Ósáttur við skipulagið: Súrt að vera snúið við í heimreiðinni Oddur Ævar Gunnarsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 14. nóvember 2023 16:38 Feðginin voru svo gott sem komin heim að dyrum þegar þeim var snúið við vegna rýmingar. Vísir/Arnar Sigurður Kristinsson og Kristjana Bjarklind Sigurðardóttir voru mætt til Grindavíkur til að sækja verðmæti þegar rýming hófst. Þau voru mætt um eitt leytið í dag. Eins og fram hefur komið var bærinn rýmdur á þriðja tímanum í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var það vegna þess að lögreglu barst boð þess efnis frá samhæfingarstöð almannavarna. Boðið var svo afturkallað en lögregla hafði þá þegar hafið rýmingu og var talið of seint að hætta við. Ekki sáttur við skipulagið Sigurður og Kristjana lögðu af stað frá Keflavík klukkan 9:30 í morgun. Þau biðu frá klukkan eitt við lokunarpóst og voru í fylgd með björgunarsveitum og og komið að þeim að sækja verðmæti sín þegar boð um rýmingu bárust. „Ég missti af þessu í gær og ég var að vonast í dag að ég kæmist en það fór eins og það fór. Skipulagið var alveg hræðilegt fannst mér, á því hvernig þetta var gert. Það var byrjað efst í bænum og rennt niður allar götur í stað in fyrir að byrja og taka hættulegustu svæðin og á sama stað, vera búin að skipuleggja. Nei nei, það gekk ekki.“ Snúið við fyrir framan húsið Sigurður býr á Vesturbraut í Grindavík. Það er neðst í bænum. Þau voru í fylgd með björgunarsveitum þegar boð um rýmingu bárust. Það stóð til að þú færir í húsið í dag en hvað gerðist? „Ja, það var bara rekið úr bænum rétt áður en við gátum farið inn. Það var meira að segja verið að keyra framhjá húsinu okkar og það var snúið við fyrir framan húsið. Þá fór sírenan í gang.“ Þið voruð komin að húsinu? „Já. Voða gaman.“ Hvernig líður þér með þetta? „Það er víst að sætta sig bara við þetta,“ segir Sigurður og Kristjana skýtur því inn að hann sé voða stóískur. „Ég er svo gamall greyið. Ég er að verða 84 ára.“ Langaði að ná í gítarinn og dót eiginkonu sinnar Sigurður segir að þegar hann hafi yfirgefið húsið sitt hafi allt verið hrunið í stofunni. Hann hafi þurft að týna upp glerbrot úr forstofunni til að finna skóna sína og komast út. Kristjana segir að pabbi sinn hafi gleymt úlpu á leið út. Var eitthvað virkilega nauðsynlegt sem þú þurftir að sækja heim? „Ah, mig langaði að taka meðöl sem ég átti eftir og föt á mig og þvíumlíkt,“ segir Sigurður. Kristjana segir pabba sinn líka hafa viljað ná í gítarinn sinn. „Og svo dót frá mömmu, sem er farin,“ segir Kristjana. Sigurður segir hana hafa dáið fyrir átta árum. „Og átti akkúrat afmæli í gær,“ segir Kristjana. „Það er svona.“ Lóðsuðu viðbragðsaðila í gegnum bæinn Það hefur verið súrt að þurfa að snúa frá í dag og komast ekki inn? „Það er það. Það er ekkert hægt að segja annað.“ Kristjana segir þau feðgin hafa lóðsað viðbragðsaðila í gegnum bæinn í dag. Bílstjórinn hafi ekki þekkt hverfið. „Við erum að fá björgunarsveitir alls staðar að og það er ótrúlega gott að þau geti hjálpað okkur og allt þetta, en eins og hann sagði, það hefði mátt vera örlítið meira skipulagt.“ „Ja, pínulítið meira en örlítið,“ skýtur pabbi hennar inn í. Ertu vongóður um að þú getir kannski komið á morgun? „Ég hef bara ekki grænan grun. Það kemur bara í ljós hvað þeim dettur í hug,“ segir Sigurður. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Eins og fram hefur komið var bærinn rýmdur á þriðja tímanum í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var það vegna þess að lögreglu barst boð þess efnis frá samhæfingarstöð almannavarna. Boðið var svo afturkallað en lögregla hafði þá þegar hafið rýmingu og var talið of seint að hætta við. Ekki sáttur við skipulagið Sigurður og Kristjana lögðu af stað frá Keflavík klukkan 9:30 í morgun. Þau biðu frá klukkan eitt við lokunarpóst og voru í fylgd með björgunarsveitum og og komið að þeim að sækja verðmæti sín þegar boð um rýmingu bárust. „Ég missti af þessu í gær og ég var að vonast í dag að ég kæmist en það fór eins og það fór. Skipulagið var alveg hræðilegt fannst mér, á því hvernig þetta var gert. Það var byrjað efst í bænum og rennt niður allar götur í stað in fyrir að byrja og taka hættulegustu svæðin og á sama stað, vera búin að skipuleggja. Nei nei, það gekk ekki.“ Snúið við fyrir framan húsið Sigurður býr á Vesturbraut í Grindavík. Það er neðst í bænum. Þau voru í fylgd með björgunarsveitum þegar boð um rýmingu bárust. Það stóð til að þú færir í húsið í dag en hvað gerðist? „Ja, það var bara rekið úr bænum rétt áður en við gátum farið inn. Það var meira að segja verið að keyra framhjá húsinu okkar og það var snúið við fyrir framan húsið. Þá fór sírenan í gang.“ Þið voruð komin að húsinu? „Já. Voða gaman.“ Hvernig líður þér með þetta? „Það er víst að sætta sig bara við þetta,“ segir Sigurður og Kristjana skýtur því inn að hann sé voða stóískur. „Ég er svo gamall greyið. Ég er að verða 84 ára.“ Langaði að ná í gítarinn og dót eiginkonu sinnar Sigurður segir að þegar hann hafi yfirgefið húsið sitt hafi allt verið hrunið í stofunni. Hann hafi þurft að týna upp glerbrot úr forstofunni til að finna skóna sína og komast út. Kristjana segir að pabbi sinn hafi gleymt úlpu á leið út. Var eitthvað virkilega nauðsynlegt sem þú þurftir að sækja heim? „Ah, mig langaði að taka meðöl sem ég átti eftir og föt á mig og þvíumlíkt,“ segir Sigurður. Kristjana segir pabba sinn líka hafa viljað ná í gítarinn sinn. „Og svo dót frá mömmu, sem er farin,“ segir Kristjana. Sigurður segir hana hafa dáið fyrir átta árum. „Og átti akkúrat afmæli í gær,“ segir Kristjana. „Það er svona.“ Lóðsuðu viðbragðsaðila í gegnum bæinn Það hefur verið súrt að þurfa að snúa frá í dag og komast ekki inn? „Það er það. Það er ekkert hægt að segja annað.“ Kristjana segir þau feðgin hafa lóðsað viðbragðsaðila í gegnum bæinn í dag. Bílstjórinn hafi ekki þekkt hverfið. „Við erum að fá björgunarsveitir alls staðar að og það er ótrúlega gott að þau geti hjálpað okkur og allt þetta, en eins og hann sagði, það hefði mátt vera örlítið meira skipulagt.“ „Ja, pínulítið meira en örlítið,“ skýtur pabbi hennar inn í. Ertu vongóður um að þú getir kannski komið á morgun? „Ég hef bara ekki grænan grun. Það kemur bara í ljós hvað þeim dettur í hug,“ segir Sigurður.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira