Gjafsókn, Réttlæti hins sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar 13. nóvember 2023 11:32 Dómskerfið í landinu er svo dýrt og svo fjárhagslega áhættusamt og umfram allt vilhallt hinum sterka að það að reka einkamál fyrir dómstólum er almenningi yfirleitt ofviða. Það þýðir að mikill meirihluti landsmanna getur varla nýtt sér það til að rétta sinn hlut verði hann fyrir rangindum. Fyrir þá allra verst settu í þjóðfélaginu er samt unnt að sækja um svokallaða gjafsókn hjá dómsmálaráðuneytinu sem þýðir að mismikill hluti málsins er greiddur. Dómskerfi einkamála er meira og minna eingöngu ætlað hinum efnamestu í landinu, yfirstéttinni og meiri háttar fyrirtækjum og samtökum. Auðvitað eru til umfangslítil mál. Það er hins vegar sjaldgæft, svo ekki sé meira sagt, að heildar-kostnaðurinn hlaupi ekki á milljónum króna. Þessi atriði ýta félitlu fólki út úr dómskerfinu þannig að smám saman er það einungis sterk efnað fólk sem getur farið í dómsmál. Það borgar sig ekki bara fyrir þann sem svíkur fé út úr öðrum að ganga sem næst honum einungis peninganna vegna heldur einnig vegna þess að þá á hinn svikni erfiðara með að leita réttar síns vegna kostnaðarins. Ég hef heyrt um mál þar sem lagðar voru fram undirritaðar greiðsluviðurkenningar sem fólk kannaðist ekki við en átti ekki þær milljónir króna sem til þurfti til að standa undir rithandarrannsókn. Ef fengin er gjafsókn greiðir ríkið yfirleitt þóknun lögmanns auk beinna gjalda til dómstóla vegna málsins. Stundum er einnig greidd þóknun matsmanna. Fyrir kemur að sett er þak á kostnaðinn sem ríkið greiðir. Ef þeir sem fá gjafsóknina eru dæmdir til að greiða málskostnað tapi þeir málinu verða þeir sjálfir að inna hann af hendi. Hann hleypur yfirleitt á milljónum. Sækja þarf um gjafsókn til svokallaðrar gjafsóknarnefndar sem er til húsa og rekin í Dómsmálaráðuneytinu. Ef áfrýjað er mun yfirleitt þurfa að sækja um aftur, einnig ef hinn aðili málsins áfrýjar. Venjulega tekur 4 mánuði að fá svar. Í sérstökum tilvikum er þó unnt að fá flýtimeðferð. Þóknun lögmanna er greidd samkvæmt tímaskrift þeirra. Dómarar í málinu hafa eftirlit með henni og ákvörðunarvald. Dæmi eru um að þeir lækki hana jafnvel svo um munar auk þess sem ríkið greiðir þeim nokkurn veginn lágmarkstaxta. Margir lögmenn taka alls ekki að sér mál af þessu tagi en aðrir sem þó gera það una oft illa við sinn hlut bæði vegna umstangs og lítilla og óöruggra tekna. Með tilliti til þess að lögmenn fá yfirleitt alltaf að leika sér nánast alveg eins og þeir vilja í dómskerfinu er athyglisvert hve stjórnvöld grípa þarna inn í þegar þau eru að reyna að rétta hlut þeirra verst stöddu. Þarna segir réttlæti hins sterka svo sannarlega til sín. Oftast munu það vera lögmenn sem sækja um gjafsókn fyrir hönd skjólstæðinga sinna. Þeir vita yfirleitt hvar mörkin liggja þannig að meirihluti umsókna mun vera samþykktur. Árið 2021 voru um 150 mál rekin á grunni gjafsóknar. Þar af voru einhver mál fyrir Landsrétti og Hæstarétti. Um flestar tegundir dómsmála gilda nokkuð ákveðnar reglur svo sem um mánaðartekjur og eignir. Einstaklingar mega yfirleitt ekki hafa hærri mánaðartekjur en rúmlega 350 þúsund krónur á mánuði og hjón ekki nema um 550 þúsund krónur. Fólk má ekki eiga eignir að ráði til að gjafsókn sé samþykkt og til dæmis ekki íbúð. Er málið þá metið sérstaklega. Við hvert barn sem viðkomandi hefur á sínu framfæri hækka þessar upphæðir um 50 þúsund krónur. Nefnd metur fjárhagsaðstæður í hverju tilfelli og framkvæmir einhvers konar mat á möguleikunum á því að málið geti unnist. Í sérstökum tilfellum kemur fyrir að rýmri reglur gildi. Gjafsókn er til að mynda alltaf samþykkt varði það dómsmál sem stafar af því að börn séu tekin af heimilum sínum í barnaverndarskyni. Upphæðirnar hækka ekki í samræmi við vísitöluhækkanir heldur þarf samþykkt Alþingis til þess. Mér virðist að þær hafi alls ekki fylgt síðustu launahækkunum við mat á því hvort gjafsókn komi til greina. Er þá átt við launahækkanir sem hafa komið í hlut launafólks frá árinu 2018. Freistandi er að uppfæra og laga þetta kerfi svo það geti orðið auðveldara í notkun og náð út fyrir núverandi mörk þannig að dálítið tekjuhærra fólk gæti fengið hluta kostnaðarins greiddan samkvæmt nánar skilgreindum reglum. Núna er það ekki tilfellið. Einnig þurfa greiðslurnar að breytast í samræmi við launavísitölu. Þá er eftir að spyrja hvort þetta gangi svona? Kerfið virðist koma mörgum að einhverju gagni en virðist í of mörgum atriðum bregða fæti fyrir sjálft sig. Dæmi hver fyrir sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jörgen Ingimar Hansson Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Sjá meira
