Afþakkaði verðlaun til að forðast vesen Helena Rós Sturludóttir skrifar 14. nóvember 2023 15:08 Tónlistarmaðurinn Örn Elías Guðmundsson betur þekktur sem Mugison var sá sem afþakkaði titilinn bæjarlistamaður Ísafjarðarbæjar árið 2023. Stöð 2 Ekkert verður af útnefningu bæjarlistamanns Ísafjarðarbæjar árið 2023 þar sem listamaðurinn sem hlaut titilinn í ár hefur afþakkað hann. Áætlaðir fjármunir vegna verðlaunafjár bæjarlistarmannsins sem eru tvö hundruð þúsund krónur verða nýttir til frekari jólaskreytinga í sveitarfélaginu þess í stað. Greint er frá málinu á vef Ísafjarðarbæjar en þar kemur fram að á fundi menningarmálanefndar hafi verið tekin ákvörðun um útnefningu bæjarlistamanns 2023. Skömmu áður en útnefning átti að fara fram með viðhöfn á Veturnóttum í lok október hafi listamaðurinn afþakkað útnefninguna. Tónlistarmaðurinn Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem Mugison, er sá sem átti að taka við verðlaununum. „Það var ég sem afþakkaði“Mugison greinir sjálfur frá málinu á Facebook-síðu sinni. „Það var ég sem afþakkaði - ég var beðinn um að koma í lok mánaðarins til að taka á móti heiðrinum og þar sem ég er að spila á 18 tónleikum næstu fjórar vikur - úti um allt land þá vildi ég ekki vera með vesen og „heimta“ að þau færðu dagsetninguna sem þau eru vön að afhenda þetta á,“ útskýrir Mugison sem bætir við að honum þyki mjög vænt um útnefninguna. „Stuðkveðjur vestur,“ segir hann jafnframt. Menningarmálanefnd tók þá ákvörðun í kjölfar þess að Mugison afþakkaði verðlaunin að ekkert yrði af útnefningu í ár. Þess í stað yrðu áætlaðir fjármunir vegna verðlaunafjár bæjarlistamanns 2023, að upphæð tvö hundruð þúsund krónum, frekar nýttir til frekari jólaskreytinga í sveitarfélaginu. Ísafjarðarbær Menning Tónlist Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Greint er frá málinu á vef Ísafjarðarbæjar en þar kemur fram að á fundi menningarmálanefndar hafi verið tekin ákvörðun um útnefningu bæjarlistamanns 2023. Skömmu áður en útnefning átti að fara fram með viðhöfn á Veturnóttum í lok október hafi listamaðurinn afþakkað útnefninguna. Tónlistarmaðurinn Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem Mugison, er sá sem átti að taka við verðlaununum. „Það var ég sem afþakkaði“Mugison greinir sjálfur frá málinu á Facebook-síðu sinni. „Það var ég sem afþakkaði - ég var beðinn um að koma í lok mánaðarins til að taka á móti heiðrinum og þar sem ég er að spila á 18 tónleikum næstu fjórar vikur - úti um allt land þá vildi ég ekki vera með vesen og „heimta“ að þau færðu dagsetninguna sem þau eru vön að afhenda þetta á,“ útskýrir Mugison sem bætir við að honum þyki mjög vænt um útnefninguna. „Stuðkveðjur vestur,“ segir hann jafnframt. Menningarmálanefnd tók þá ákvörðun í kjölfar þess að Mugison afþakkaði verðlaunin að ekkert yrði af útnefningu í ár. Þess í stað yrðu áætlaðir fjármunir vegna verðlaunafjár bæjarlistamanns 2023, að upphæð tvö hundruð þúsund krónum, frekar nýttir til frekari jólaskreytinga í sveitarfélaginu.
Ísafjarðarbær Menning Tónlist Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira