Erlingsdóttir og Díana Dögg Magnúsdóttir þurftu báðar að sætta sig við tap með liðum sínum í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld. Það styttist í að deildirnar í Evrópu taki hlé vegna heimsmeistaramótsins sem hefst síðar í mánuðinum. Sandra á einn leik eftir með Metzingen en leikurinn í kvöld hjá Zwickau var sá síðasti fyrir hlé. Bæði Sandra og Díana Dögg eru í íslenska landsliðshópnum. Sandra og liðsfélagar hennar í Metzingen mættu Oldenburg á útivelli í kvöld en fyrir leikinn voru liðin á svipuðum slóðum í deildinni. Heimakonur í Oldenburg byrjuðu betur og komust í 5-1 í upphafi leiks og gestirnir úr Metzingen náðu lítið að saxa á forskotið í fyrri hálfleiknum. Staðan að honum loknum 14-10 fyrir heimakonur. Í síðari hálfleik stigu leikmenn Oldenburg svo enn frekar á bensíngjöfina. Þær náðu mest átta marka forystu og sigurinn virtist svo gott sem í höfn. Leikmenn Metzingen játuðu sig hins vegar ekki sigraða. Liðinu tókst að minnka muninn í tvö mörk þegar tæpar tíu mínútur voru eftir. Í stöðunni 26-24 skoruðu heimakonur hins vegar þrjú mörk í röð og tryggðu sér sigurinn. Lokatölur 30-26 og Oldenburg lyftir sér þar með uppfyrir Metzingen í töflunni. Metzingen situr í 7. sæti með 8 stig. Sandra Erlingsdóttir skoraði fimm mörk fyrir Metzingen í kvöld og komu þau öll af vítalínunni. Díana góð í tapi Zwickau Díana Dögg Magnúsdóttir átti góðan leik í liði Zwickau sem mátti sætta sig við sjö marka tap á heimavelli gegn Bensheim/Auerbach. Fyrri hálfleikur var í járnum og leiddu gestirnir 14-12 að honum loknum. Leikurinn hélst jafn langt inn í síðari hálfleikinn en í stöðunni 21-20 fyrir Bensheim/Auerbach skoruðu gestirnir átta mörk gegn aðeins einu marka Zwickau og tryggðu sér að lokum þægilegan sigur. Lokatölur 32-25 en Zwickau er í 11. sæti deildarinnar með 4 stig og í síðasta örugga sætinu. Díana Dögg skoraði sex mörk úr átta skotum í leiknum og var næst markahæst í liði Zwickau. Þýski handboltinn Mest lesið Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Það styttist í að deildirnar í Evrópu taki hlé vegna heimsmeistaramótsins sem hefst síðar í mánuðinum. Sandra á einn leik eftir með Metzingen en leikurinn í kvöld hjá Zwickau var sá síðasti fyrir hlé. Bæði Sandra og Díana Dögg eru í íslenska landsliðshópnum. Sandra og liðsfélagar hennar í Metzingen mættu Oldenburg á útivelli í kvöld en fyrir leikinn voru liðin á svipuðum slóðum í deildinni. Heimakonur í Oldenburg byrjuðu betur og komust í 5-1 í upphafi leiks og gestirnir úr Metzingen náðu lítið að saxa á forskotið í fyrri hálfleiknum. Staðan að honum loknum 14-10 fyrir heimakonur. Í síðari hálfleik stigu leikmenn Oldenburg svo enn frekar á bensíngjöfina. Þær náðu mest átta marka forystu og sigurinn virtist svo gott sem í höfn. Leikmenn Metzingen játuðu sig hins vegar ekki sigraða. Liðinu tókst að minnka muninn í tvö mörk þegar tæpar tíu mínútur voru eftir. Í stöðunni 26-24 skoruðu heimakonur hins vegar þrjú mörk í röð og tryggðu sér sigurinn. Lokatölur 30-26 og Oldenburg lyftir sér þar með uppfyrir Metzingen í töflunni. Metzingen situr í 7. sæti með 8 stig. Sandra Erlingsdóttir skoraði fimm mörk fyrir Metzingen í kvöld og komu þau öll af vítalínunni. Díana góð í tapi Zwickau Díana Dögg Magnúsdóttir átti góðan leik í liði Zwickau sem mátti sætta sig við sjö marka tap á heimavelli gegn Bensheim/Auerbach. Fyrri hálfleikur var í járnum og leiddu gestirnir 14-12 að honum loknum. Leikurinn hélst jafn langt inn í síðari hálfleikinn en í stöðunni 21-20 fyrir Bensheim/Auerbach skoruðu gestirnir átta mörk gegn aðeins einu marka Zwickau og tryggðu sér að lokum þægilegan sigur. Lokatölur 32-25 en Zwickau er í 11. sæti deildarinnar með 4 stig og í síðasta örugga sætinu. Díana Dögg skoraði sex mörk úr átta skotum í leiknum og var næst markahæst í liði Zwickau.
Þýski handboltinn Mest lesið Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða