LeBlanc birti í dag færslu á Instagram þar sem hann syrgði vin sinn og sagði það hafa verið heiður að deila með honum sviðinu. Það væri sömuleiðis heiður að geta kallað Perry vin sinn.
„Ég mun alltaf brosa þegar ég hugsa um þig og mun aldrei gleyma þér. Aldrei,“ skrifaði LeBlanc.
„Dreifðu úr vængjunum og fljúgðu bróðir. Þú ert loks frjáls."
LeBlanc endaði svo færsluna á: „Ætli þú megir ekki eiga þessa tuttugu dali sem þú skuldar mér."