Blöskrar skipulagsleysi: „Þetta mun aldrei verða samt aftur“ Oddur Ævar Gunnarsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 15. nóvember 2023 11:36 Jón Pálmar og Helga voru í bílaröðinni við Grindavík í annað sinn í dag. Vísir Jón Pálmar Ragnarsson og Helga Rut Hallgrímsdóttir, íbúar í Grindavík, hafa reynt fjórum sinnum að ná í nauðsynjar á heimili sitt í bænum án árangurs. Þau gefa skipulagi viðbragðsaðila falleinkunn. „Þetta er líklega í fjórða skiptið sem við reynum að komast hingað inn. Það er aldrei hægt. Skipulagið hérna virðist vera bara ekkert, aðgerðarstjórn lögreglunnar á Suðurnesjum í molum, mér sýnist það,“ segir Jón Pálmar í samtali við fréttastofu. Þau hjónin voru tekin tali í bílaröðinni fyrir utan bæinn í morgun. Gæti sagt svo margt „Fyrirtæki fá að fara hérna inn hægri vinstri. Jón og Margeir fá að fara hérna inn á fimmtán vörubílum klukkan níu á Suðurstrandarveg, við vorum þar, fram fyrir alla í röðinni. Þorbjörn og fleiri fiskfyrirtæki fá að ferja fisk eins og enginn sé morgundagurinn en íbúum er ekki hleypt inn. Ég gæti sagt svo margt hérna, ég veit ekki hvort að það borgar sig, en mér er misboðið þetta fyrirkomulag.“ Þau Helga hafa fjórum sinnum fengið neitun við lokunarpósta inn í bæinn og tvisvar í dag. Segja þau það vera vegna þess að þau búi á hættusvæði. Þið hafið bara beðið? „Við höfum bara beðið, fylgt fyrirmælum og sagt hvar við búum. Það er líka eitt klúður þegar þeir hleyptu öllum þarna inn í fyrradag. Það var ekkert tekið niður hvar býrðu, hver ertu. Þú hefðir getað farið inn, verandi hvaða innbrotsþjófur sem er og tekið hvað sem er. Það hef ég virkilega mikið við að athuga. Svona fyrirkomulag bara gengur ekkert upp. Allavega fá Úlfar Lúðvíksson og Hjálmar Hallgrímsson engar einkunnir hér í dag frá mér. Þeir geta farið að gera eitthvað annað.“ Engar smákökur eða hrærivélar Þar vísar Jón Pálmar til þeirra Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjórans á Suðurnesjum og Hjálmars Hallgrímssonar, yfirlögregluþjóns. Þau hjónin hafa haldið til í Kópavogi undanfarna daga. Þau segjast ekki vera að reyna að ná í neinar smákökur og hrærivél í húsið sitt, heldur sínar helstu eigur, til að mynda vinnubíl. „Bara að koma þessu burt. Þá erum við sátt í bili,“ segir Jón. „Við erum bara að reyna að ná þessu út. Það fer mikill tími og peningur í að reyna þetta. Við erum allavega ekki að vinna neitt á meðan eða að sinna börnunum okkar.“ Hvernig blasir framtíðin við? „Ég veit það ekki. Það verður bara að ráðast. Tímabundin búseta annars staðar. En ég er farinn að líta þannig á að það sé best fyrir bæjarbúa að vera borgaðir út. Eða, hvort sem það er borgað út, eða að hraun bara flæði yfir Grindavík og það verði allir borgaðir út, út af því eða öðru. Það er margt þarna ónýtt. Þetta mun aldrei verða samt aftur þarna, nei.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
„Þetta er líklega í fjórða skiptið sem við reynum að komast hingað inn. Það er aldrei hægt. Skipulagið hérna virðist vera bara ekkert, aðgerðarstjórn lögreglunnar á Suðurnesjum í molum, mér sýnist það,“ segir Jón Pálmar í samtali við fréttastofu. Þau hjónin voru tekin tali í bílaröðinni fyrir utan bæinn í morgun. Gæti sagt svo margt „Fyrirtæki fá að fara hérna inn hægri vinstri. Jón og Margeir fá að fara hérna inn á fimmtán vörubílum klukkan níu á Suðurstrandarveg, við vorum þar, fram fyrir alla í röðinni. Þorbjörn og fleiri fiskfyrirtæki fá að ferja fisk eins og enginn sé morgundagurinn en íbúum er ekki hleypt inn. Ég gæti sagt svo margt hérna, ég veit ekki hvort að það borgar sig, en mér er misboðið þetta fyrirkomulag.“ Þau Helga hafa fjórum sinnum fengið neitun við lokunarpósta inn í bæinn og tvisvar í dag. Segja þau það vera vegna þess að þau búi á hættusvæði. Þið hafið bara beðið? „Við höfum bara beðið, fylgt fyrirmælum og sagt hvar við búum. Það er líka eitt klúður þegar þeir hleyptu öllum þarna inn í fyrradag. Það var ekkert tekið niður hvar býrðu, hver ertu. Þú hefðir getað farið inn, verandi hvaða innbrotsþjófur sem er og tekið hvað sem er. Það hef ég virkilega mikið við að athuga. Svona fyrirkomulag bara gengur ekkert upp. Allavega fá Úlfar Lúðvíksson og Hjálmar Hallgrímsson engar einkunnir hér í dag frá mér. Þeir geta farið að gera eitthvað annað.“ Engar smákökur eða hrærivélar Þar vísar Jón Pálmar til þeirra Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjórans á Suðurnesjum og Hjálmars Hallgrímssonar, yfirlögregluþjóns. Þau hjónin hafa haldið til í Kópavogi undanfarna daga. Þau segjast ekki vera að reyna að ná í neinar smákökur og hrærivél í húsið sitt, heldur sínar helstu eigur, til að mynda vinnubíl. „Bara að koma þessu burt. Þá erum við sátt í bili,“ segir Jón. „Við erum bara að reyna að ná þessu út. Það fer mikill tími og peningur í að reyna þetta. Við erum allavega ekki að vinna neitt á meðan eða að sinna börnunum okkar.“ Hvernig blasir framtíðin við? „Ég veit það ekki. Það verður bara að ráðast. Tímabundin búseta annars staðar. En ég er farinn að líta þannig á að það sé best fyrir bæjarbúa að vera borgaðir út. Eða, hvort sem það er borgað út, eða að hraun bara flæði yfir Grindavík og það verði allir borgaðir út, út af því eða öðru. Það er margt þarna ónýtt. Þetta mun aldrei verða samt aftur þarna, nei.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira