Lét gömlu refina um karpið: „Maður skilur báðar hliðar í þessu“ Aron Guðmundsson skrifar 15. nóvember 2023 10:30 Arnór Sigurðsson var til viðtals í Vín í gær Vísir/Skjáskot Íslenski landsliðsmaðurinn í fótbolta, Arnór Sigurðsson, segir að á meðan enn er möguleiki á EM sæti í gegnum undankeppnina verði liðið að stefna að því. Hann telur íslenska landsliðið klárt í að berjast um sigur í þeim tveimur leikjum sem eftir eru. Aron Guðmundsson skrifar frá Bratislava Arnór hefur undanfarna mánuði verið að fá fyrsta smjörþefinn af ensku B-deildinni sem leikmaður Blackburn Rovers og líkar það vel. „Bara mjög gott og gaman. Þetta hefur verið upplifun, það að spila á Englandi er öðruvísi en maður er vanur, Maður finnur hversu stórt þetta er. Það hefur gengið vel hjá mér persónulega, sérstaklega í byrjun. Alltaf gott að byrja vel sem nýr leikmaður. Ég er bara að fýla að í botn að vera þarna.“ Þá finnur hann mikinn mun tengdan leikjaálagi í deildinni en spilað er knappt og mikið í deildunum fyrir neðan ensku úrvalsdeildina. „Já algjörlega. Ég veit ekki hversu marga leiki við höfum verið að spila núna á ansi stuttum tíma. Áður en þessi skipti gengu í gegn ráðfærði ég mig við Aron Einar og Jóhann Berg sem höfðu spilað í þessari deild áður. Þetta er keyrsla en ótrúlega gaman. Maður er svolítið bara að spila leiki og ná endurheimt þess á milli. Það er skemmtilegt.“ Hvernig metur hann tímabilið til þessa? „Það hafa svolítið bara tvö lið stungið af á toppi deildarinnar og svo er restin á þá leið að allir geta einhvern veginn unnið alla. Það er stutt á milli í þessari deild og stutt fyrir okkur upp í sæti sem gefur þátttökurétt í útsláttarkeppninni. Við erum klárlega með lið sem á að vera berjast um það.“ Nú er einbeitingin hjá Arnóri á íslenska landsliðinu sem á fyrir höndum tvo síðustu leiki sína í undankeppni EM, útileiki gegn Slóvakíu og Portúgal. Sigur í þessum tveimur leikjum sem og hagstæð úrslit úr öðrum leikjum tryggja Íslandi EM sæti í gegnum undankeppnina. Ef það mistekst er að teiknast upp fjallabaksleið fyrir liðið í gegnum umspil Þjóðadeildar Evrópu í mars á næsta ári. „Það er enn þá möguleiki fyrir okkur í þessari undankeppni. Við þurfum að horfa í það. Stefna að því að vinna þessa tvo leiki. Auðvitað eru þetta tveir erfiðir leikir en ég tel okkur alveg klára í að berjast um þrjú stig í báðum þessum leikjum. Á meðan að það er möguleiki þurfum við að gera allt til þess að ná því. Auðvitað vitum við einnig af þessu umspili í mars. Vitum hvað það myndi gefa okkur. Það þarf því líka að nota þessa leiki til að byggja ofan á það góða sem hefur verið í gangi og taka næsta skref sem hópur.“ Liðið byrjar á því að mæta Slóvakíu á morgun. Svo tekur við leikur gegn Portúgal á sunnudaginn kemur. Slóvakarnir geta tryggt sér sæti á EM með jafntefli eða sigri gegn Íslandi. „Það væri gaman að fara þangað og skemma partýið. Ég tel klárlega að við séum klárir í það. Ég fann það um leið og við komum saman í þetta verkefni að það er góð stemning í hópnum. Sér í lagi eftir síðasta verkefni þar sem að við skiluðum inn góðum frammistöðum.“ Klippa: Arnór Sig: Miði er möguleiki Fyrri leiknum heima á Íslandi lauk með svekkjandi 2-1 sigri Slóvakíu. Arnór býst við svipuðum leik en vonar auðvitað að úrslitin verði önnur. „Ég var meiddur í þeim leik en horfði á hann. Þetta verður 50/50 leikur og við þurfum bara að vera klárir frá byrjun. Þetta er náttúrulega leikur sem er spilaður á útivelli, þeir munu hafa mikinn stuðning á bakvið sig. Við þurfum að vera klárir í það.“ Það vakti mikla athygli fyrir síðasta landsleikjaglugga að Jon Dahl Tomasson, knattspyrnustjóri Blackburn Rovers sendi vini sínum Åge Hareide skýr fyrirmæli um að spila Arnóri bara í öðrum leik liðsins. Arnór var á þessum tímapunkti að stíga upp úr meiðslum og svar Hareide til Jon Dahl var skýrt. Arnór væri eign landsliðsins á meðan á landsleikjahléinu stæði. Svo fór að Arnór spilaði aðeins fyrri leik Íslands í umræddum landsleikjaglugga. Þurftirðu eitthvað að stíga upp á milli þessara tveggja gömlu refa? „Nei nei,“ segir Arnór hlægjandi. „Ég læt þá bara um að ræða þetta. En kannski skiljanlega hafði Jon Dahl áhyggjur þar sem að á þessum tímapunkti var ég búinn að spila meira en var planað eftir að ég kom til baka úr meiðslunum. Svo eftir síðasta landsliðsglugga er ég búinn að spila einhverja sjö leiki. Auðvitað langaði mig að spila þennan seinni leik gegn Liechtenstein. Manni langar alltaf að spila landsleiki. En maður skilur báðar hliðar í þessu. Við töluðum saman, ég og Åge, um að hann myndi bara setja mig inn á ef þess þurfti. Svo var það ekki nauðsynlegt.“ Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Þjóðadeild karla í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Golf Fleiri fréttir Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Sjá meira
Aron Guðmundsson skrifar frá Bratislava Arnór hefur undanfarna mánuði verið að fá fyrsta smjörþefinn af ensku B-deildinni sem leikmaður Blackburn Rovers og líkar það vel. „Bara mjög gott og gaman. Þetta hefur verið upplifun, það að spila á Englandi er öðruvísi en maður er vanur, Maður finnur hversu stórt þetta er. Það hefur gengið vel hjá mér persónulega, sérstaklega í byrjun. Alltaf gott að byrja vel sem nýr leikmaður. Ég er bara að fýla að í botn að vera þarna.“ Þá finnur hann mikinn mun tengdan leikjaálagi í deildinni en spilað er knappt og mikið í deildunum fyrir neðan ensku úrvalsdeildina. „Já algjörlega. Ég veit ekki hversu marga leiki við höfum verið að spila núna á ansi stuttum tíma. Áður en þessi skipti gengu í gegn ráðfærði ég mig við Aron Einar og Jóhann Berg sem höfðu spilað í þessari deild áður. Þetta er keyrsla en ótrúlega gaman. Maður er svolítið bara að spila leiki og ná endurheimt þess á milli. Það er skemmtilegt.“ Hvernig metur hann tímabilið til þessa? „Það hafa svolítið bara tvö lið stungið af á toppi deildarinnar og svo er restin á þá leið að allir geta einhvern veginn unnið alla. Það er stutt á milli í þessari deild og stutt fyrir okkur upp í sæti sem gefur þátttökurétt í útsláttarkeppninni. Við erum klárlega með lið sem á að vera berjast um það.“ Nú er einbeitingin hjá Arnóri á íslenska landsliðinu sem á fyrir höndum tvo síðustu leiki sína í undankeppni EM, útileiki gegn Slóvakíu og Portúgal. Sigur í þessum tveimur leikjum sem og hagstæð úrslit úr öðrum leikjum tryggja Íslandi EM sæti í gegnum undankeppnina. Ef það mistekst er að teiknast upp fjallabaksleið fyrir liðið í gegnum umspil Þjóðadeildar Evrópu í mars á næsta ári. „Það er enn þá möguleiki fyrir okkur í þessari undankeppni. Við þurfum að horfa í það. Stefna að því að vinna þessa tvo leiki. Auðvitað eru þetta tveir erfiðir leikir en ég tel okkur alveg klára í að berjast um þrjú stig í báðum þessum leikjum. Á meðan að það er möguleiki þurfum við að gera allt til þess að ná því. Auðvitað vitum við einnig af þessu umspili í mars. Vitum hvað það myndi gefa okkur. Það þarf því líka að nota þessa leiki til að byggja ofan á það góða sem hefur verið í gangi og taka næsta skref sem hópur.“ Liðið byrjar á því að mæta Slóvakíu á morgun. Svo tekur við leikur gegn Portúgal á sunnudaginn kemur. Slóvakarnir geta tryggt sér sæti á EM með jafntefli eða sigri gegn Íslandi. „Það væri gaman að fara þangað og skemma partýið. Ég tel klárlega að við séum klárir í það. Ég fann það um leið og við komum saman í þetta verkefni að það er góð stemning í hópnum. Sér í lagi eftir síðasta verkefni þar sem að við skiluðum inn góðum frammistöðum.“ Klippa: Arnór Sig: Miði er möguleiki Fyrri leiknum heima á Íslandi lauk með svekkjandi 2-1 sigri Slóvakíu. Arnór býst við svipuðum leik en vonar auðvitað að úrslitin verði önnur. „Ég var meiddur í þeim leik en horfði á hann. Þetta verður 50/50 leikur og við þurfum bara að vera klárir frá byrjun. Þetta er náttúrulega leikur sem er spilaður á útivelli, þeir munu hafa mikinn stuðning á bakvið sig. Við þurfum að vera klárir í það.“ Það vakti mikla athygli fyrir síðasta landsleikjaglugga að Jon Dahl Tomasson, knattspyrnustjóri Blackburn Rovers sendi vini sínum Åge Hareide skýr fyrirmæli um að spila Arnóri bara í öðrum leik liðsins. Arnór var á þessum tímapunkti að stíga upp úr meiðslum og svar Hareide til Jon Dahl var skýrt. Arnór væri eign landsliðsins á meðan á landsleikjahléinu stæði. Svo fór að Arnór spilaði aðeins fyrri leik Íslands í umræddum landsleikjaglugga. Þurftirðu eitthvað að stíga upp á milli þessara tveggja gömlu refa? „Nei nei,“ segir Arnór hlægjandi. „Ég læt þá bara um að ræða þetta. En kannski skiljanlega hafði Jon Dahl áhyggjur þar sem að á þessum tímapunkti var ég búinn að spila meira en var planað eftir að ég kom til baka úr meiðslunum. Svo eftir síðasta landsliðsglugga er ég búinn að spila einhverja sjö leiki. Auðvitað langaði mig að spila þennan seinni leik gegn Liechtenstein. Manni langar alltaf að spila landsleiki. En maður skilur báðar hliðar í þessu. Við töluðum saman, ég og Åge, um að hann myndi bara setja mig inn á ef þess þurfti. Svo var það ekki nauðsynlegt.“
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Þjóðadeild karla í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Golf Fleiri fréttir Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Sjá meira