Dómskerfið í landinu er svo dýrt og svo fjárhagslega áhættusamt og umfram allt vilhallt hinum sterka að það að reka einkamál fyrir dómstólum er almenningi yfirleitt ofviða. Það þýðir að mikill meirihluti landsmanna getur varla nýtt sér það til að rétta sinn hlut verði hann fyrir rangindum. Fyrir þá allra verst settu í þjóðfélaginu er samt unnt að sækja um svokallaða gjafsókn hjá dómsmálaráðuneytinu sem þýðir að mismikill hluti málsins er greiddur. Dómskerfi einkamála er meira og minna eingöngu ætlað hinum efnamestu í landinu, yfirstéttinni og meiri háttar fyrirtækjum og samtökum. Auðvitað eru til umfangslítil mál. Það er hins vegar sjaldgæft, svo ekki sé meira sagt, að heildar-kostnaðurinn hlaupi ekki á milljónum króna. Þessi atriði ýta félitlu fólki út úr dómskerfinu þannig að smám saman er það einungis sterk efnað fólk sem getur farið í dómsmál. Það borgar sig ekki bara fyrir þann sem svíkur fé út úr öðrum að ganga sem næst honum einungis peninganna vegna heldur einnig vegna þess að þá á hinn svikni erfiðara með að leita réttar síns vegna kostnaðarins. Ég hef heyrt um mál þar sem lagðar voru fram undirritaðar greiðsluviðurkenningar sem fólk kannaðist ekki við en átti ekki þær milljónir króna sem til þurfti til að standa undir rithandarrannsókn. Ef fengin er gjafsókn greiðir ríkið yfirleitt þóknun lögmanns auk beinna gjalda til dómstóla vegna málsins. Stundum er einnig greidd þóknun matsmanna. Fyrir kemur að sett er þak á kostnaðinn sem ríkið greiðir. Ef þeir sem fá gjafsóknina eru dæmdir til að greiða málskostnað tapi þeir málinu verða þeir sjálfir að inna hann af hendi. Hann hleypur yfirleitt á milljónum. Sækja þarf um gjafsókn til svokallaðrar gjafsóknarnefndar sem er til húsa og rekin í Dómsmálaráðuneytinu. Ef áfrýjað er mun yfirleitt þurfa að sækja um aftur, einnig ef hinn aðili málsins áfrýjar. Venjulega tekur 4 mánuði að fá svar. Í sérstökum tilvikum er þó unnt að fá flýtimeðferð. Þóknun lögmanna er greidd samkvæmt tímaskrift þeirra. Dómarar í málinu hafa eftirlit með henni og ákvörðunarvald. Dæmi eru um að þeir lækki hana jafnvel svo um munar auk þess sem ríkið greiðir þeim nokkurn veginn lágmarkstaxta. Margir lögmenn taka alls ekki að sér mál af þessu tagi en aðrir sem þó gera það una oft illa við sinn hlut bæði vegna umstangs og lítilla og óöruggra tekna. Með tilliti til þess að lögmenn fá yfirleitt alltaf að leika sér nánast alveg eins og þeir vilja í dómskerfinu er athyglisvert hve stjórnvöld grípa þarna inn í þegar þau eru að reyna að rétta hlut þeirra verst stöddu. Þarna segir réttlæti hins sterka svo sannarlega til sín. Oftast munu það vera lögmenn sem sækja um gjafsókn fyrir hönd skjólstæðinga sinna. Þeir vita yfirleitt hvar mörkin liggja þannig að meirihluti umsókna mun vera samþykktur. Árið 2021 voru um 150 mál rekin á grunni gjafsóknar. Þar af voru einhver mál fyrir Landsrétti og Hæstarétti. Um flestar tegundir dómsmála gilda nokkuð ákveðnar reglur svo sem um mánaðartekjur og eignir. Einstaklingar mega yfirleitt ekki hafa hærri mánaðartekjur en rúmlega 350 þúsund krónur á mánuði og hjón ekki nema um 550 þúsund krónur. Fólk má ekki eiga eignir að ráði til að gjafsókn sé samþykkt og til dæmis ekki íbúð. Er málið þá metið sérstaklega. Við hvert barn sem viðkomandi hefur á sínu framfæri hækka þessar upphæðir um 50 þúsund krónur. Nefnd metur fjárhagsaðstæður í hverju tilfelli og framkvæmir einhvers konar mat á möguleikunum á því að málið geti unnist. Í sérstökum tilfellum kemur fyrir að rýmri reglur gildi. Gjafsókn er til að mynda alltaf samþykkt varði það dómsmál sem stafar af því að börn séu tekin af heimilum sínum í barnaverndarskyni. Upphæðirnar hækka ekki í samræmi við vísitöluhækkanir heldur þarf samþykkt Alþingis til þess. Mér virðist að þær hafi alls ekki fylgt síðustu launahækkunum við mat á því hvort gjafsókn komi til greina. Er þá átt við launahækkanir sem hafa komið í hlut launafólks frá árinu 2018. Freistandi er að uppfæra og laga þetta kerfi svo það geti orðið auðveldara í notkun og náð út fyrir núverandi mörk þannig að dálítið tekjuhærra fólk gæti fengið hluta kostnaðarins greiddan samkvæmt nánar skilgreindum reglum. Núna er það ekki tilfellið. Einnig þurfa greiðslurnar að breytast í samræmi við launavísitölu. Þá er eftir að spyrja hvort þetta gangi svona? Kerfið virðist koma mörgum að einhverju gagni en virðist í of mörgum atriðum bregða fæti fyrir sjálft sig. Dæmi hver fyrir sig.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun