Bíða þess að komast inn til að vökva og sækja erfðabreyttar plöntur Lovísa Arnardóttir skrifar 15. nóvember 2023 10:35 Berglind segir mikil verðmæti í gróðurhúsinu en að fyrirtækið geti unnið það upp missi þau gróðurhúsið. Reynt verður að sækja verðmættar erfðabreyttar plöntur í dag. Aðsend og Vísir/Vilhelm Teymi frá ORF líftæknifyrirtæki vonast til þess að geta sótt verðmætar erfðabreyttar plöntur í gróðurhús þeirra í Grindavík í dag. Einnig þarf að fylla á vökvakerfið en það var gert síðasta á sunnudag. Miklar skemmdir voru þá á gróðurhúsinu sem er beint fyrir ofan sprungusvæðið. Berglind Rán Ólafsdóttir, forstýra ORF líftæknifyrirtækis, er nú við Grindavíkurafleggjarann og bíður eftir leyfi að komast inn á svæðið. „Við erum að bíða efir svari, tilbúin ef kallið kemur,“ segir Berglind í samtali við fréttastofu. Teymi frá fyrirtækinu fór inn á sunnudag til að kanna aðstæður en framleiðslan er staðsett í gróðurhúsi sem er beint ofan á sprungunni sem hefur myndast í Grindavík. Þegar þau komu í húsið á sunnudag voru um tíu til tuttugu brotnir gluggar og sprungur í veggjum og gólfi. Berglind segist eiga von á því að það gætu verið meiri skemmdir núna. „Það sem stendur til er að gera fylla á vöktunarkerfið og taka eintak eða eintök af verðmætustu plöntunum,“ segir Berglind. Mjög verðmæt prótein í framleiðslu Plönturnar sem um ræðir eru erfðabreyttar plöntur sem framleiða verðmæt prótein. Til dæmis fyrir snyrti- og húðvörufyrirtækið Bioeffect og í framleiðslu á svokölluðu vistkjöti. „Þarna erum við í þróun á nýjum afbrigðum og framleiðslu fyrir Bioeffect. En við erum einnig með framleiðslu í Kanada.“ Ekkert á við missi Grindvíkinga Spurð um það tap sem þau standa frammi fyrir segir Berglind tjónið auðvitað mikið. Aðallega felist það þó í tapi á tíma í þróun. Missi þau gróðurhúsið séu þau að tapa tíma og í einhverjum tilvikum einu og hálfu ári á eftir í þróun í ákveðnum plöntum. Hún segir stöðuna erfiða en að það sé ekkert miðað við það sem Grindvíkingar gangi nú í gegnum. „Það er erfitt að hugsa um þetta, en það er ekkert erfitt miðað við það sem Grindvíkingar eru að kljást við. Þetta er allt annað samhengi. Við getum unnið þetta upp og erum ekki að missa heimili.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Líftækni Umhverfismál Tengdar fréttir Skipta ORF Líftækni upp í tvö félög ORF Líftækni hefur verið skipt upp í tvö aðskilin fyrirtæki; ORF Líftækni og svo BIOEFFECT Holding ehf. Þetta var samþykkt einróma af hluthöfum á aðalfundi félagsins sem fram fór fyrir helgi. Liv Bergþórsdóttir forstjóri mun starfa áfram sem forstjóri beggja félaga en verður síðan forstjóri BIOEFFECT. 11. apríl 2022 12:55 Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Berglind Rán Ólafsdóttir, forstýra ORF líftæknifyrirtækis, er nú við Grindavíkurafleggjarann og bíður eftir leyfi að komast inn á svæðið. „Við erum að bíða efir svari, tilbúin ef kallið kemur,“ segir Berglind í samtali við fréttastofu. Teymi frá fyrirtækinu fór inn á sunnudag til að kanna aðstæður en framleiðslan er staðsett í gróðurhúsi sem er beint ofan á sprungunni sem hefur myndast í Grindavík. Þegar þau komu í húsið á sunnudag voru um tíu til tuttugu brotnir gluggar og sprungur í veggjum og gólfi. Berglind segist eiga von á því að það gætu verið meiri skemmdir núna. „Það sem stendur til er að gera fylla á vöktunarkerfið og taka eintak eða eintök af verðmætustu plöntunum,“ segir Berglind. Mjög verðmæt prótein í framleiðslu Plönturnar sem um ræðir eru erfðabreyttar plöntur sem framleiða verðmæt prótein. Til dæmis fyrir snyrti- og húðvörufyrirtækið Bioeffect og í framleiðslu á svokölluðu vistkjöti. „Þarna erum við í þróun á nýjum afbrigðum og framleiðslu fyrir Bioeffect. En við erum einnig með framleiðslu í Kanada.“ Ekkert á við missi Grindvíkinga Spurð um það tap sem þau standa frammi fyrir segir Berglind tjónið auðvitað mikið. Aðallega felist það þó í tapi á tíma í þróun. Missi þau gróðurhúsið séu þau að tapa tíma og í einhverjum tilvikum einu og hálfu ári á eftir í þróun í ákveðnum plöntum. Hún segir stöðuna erfiða en að það sé ekkert miðað við það sem Grindvíkingar gangi nú í gegnum. „Það er erfitt að hugsa um þetta, en það er ekkert erfitt miðað við það sem Grindvíkingar eru að kljást við. Þetta er allt annað samhengi. Við getum unnið þetta upp og erum ekki að missa heimili.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Líftækni Umhverfismál Tengdar fréttir Skipta ORF Líftækni upp í tvö félög ORF Líftækni hefur verið skipt upp í tvö aðskilin fyrirtæki; ORF Líftækni og svo BIOEFFECT Holding ehf. Þetta var samþykkt einróma af hluthöfum á aðalfundi félagsins sem fram fór fyrir helgi. Liv Bergþórsdóttir forstjóri mun starfa áfram sem forstjóri beggja félaga en verður síðan forstjóri BIOEFFECT. 11. apríl 2022 12:55 Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Skipta ORF Líftækni upp í tvö félög ORF Líftækni hefur verið skipt upp í tvö aðskilin fyrirtæki; ORF Líftækni og svo BIOEFFECT Holding ehf. Þetta var samþykkt einróma af hluthöfum á aðalfundi félagsins sem fram fór fyrir helgi. Liv Bergþórsdóttir forstjóri mun starfa áfram sem forstjóri beggja félaga en verður síðan forstjóri BIOEFFECT. 11. apríl 2022 12:55