Krefst tafarlausrar frystingar lána Grindvíkinga vaxtalaust Jakob Bjarnar skrifar 15. nóvember 2023 13:44 Þó Sigríður María sé brosmild á þessari mynd er henni ekki skemmt. Hún krefst aðgerða og það strax; tilboð bankanna um að frysta húsnæðislán Grindvíkinga sé falsörlæti. vísir/vilhelm/aðsend Grindvíkingurinn Sigríður María Eyþórsdóttir, kirkjuvörður í Grindavíkurkirkju, skrifar viðhorfspistil þar sem hún krefur meðal annarra lánastofnanir og Alþingi til að nýta sér ekki neyð Grindvíkinga. „Krafan hlýtur að vera tafarlaus frysting á lán Grindvíkinga, án vaxta og verðbótasöfnunar, um umsaminn tíma. Ég kalla á alþingi Íslendinga og samfélagsins alls til þess að koma í veg fyrir að tæplega 4 þúsund manns missi heimili sín og framtíð í kjaft auðvaldsins,“ segir í pistli Sigríðar Maríu sem hún birtir á Vísi. Blekking bankanna Þetta ákall Sigríðar Maríu, sem lokar pistli sínum á því að spyrja hvort einhver vilji ekki kaupa snoturt tvílyft steinhús með auka íbúð í bílskúrnum á besta stað í Grindavík, er sannkallaður reiðilestur. Tilefnið er augljóst, jarðhræringar á Reykjanesi sem þegar hefur kostað ómælanlegt tjón í Grindavík. Eins og Vísir greindi frá hafa lánastofnanir þegar lofað frystingu á lánum Grindvíkinga. En það er langt í frá nóg að mati Sigríðar Maríu sem talar um það sem „falsörlæti“; tilboð bankanna um að frysta húsnæðislán Grindvíkinga sé gagnsæ blekking til að nýta sér hörmungar sem nú dynja yfir heilt sveitarfélag og skara eld að sinni köku. „Ég skora á stjórnaraðstöðuna, ég skora á alþingismenn alla, ég skora á kirkjuna, ég skora á verkalýðshreyfinguna, ég skora á félagasamtök, ég skora á almenning, ég skora á alla sem telja sig hafa sóma sem manneskjur að stöðva þetta ferli með öllu móti, hvort sem heldur er með mótmælum eða lagasetningum,“ segir í pistli Sigríðar Maríu. Kaldar kveðjur og svívirða Sigríður María segir nú ekki aðeins ríkja ófremdarástand, heldur neyðarástand. „Og það er með öllu ósamrýmanlegt félagslegum gildum og manngildum að fjármálastofnanir geti makað krókinn og fitað svínið á þennan hátt fyrir það sem má kalla augljósa og fyrirsjáanlega slátrun.“ Hún segir Grindvíkinga nú heimilislausa og í framtíðarótta, eins og hún kallar það. „Að sjá fram á atvinnumissi, fjárhagslegt hrun og þurfa á sama tíma að framfleyta fjölskyldum á óöruggum og hagnaðardrifnum húsaleigumarkaði um ófyrirsjáanlega framtíð. Þetta eru ekki kaldar kveðju til okkar sem horfum inn í óvissuna, þetta er svívirða.“ Grindavík Húsnæðismál Íslenskir bankar Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Fjármál heimilisins Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira
„Krafan hlýtur að vera tafarlaus frysting á lán Grindvíkinga, án vaxta og verðbótasöfnunar, um umsaminn tíma. Ég kalla á alþingi Íslendinga og samfélagsins alls til þess að koma í veg fyrir að tæplega 4 þúsund manns missi heimili sín og framtíð í kjaft auðvaldsins,“ segir í pistli Sigríðar Maríu sem hún birtir á Vísi. Blekking bankanna Þetta ákall Sigríðar Maríu, sem lokar pistli sínum á því að spyrja hvort einhver vilji ekki kaupa snoturt tvílyft steinhús með auka íbúð í bílskúrnum á besta stað í Grindavík, er sannkallaður reiðilestur. Tilefnið er augljóst, jarðhræringar á Reykjanesi sem þegar hefur kostað ómælanlegt tjón í Grindavík. Eins og Vísir greindi frá hafa lánastofnanir þegar lofað frystingu á lánum Grindvíkinga. En það er langt í frá nóg að mati Sigríðar Maríu sem talar um það sem „falsörlæti“; tilboð bankanna um að frysta húsnæðislán Grindvíkinga sé gagnsæ blekking til að nýta sér hörmungar sem nú dynja yfir heilt sveitarfélag og skara eld að sinni köku. „Ég skora á stjórnaraðstöðuna, ég skora á alþingismenn alla, ég skora á kirkjuna, ég skora á verkalýðshreyfinguna, ég skora á félagasamtök, ég skora á almenning, ég skora á alla sem telja sig hafa sóma sem manneskjur að stöðva þetta ferli með öllu móti, hvort sem heldur er með mótmælum eða lagasetningum,“ segir í pistli Sigríðar Maríu. Kaldar kveðjur og svívirða Sigríður María segir nú ekki aðeins ríkja ófremdarástand, heldur neyðarástand. „Og það er með öllu ósamrýmanlegt félagslegum gildum og manngildum að fjármálastofnanir geti makað krókinn og fitað svínið á þennan hátt fyrir það sem má kalla augljósa og fyrirsjáanlega slátrun.“ Hún segir Grindvíkinga nú heimilislausa og í framtíðarótta, eins og hún kallar það. „Að sjá fram á atvinnumissi, fjárhagslegt hrun og þurfa á sama tíma að framfleyta fjölskyldum á óöruggum og hagnaðardrifnum húsaleigumarkaði um ófyrirsjáanlega framtíð. Þetta eru ekki kaldar kveðju til okkar sem horfum inn í óvissuna, þetta er svívirða.“
Grindavík Húsnæðismál Íslenskir bankar Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Fjármál heimilisins Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira