Lýstu áhyggjum af víðtækum undanþágum frá lögum vegna gjaldtöku Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. nóvember 2023 10:55 Áætlað er að vernargarðurinn í kringum Svartsengi og Bláa lónið verði um fjórir kílómetrar að lengd. Verkís Minnihluti allsherjar- og menntamálanefndar lagði til að ákvæði frumvarps um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga er varða sértaka gjaldtöku vegna framkvæmda við varnargarða í nágrenni við Svartsengi yrðu felld á brott áður en frumvarpið yrði samþykkt. Þá lagði minnihlutinn til að útgjöldunum yrði þess í stað fundinn staður innan ramma fjárlaga og vinna hafin að mótun langtímastefnu varðandi fjármögnun varnaraðgerða. Minnihlutinn benti á það í áliti sínu að samkvæmt frumvarpinu væri undirbúningur, taka og framkvæmd ákvörðunar um nauðsynlegar framkvæmdir í þágu almannavarna undanþegin ákvæðum níu lagabálka. Þessar víðtæku undanþágur frá lögum sem ætlað væri að standa vörð um hagsmuni almennings og umhverfis væru áhyggjuefni. „Hér má sérstaklega nefna stjórnsýslulög sem tryggja eiga grundvallarréttindi borgara landsins og ekki verður séð að geti valdið teljandi töfum á nauðsynlegum framkvæmdum. Einnig er lagt til að víkja til hliðar ákvæðum laga sem snúast um upplýsingarétt almennings, um að ráðherra skuli gæta að hæfi sínu, um að tryggja samráð við sveitarfélög og að framkvæmt skuli umhverfismat, svo eitthvað sé nefnt,“ segir í álitinu. „Ekki verður séð að nauðsynlegt sé að ganga svo langt í skerðingu annarra réttinda til að unnt sé að ná markmiði frumvarpsins um að tryggja rétt íbúa Suðurnesja til varna og grundvallarþjónustu.“ Þá segir að nefndinni hafi ekki verið gefið ráðrúm til að greina hvaða lagaákvæðum mætti telja eðlilegt að víkja til hliðar á neyðarstundu og hverjum ekki. Þannig teldi minnihlutinn sig ekki hafa forsendur til að gera tillögur að breytingum á þessum lið frumvarpsins. „Samkvæmt greinargerð er forvarnagjaldinu ætlað að vera tímabundið, en í flutningsræðu forsætisráðherra kom skýrt fram að áform séu um að taka upp sambærilega gjaldtöku með varanlegum hætti á næstu árum til að standa straum af kostnaði sem kann að hljótast af aukinni eldvirkni og vaxandi hættu á vatnsflóðum,“ segir í álitinu. „Ef ríkisstjórnin telur ástæðu til að koma slíkri gjaldtöku á með varanlegum hætti væri eðlilegt að ræða kosti og galla slíkrar umgjarðar í sjálfstæðu þingmáli sem fengi fulla þinglega meðferð, frekar en að stíga fyrstu skrefin í þá átt með frumvarpi sem afgreitt er á einum degi.“ Óljóst væri hvers vegna asi væri á málinu, þar sem gjaldtökuákvæðið tæki ekki gildi fyrr en um áramót. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Alþingi Skattar og tollar Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Þá lagði minnihlutinn til að útgjöldunum yrði þess í stað fundinn staður innan ramma fjárlaga og vinna hafin að mótun langtímastefnu varðandi fjármögnun varnaraðgerða. Minnihlutinn benti á það í áliti sínu að samkvæmt frumvarpinu væri undirbúningur, taka og framkvæmd ákvörðunar um nauðsynlegar framkvæmdir í þágu almannavarna undanþegin ákvæðum níu lagabálka. Þessar víðtæku undanþágur frá lögum sem ætlað væri að standa vörð um hagsmuni almennings og umhverfis væru áhyggjuefni. „Hér má sérstaklega nefna stjórnsýslulög sem tryggja eiga grundvallarréttindi borgara landsins og ekki verður séð að geti valdið teljandi töfum á nauðsynlegum framkvæmdum. Einnig er lagt til að víkja til hliðar ákvæðum laga sem snúast um upplýsingarétt almennings, um að ráðherra skuli gæta að hæfi sínu, um að tryggja samráð við sveitarfélög og að framkvæmt skuli umhverfismat, svo eitthvað sé nefnt,“ segir í álitinu. „Ekki verður séð að nauðsynlegt sé að ganga svo langt í skerðingu annarra réttinda til að unnt sé að ná markmiði frumvarpsins um að tryggja rétt íbúa Suðurnesja til varna og grundvallarþjónustu.“ Þá segir að nefndinni hafi ekki verið gefið ráðrúm til að greina hvaða lagaákvæðum mætti telja eðlilegt að víkja til hliðar á neyðarstundu og hverjum ekki. Þannig teldi minnihlutinn sig ekki hafa forsendur til að gera tillögur að breytingum á þessum lið frumvarpsins. „Samkvæmt greinargerð er forvarnagjaldinu ætlað að vera tímabundið, en í flutningsræðu forsætisráðherra kom skýrt fram að áform séu um að taka upp sambærilega gjaldtöku með varanlegum hætti á næstu árum til að standa straum af kostnaði sem kann að hljótast af aukinni eldvirkni og vaxandi hættu á vatnsflóðum,“ segir í álitinu. „Ef ríkisstjórnin telur ástæðu til að koma slíkri gjaldtöku á með varanlegum hætti væri eðlilegt að ræða kosti og galla slíkrar umgjarðar í sjálfstæðu þingmáli sem fengi fulla þinglega meðferð, frekar en að stíga fyrstu skrefin í þá átt með frumvarpi sem afgreitt er á einum degi.“ Óljóst væri hvers vegna asi væri á málinu, þar sem gjaldtökuákvæðið tæki ekki gildi fyrr en um áramót.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Alþingi Skattar og tollar Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira