Grindvíkingar þurfa ekki að tilkynna tjón strax: „Það þarf ekki að bæta álagi á þau“ Árni Sæberg skrifar 14. nóvember 2023 10:47 Ekki er nauðsynlegt að tilkynna þetta tjón á hjúkrunarheimilinu í Grindavík strax. Vísir/Vilhelm Vegna þeirra jarðhræringa sem nú eiga sér stað í Grindavík bendir Náttúruhamfaratrygging Íslands íbúum á að stofnunin gerir ekki kröfu um að tilkynningar séu sendar inn fyrr en eftir að neyðarstigi hefur verið aflétt. Þetta segir í tilkynningu á vef stofnunarinnar. Þar segir að eigendur, sem hafa orðið fyrir eða verða fyrir tjóni vegna náttúruhamfara, muni því sjálfir hafa tækifæri til að skoða eignir sínar áður en tjón er tilkynnt. Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri Náttúruhamfaratrygginga, segir í samtali við Vísi að einhverjar tilkynningar hafi þegar takið að berast en hún hafi ekki nákvæma tölu á þeim. Tilkynningin hafi ekki verið send vegna þess að holskefla tilkynninga hafi komið yfir stofnunina. Starfsfólk hennar hafi orðið vart við áhyggjur Grindvíkinga um orðalag laga um Náttúruhamfaratryggingu Íslands. Þar segir að tilkynna beri tjón án tafar. Það þýðir þó ekki að fólk þurfi að tilkynna tjón áður en vátryggingaratburði lýkur. „Við vildum bara að fólk væri rólegt yfir því að það væri enginn að reka á eftir þeim núna. Það þarf ekki að bæta álagi á þau vegna þess.“ Fargi alls ekki skemmdum munum Þá vilji Náttúruhamfaratrygging benda á mikilvægi þess að farga hvorki né henda munum sem orðið hafa fyrir tjóni. Allar húseignir á Íslandi séu vátryggðar hjá Náttúruhamfaratryggingu gegn beinu tjóni af völdum náttúruhamfara. Jafnframt sé innbú og lausafé vátryggt gegn náttúruhamförum, ef það er brunatryggt hjá einu af almennu vátryggingarfélögunum, til dæmis með heimilistryggingu. Mikilvægt sé að varðveita skemmda og ónýta muni þar til matsmaður hefur fengið tækifæri til að leggja mat á tjónið og ákveða hvernig förgun þeirra skuli háttað. Hámark bótafjárhæðar taki mið af brunabótamati húseignar og vátryggingarfjárhæð lausafjár eins og hún er skráð í vátryggingarskírteini. Eigandi beri tvö prósent eigin áhættu af hverju tjóni. Eigin áhætta á húseignum sé að lágmarki 400 þúsund krónur og eigin áhætta á lausafé að lágmarki 200 þúsund krónur. Tryggingar Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu á vef stofnunarinnar. Þar segir að eigendur, sem hafa orðið fyrir eða verða fyrir tjóni vegna náttúruhamfara, muni því sjálfir hafa tækifæri til að skoða eignir sínar áður en tjón er tilkynnt. Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri Náttúruhamfaratrygginga, segir í samtali við Vísi að einhverjar tilkynningar hafi þegar takið að berast en hún hafi ekki nákvæma tölu á þeim. Tilkynningin hafi ekki verið send vegna þess að holskefla tilkynninga hafi komið yfir stofnunina. Starfsfólk hennar hafi orðið vart við áhyggjur Grindvíkinga um orðalag laga um Náttúruhamfaratryggingu Íslands. Þar segir að tilkynna beri tjón án tafar. Það þýðir þó ekki að fólk þurfi að tilkynna tjón áður en vátryggingaratburði lýkur. „Við vildum bara að fólk væri rólegt yfir því að það væri enginn að reka á eftir þeim núna. Það þarf ekki að bæta álagi á þau vegna þess.“ Fargi alls ekki skemmdum munum Þá vilji Náttúruhamfaratrygging benda á mikilvægi þess að farga hvorki né henda munum sem orðið hafa fyrir tjóni. Allar húseignir á Íslandi séu vátryggðar hjá Náttúruhamfaratryggingu gegn beinu tjóni af völdum náttúruhamfara. Jafnframt sé innbú og lausafé vátryggt gegn náttúruhamförum, ef það er brunatryggt hjá einu af almennu vátryggingarfélögunum, til dæmis með heimilistryggingu. Mikilvægt sé að varðveita skemmda og ónýta muni þar til matsmaður hefur fengið tækifæri til að leggja mat á tjónið og ákveða hvernig förgun þeirra skuli háttað. Hámark bótafjárhæðar taki mið af brunabótamati húseignar og vátryggingarfjárhæð lausafjár eins og hún er skráð í vátryggingarskírteini. Eigandi beri tvö prósent eigin áhættu af hverju tjóni. Eigin áhætta á húseignum sé að lágmarki 400 þúsund krónur og eigin áhætta á lausafé að lágmarki 200 þúsund krónur.
Tryggingar Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira