„Þetta gæti hlaupið á tugum hillumetra af skjölum“ Lovísa Arnardóttir skrifar 15. nóvember 2023 11:32 Árni bíður ásamt teymi frá Þjóðskjalasafni og Grindvíkurbæ eftir því að komast inn til að bjarga verðmætum skjölum. Vísir/Vilhelm Starfsfólk Þjóðskjalasafns og Grindavíkurbæjar ætlar að reyna að bjarga sem mestu af skjölum bæjarins í dag. Í forgangi eru skjöl er varða lóðir, barnavernd og fatlaða einstaklinga. Um mjög mikið magn er að ræða að mati skjalavarðar Þjóðskjalasafns. Tíu manns frá Þjóðskjalasafninu eru nú á leið til Grindavíkur til að sækja verðmæt skjöl. Árni Jóhannsson, skjalavörður, segir í samtali við fréttastofu að reynt verði að vinna hratt til að bjarga skjölum bæjarins í tæka tíð. „Við ætlum að reyna að ná sem mestu af skjalasafni bæjarins. Við erum tíu frá Þjóðskjalasafninu ásamt fjórum starfsmönnum bæjarins sem þekkja hvað er mikilvægt að taka. Við munum flytja skjölin til varðveislu á Þjóðskjalasafninu,“ segir Árni sem bíður nú í röð eins og fleiri eftir því að komast inn á svæðið. „Ef allt fer á versta veg verða skjölin trygg.“ Árni segir að lögð verði áhersla á skjöl er varða réttindi einstaklinga fyrst og svo til skjala er varða hag bæjarins. „Til að mynda hvar eignir fasteigna liggja, og lóðir. Svo lítum við til barnaverndar og málefna fatlaðra. Það eru réttindi einstaklinga og hagur bæjarins. Það er forgangsröðunin en við reynum að ná öllu. En fyrst þarf að tryggja réttindi einstaklinganna,“ segir Árni. Hvað heldurðu að þetta séu mörg skjöl? „Það er erfitt að segja en þetta gæti hlaupið á tugum hillumetra af skjölum. Mögulega nálægt hundrað metrum. Kannski aðeins sunnan við það mark. Þetta er talsvert magn þannig við reynum að ná sem mestu.“ Hann segir að reynt verði að vinna hratt en þau vita ekki enn hversu mikinn tíma þau hafa fengið. Unnið er að þessu í nánu samráði við almannavarnir sem úthlutar þeim tíma. „Við buðum fram aðstoð um helgina og nú fáum við vonandi að ná þessu út, í tæka tíð.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Söfn Tengdar fréttir Bíða þess að komast inn til að vökva og sækja erfðabreyttar plöntur Teymi frá ORF líftæknifyrirtæki vonast til þess að geta sótt verðmætar erfðabreyttar plöntur í gróðurhús þeirra í Grindavík í dag. Einnig þarf að fylla á vökvakerfið en það var gert síðasta á sunnudag. Miklar skemmdir voru þá á gróðurhúsinu sem er beint fyrir ofan sprungusvæðið. 15. nóvember 2023 10:35 Grindvíkingar sem fá að skreppa heim þurfa að kynna sér leiðina vel Íbúar Grindavíkur sem Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur haft samband við fá að skreppa heim til sín eftir verðmætum í dag. Tvær leiðir eru aðgengilegar eftir því hvar í bænum fólkið býr. 15. nóvember 2023 09:00 500 skjálftar frá miðnætti en allir í minni kantinum Um 500 skjálftar hafa riðið yfir á Reykjanesi frá miðnætti en flestir í minni kantinum. Stærsti skjálftinn náði ekki þremur stigum. 15. nóvember 2023 07:00 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Fleiri fréttir Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Sjá meira
Tíu manns frá Þjóðskjalasafninu eru nú á leið til Grindavíkur til að sækja verðmæt skjöl. Árni Jóhannsson, skjalavörður, segir í samtali við fréttastofu að reynt verði að vinna hratt til að bjarga skjölum bæjarins í tæka tíð. „Við ætlum að reyna að ná sem mestu af skjalasafni bæjarins. Við erum tíu frá Þjóðskjalasafninu ásamt fjórum starfsmönnum bæjarins sem þekkja hvað er mikilvægt að taka. Við munum flytja skjölin til varðveislu á Þjóðskjalasafninu,“ segir Árni sem bíður nú í röð eins og fleiri eftir því að komast inn á svæðið. „Ef allt fer á versta veg verða skjölin trygg.“ Árni segir að lögð verði áhersla á skjöl er varða réttindi einstaklinga fyrst og svo til skjala er varða hag bæjarins. „Til að mynda hvar eignir fasteigna liggja, og lóðir. Svo lítum við til barnaverndar og málefna fatlaðra. Það eru réttindi einstaklinga og hagur bæjarins. Það er forgangsröðunin en við reynum að ná öllu. En fyrst þarf að tryggja réttindi einstaklinganna,“ segir Árni. Hvað heldurðu að þetta séu mörg skjöl? „Það er erfitt að segja en þetta gæti hlaupið á tugum hillumetra af skjölum. Mögulega nálægt hundrað metrum. Kannski aðeins sunnan við það mark. Þetta er talsvert magn þannig við reynum að ná sem mestu.“ Hann segir að reynt verði að vinna hratt en þau vita ekki enn hversu mikinn tíma þau hafa fengið. Unnið er að þessu í nánu samráði við almannavarnir sem úthlutar þeim tíma. „Við buðum fram aðstoð um helgina og nú fáum við vonandi að ná þessu út, í tæka tíð.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Söfn Tengdar fréttir Bíða þess að komast inn til að vökva og sækja erfðabreyttar plöntur Teymi frá ORF líftæknifyrirtæki vonast til þess að geta sótt verðmætar erfðabreyttar plöntur í gróðurhús þeirra í Grindavík í dag. Einnig þarf að fylla á vökvakerfið en það var gert síðasta á sunnudag. Miklar skemmdir voru þá á gróðurhúsinu sem er beint fyrir ofan sprungusvæðið. 15. nóvember 2023 10:35 Grindvíkingar sem fá að skreppa heim þurfa að kynna sér leiðina vel Íbúar Grindavíkur sem Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur haft samband við fá að skreppa heim til sín eftir verðmætum í dag. Tvær leiðir eru aðgengilegar eftir því hvar í bænum fólkið býr. 15. nóvember 2023 09:00 500 skjálftar frá miðnætti en allir í minni kantinum Um 500 skjálftar hafa riðið yfir á Reykjanesi frá miðnætti en flestir í minni kantinum. Stærsti skjálftinn náði ekki þremur stigum. 15. nóvember 2023 07:00 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Fleiri fréttir Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Sjá meira
Bíða þess að komast inn til að vökva og sækja erfðabreyttar plöntur Teymi frá ORF líftæknifyrirtæki vonast til þess að geta sótt verðmætar erfðabreyttar plöntur í gróðurhús þeirra í Grindavík í dag. Einnig þarf að fylla á vökvakerfið en það var gert síðasta á sunnudag. Miklar skemmdir voru þá á gróðurhúsinu sem er beint fyrir ofan sprungusvæðið. 15. nóvember 2023 10:35
Grindvíkingar sem fá að skreppa heim þurfa að kynna sér leiðina vel Íbúar Grindavíkur sem Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur haft samband við fá að skreppa heim til sín eftir verðmætum í dag. Tvær leiðir eru aðgengilegar eftir því hvar í bænum fólkið býr. 15. nóvember 2023 09:00
500 skjálftar frá miðnætti en allir í minni kantinum Um 500 skjálftar hafa riðið yfir á Reykjanesi frá miðnætti en flestir í minni kantinum. Stærsti skjálftinn náði ekki þremur stigum. 15. nóvember 2023 07:00