„Drjúgur tími þar til Grindavík getur tekið á móti fólki aftur“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. nóvember 2023 19:22 Þorvaldur fór meðal annars yfir hvar hann teldi líklegast að myndi gjósa, ef til eldgoss kemur. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir enn nokkuð langt í að Grindavík geti tekið á móti fólki. Hann segist telja líklegt að kvika sé nú á um hálfs kílómetra dýpi. „Skemmdirnar eru mjög miklar og atburðurinn er ekki búinn enn þá. Hann getur haldið áfram í einhverja daga, þannig að það er drjúgur tími þar til Grindavík getur tekið á móti fólki aftur,“ sagði Þorvaldur í myndveri í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Einhver fyrirstaða Á þriðja tímanum í dag var Grindavík skyndilega rýmd, þegar gögn úr gasmælum í bænum bentu til þess að brennisteinsdíoxíð hefði mælst. Um 80 manns voru í bænum til að vitja heimila sinna og helstu muna, en þurftu frá að hverfa vegna þessa. „Það hefur kvika verið að flæða inn í þennan kvikugang, og hann virðist vera kominn á mjög grunnt dýpi ef þetta er rétt, að brennisteinsdíoxíð hefur mælst inni í bænum.“ Þorvaldur áætlar miðað við það að kvikan sé á um 400 til 500 metra dýpi. Í Fagradalsfjalli hafi gasið tekið að losna þegar kvikan var á um 200 metra dýpi, en kvikan sem hér um ræðir haldi brennisteininum síður í sér og því komi hann fyrr út. „Það hlýtur að vera einhver þrýstingur upp á við, en einhver fyrirstaða er þarna inni í Grindavík því kvikan virðist eiga í einhverjum erfiðleikum með að koma upp,“ sagði Þorvaldur. Þetta sé einn af óvissuþáttunum í mögulegu eldgosi. Eitthvað virðist þó tefja kviku í að koma upp innan bæjarmarka Grindavíkur. Gamall sigdalur í Grindavík Ef til Eldgoss komi myndi sennilega gjósa norðan við Hagafell. Ef sú yrði raunin myndi hraun renna í átt að Grindavík. Varðandi landsig í Grindavík segir Þorvaldur greinilega gliðnun eiga sér stað. „Vesturhlutinn er að færast vestur og austurhlutinn austur. Þá myndast bil og þá sígur spildan sem er inni í,“ sagði Þorvaldur. Botninn á sigdalnum í Grindavík sé því að síga. „En þetta er gamall sigdalur, og hann hefur greinilega myndast fyrir gosið sem var fyrir 2000 árum og myndaði Sundhnúkaröðina. Hann virðist hafa orðið virkur aftur í þessum hamförum.“ Þorvaldur sagði erfitt að spá fyrir um hvað gerist næst. „Það er enn kvika að streyma inn í kvikuhólfið og það er upplyfting sem mælist líka alveg út í Eldvörp. Möguleikarnir eru að þetta bara deyi út, sem mér finnst ólíklegt á þessu stigi, hinn möguleikinn er að það komi gos upp í Sundhnúkagígaröðinni. Annar möguleikinn er að Eldvörp taki við sér og það gjósi þar,“ sagði Þorvaldur. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
„Skemmdirnar eru mjög miklar og atburðurinn er ekki búinn enn þá. Hann getur haldið áfram í einhverja daga, þannig að það er drjúgur tími þar til Grindavík getur tekið á móti fólki aftur,“ sagði Þorvaldur í myndveri í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Einhver fyrirstaða Á þriðja tímanum í dag var Grindavík skyndilega rýmd, þegar gögn úr gasmælum í bænum bentu til þess að brennisteinsdíoxíð hefði mælst. Um 80 manns voru í bænum til að vitja heimila sinna og helstu muna, en þurftu frá að hverfa vegna þessa. „Það hefur kvika verið að flæða inn í þennan kvikugang, og hann virðist vera kominn á mjög grunnt dýpi ef þetta er rétt, að brennisteinsdíoxíð hefur mælst inni í bænum.“ Þorvaldur áætlar miðað við það að kvikan sé á um 400 til 500 metra dýpi. Í Fagradalsfjalli hafi gasið tekið að losna þegar kvikan var á um 200 metra dýpi, en kvikan sem hér um ræðir haldi brennisteininum síður í sér og því komi hann fyrr út. „Það hlýtur að vera einhver þrýstingur upp á við, en einhver fyrirstaða er þarna inni í Grindavík því kvikan virðist eiga í einhverjum erfiðleikum með að koma upp,“ sagði Þorvaldur. Þetta sé einn af óvissuþáttunum í mögulegu eldgosi. Eitthvað virðist þó tefja kviku í að koma upp innan bæjarmarka Grindavíkur. Gamall sigdalur í Grindavík Ef til Eldgoss komi myndi sennilega gjósa norðan við Hagafell. Ef sú yrði raunin myndi hraun renna í átt að Grindavík. Varðandi landsig í Grindavík segir Þorvaldur greinilega gliðnun eiga sér stað. „Vesturhlutinn er að færast vestur og austurhlutinn austur. Þá myndast bil og þá sígur spildan sem er inni í,“ sagði Þorvaldur. Botninn á sigdalnum í Grindavík sé því að síga. „En þetta er gamall sigdalur, og hann hefur greinilega myndast fyrir gosið sem var fyrir 2000 árum og myndaði Sundhnúkaröðina. Hann virðist hafa orðið virkur aftur í þessum hamförum.“ Þorvaldur sagði erfitt að spá fyrir um hvað gerist næst. „Það er enn kvika að streyma inn í kvikuhólfið og það er upplyfting sem mælist líka alveg út í Eldvörp. Möguleikarnir eru að þetta bara deyi út, sem mér finnst ólíklegt á þessu stigi, hinn möguleikinn er að það komi gos upp í Sundhnúkagígaröðinni. Annar möguleikinn er að Eldvörp taki við sér og það gjósi þar,“ sagði Þorvaldur.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira