Nýjar myndir staðfesta sig upp á allt að einn metra Árni Sæberg skrifar 13. nóvember 2023 16:47 Sigið er mikið. Vísir/Vilhelm Út frá greiningu á gervitunglagögnum sem Veðurstofan vann 12. nóvember kemur í ljós að nokkurs konar sigdalur hefur myndast sem liggur í gegnum hluta Grindavíkurbæjar. Gögnin sýna að í tengslum við myndun kvikugangsins hefur land í vesturhluta byggðarinnar sigið um allt að einn metra. Þetta segir í uppfærðri tilkynningu á vef Veðurstofunnar. Veðurstofa Íslands Þessi mynd, sem byggð er á breytingum milli 10. og 11. nóvember, sýni breytingu sem varð á yfirborði við myndun kvikugangsins. Bláir litir tákna landsig og á myndinni má greinilega sjá legu kvikugangsins og sigdalinn sem myndast hefur við suðurenda hans. Bylgjuvíxlrit sýnir umfangsmikið aflögunarsvið Í tilkynningunni segir að gervitunglamynd (COSMO-SkyMed), svokallað bylgjuvíxlrit, sem nær yfir tímabilið 3.-11. nóvember, sýni umfangsmikið aflögunarsvið sem tengist kvikuinnskotinu sem hófst síðdegis 10. nóvember hjá Svartsengi. Veðurstofa Íslands „Þetta bylgjuvíxlrit gerði vísindamönnum kleift að reikna líkan til að áætla umfang kvikugangsins. Niðurstaðan var að kvikugangurinn er um 15 km langur og að kvikan lægi á um 800 m dýpi þar sem hún væri grynnst. Út frá líkaninu var rúmmálsbreytingin í tengslum við myndun gangsins væri um 70 milljónir rúmmetra.“ Myndin hafi verið hluti af þeim gögnum sem voru samtúlkuð af vísindafólki Veðurstofunnar og Háskóla Íslands og sú niðurstaða verið notuð til grundvallar þeirri ákvörðun almannavarna að rýma Grindavíkurbæ föstudagskvöldið 10. nóvember. Verið að vinna að nýjum líkönum Verið sé að vinna ný líkön byggð á nýrri ICEYE gervitunglamynd og einnig nýjum GPS mælingum sem ná yfir síðustu þróun virkninnar síðasta sólarhringinn. Þau líkön komi til með að gefa betri mynd af þróun kvikugangsins og magn kviku sem flæðir inn í ganginn. Veðurstofa Íslands Þessi mynd, sem byggð er á breytingum milli 10. og 11. nóvember, sýni breytingu sem varð á yfirborði við myndun kvikugangsins. Bláir litir tákni landsig og á myndinni megi greinilega sjá legu kvikugangsins og sigdalinn sem myndast hefur við suðurenda hans. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Þetta segir í uppfærðri tilkynningu á vef Veðurstofunnar. Veðurstofa Íslands Þessi mynd, sem byggð er á breytingum milli 10. og 11. nóvember, sýni breytingu sem varð á yfirborði við myndun kvikugangsins. Bláir litir tákna landsig og á myndinni má greinilega sjá legu kvikugangsins og sigdalinn sem myndast hefur við suðurenda hans. Bylgjuvíxlrit sýnir umfangsmikið aflögunarsvið Í tilkynningunni segir að gervitunglamynd (COSMO-SkyMed), svokallað bylgjuvíxlrit, sem nær yfir tímabilið 3.-11. nóvember, sýni umfangsmikið aflögunarsvið sem tengist kvikuinnskotinu sem hófst síðdegis 10. nóvember hjá Svartsengi. Veðurstofa Íslands „Þetta bylgjuvíxlrit gerði vísindamönnum kleift að reikna líkan til að áætla umfang kvikugangsins. Niðurstaðan var að kvikugangurinn er um 15 km langur og að kvikan lægi á um 800 m dýpi þar sem hún væri grynnst. Út frá líkaninu var rúmmálsbreytingin í tengslum við myndun gangsins væri um 70 milljónir rúmmetra.“ Myndin hafi verið hluti af þeim gögnum sem voru samtúlkuð af vísindafólki Veðurstofunnar og Háskóla Íslands og sú niðurstaða verið notuð til grundvallar þeirri ákvörðun almannavarna að rýma Grindavíkurbæ föstudagskvöldið 10. nóvember. Verið að vinna að nýjum líkönum Verið sé að vinna ný líkön byggð á nýrri ICEYE gervitunglamynd og einnig nýjum GPS mælingum sem ná yfir síðustu þróun virkninnar síðasta sólarhringinn. Þau líkön komi til með að gefa betri mynd af þróun kvikugangsins og magn kviku sem flæðir inn í ganginn. Veðurstofa Íslands Þessi mynd, sem byggð er á breytingum milli 10. og 11. nóvember, sýni breytingu sem varð á yfirborði við myndun kvikugangsins. Bláir litir tákni landsig og á myndinni megi greinilega sjá legu kvikugangsins og sigdalinn sem myndast hefur við suðurenda hans.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira