Fer heim „um leið og þetta helvítis eldgos drullar sér upp“ Oddur Ævar Gunnarsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 14. nóvember 2023 13:53 Steinunn Sesselja Sigurðardóttir ætlaði sér ekki að fara neitt á föstudagskvöld og mun snúa aftur til síns heima í Grindavík að öllu þessu loknu. Vísir/Arnar Steinunn Sesselja Sigurðardóttir segist ekki ætla að yfirgefa Grindavík. Heimili hennar virðist hafa sloppið vel í skjálftunum. Hún yfirgaf húsið sitt á miðnætti á föstudag og bíður þess að eldgosið láti sjá sig. Eins og greint hefur verið frá hafa almannavarnir heimilað íbúum í Grindavík að sækja nauðsynjar í fylgd með björgunarsveitum í dag. Aðgerðirnar standa yfir til klukkan 16:00, á meðan enn er dagsbirta. Langar aftur heim Hverju ertu að reyna að bjarga? „Bara því sem mér er dýrmætt. Myndir af foreldrum mínum. Reyna bara að ná því sem ég get, ég veit ekki hvað,“ segir Steinunn og eðli málsins samkvæmt er um tilfinningaríka stund að ræða. Hún segir ekkert erfitt að koma aftur á heimilið sitt. Hana langar bara að komast aftur heim til Grindavíkur, þar sem hún ætlar að vera. Þig langar að komast aftur heim? „Já. Ég ætla mér að koma aftur heim. Ég ætla ekki að yfirgefa Grindavík.“ Heima að borða pizzur á föstudagskvöld Steinunn segir það koma sér á óvart hve lítið sjái á heimilinu eftir skjálftana. Myndirnar hennar séu til að mynda enn á sínum stað. Er þetta betra en þú áttir von á? „Miklu betra. Ég var hérna allan föstudaginn fram að miðnætti. Við sátum hérna bara og vorum að borða pizzu í öllum þessum skjálftum og öðru þangað til að við fengum tilkynningu um að koma okkur út. Þá náttúrulega rauk maður bara út.“ Þið ætluðuð ekkert að fara fyrr en ykkur var sagt að rýma? „Við ætluðum ekkert að fara. Við ætluðum bara að vera. Ég meina, maður er búinn að þola alla þessa jarðskjálfta hingað til. Og ég get alveg þolað jarðskjálftana. Það er ekkert mál. Mér finnst það ekki neitt. En mér finnst bara leiðinlegt að þurfa að yfirgefa þetta. Ég vil bara vera hérna.“ Þig langar bara aftur heim? „Mig langar bara aftur heim.“ Þetta helvítis eldgos má drulla sér upp Steinunn segist núna dvelja í Þorlákshöfn. Þar dvelur hún í hjólhýsi á lóð dóttur sinnar sem þar býr. Hvenær heldurðu að þú komir svo aftur hingað? „Ég vona bara sem fyrst. Um leið og þetta helvítis eldgos getur drullað sér upp og það verður hægt að koma hingað aftur, þá geri ég það um leið.“ Þú bíður eftir eldgosi? „Ég bíð eftir því. Ég vil bara koma heim.“ Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Eins og greint hefur verið frá hafa almannavarnir heimilað íbúum í Grindavík að sækja nauðsynjar í fylgd með björgunarsveitum í dag. Aðgerðirnar standa yfir til klukkan 16:00, á meðan enn er dagsbirta. Langar aftur heim Hverju ertu að reyna að bjarga? „Bara því sem mér er dýrmætt. Myndir af foreldrum mínum. Reyna bara að ná því sem ég get, ég veit ekki hvað,“ segir Steinunn og eðli málsins samkvæmt er um tilfinningaríka stund að ræða. Hún segir ekkert erfitt að koma aftur á heimilið sitt. Hana langar bara að komast aftur heim til Grindavíkur, þar sem hún ætlar að vera. Þig langar að komast aftur heim? „Já. Ég ætla mér að koma aftur heim. Ég ætla ekki að yfirgefa Grindavík.“ Heima að borða pizzur á föstudagskvöld Steinunn segir það koma sér á óvart hve lítið sjái á heimilinu eftir skjálftana. Myndirnar hennar séu til að mynda enn á sínum stað. Er þetta betra en þú áttir von á? „Miklu betra. Ég var hérna allan föstudaginn fram að miðnætti. Við sátum hérna bara og vorum að borða pizzu í öllum þessum skjálftum og öðru þangað til að við fengum tilkynningu um að koma okkur út. Þá náttúrulega rauk maður bara út.“ Þið ætluðuð ekkert að fara fyrr en ykkur var sagt að rýma? „Við ætluðum ekkert að fara. Við ætluðum bara að vera. Ég meina, maður er búinn að þola alla þessa jarðskjálfta hingað til. Og ég get alveg þolað jarðskjálftana. Það er ekkert mál. Mér finnst það ekki neitt. En mér finnst bara leiðinlegt að þurfa að yfirgefa þetta. Ég vil bara vera hérna.“ Þig langar bara aftur heim? „Mig langar bara aftur heim.“ Þetta helvítis eldgos má drulla sér upp Steinunn segist núna dvelja í Þorlákshöfn. Þar dvelur hún í hjólhýsi á lóð dóttur sinnar sem þar býr. Hvenær heldurðu að þú komir svo aftur hingað? „Ég vona bara sem fyrst. Um leið og þetta helvítis eldgos getur drullað sér upp og það verður hægt að koma hingað aftur, þá geri ég það um leið.“ Þú bíður eftir eldgosi? „Ég bíð eftir því. Ég vil bara koma heim.“
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira