„Við bíðum og vonum að röðin komi að okkur“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. nóvember 2023 10:37 Erna Pálrún ásamt manni sínum Ómari. Þau bíða og vona eins og svo margir Grindvíkingar. Fjölmargir Grindvíkingar hafa ekki séð myndir af bænum sínum síðan allsherjarrýming var framkvæmd á föstudagskvöld. Íbúar í Grindavík óttast miklar skemmdir á húsum sínum. Íbúi í Grindavík vonast til að fá að sækja muni heim til sín. Erna Pálrún Árnadóttir fór í bíltúr með manni sínum og syni á föstudaginn óviss um vendingarnar sem yrðu síðar um kvöldið. „Við byrjuðum á því að fara í bíltúr með strákinn okkar og fórum svo bara og fengum okkur að borða á Selfossi. Svo fengum við bara ekkert að fara aftur heim,“ segir Erna Pálrún. „Það eina sem við vorum með voru hundarnir okkar og fötin sem við vorum í.“ Hún segir það hafa verið óþægilega tilfinningu að fá ekki að fara aftur heim til sín. „Maður fer í pínu panic og sjokk. Hvað maður á að gera? Héldum að við færum aftur heim á laugardaginnn,“ segir Erna Pálrún. Vafalaust voru fleiri Grindvíkingar sem áttu von á því að fá að fara aftur heim daginn eftir. Ekki hefur orðið af því enn þá þó nýjustu tíðindi hljóði upp á að fólk fái að fara með björgunarsveitum í hollum. „Við erum hjá foreldrum mínum uppi í Breiðholti,“ segir Erna Pálrún. Hún hrósar hunda- og kattahótelinu í Keflavík sérstaklega sem hafi opnað fyrir hunda og ketti í Grindavík endurgjaldslaust. Það hafi reynst þeim vel. „Við erum með fjóra hunda og það er auðvitað erfitt að vera inni á öðrum með svo marga hunda.“ Fram kom á heimasíðu Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands í gær að stór og löng sprunga hefði opnast á nokkrum stöðum í og við Grindavík vegna kvikuinnskots. Var vísað til mynda sem Ingibergur Þór Jónassyni tók og sjá má hér að neðan. Þessar upplýsingar valda Ernu Pálrúnu og fleirum áhyggjum. „Við sáum þetta í fréttunum í gær, þetta sig. Miðað við lýsinguna, að þetta fari í gegnum grunnskólann, þá er húsið okkar beint á móti grunnskólanum,“ segir Erna Pálrún. Hún og fleiri Grindvíkingar vilji sjá hvernig bærinn líti út eftir yfirstandandi skjálftavirkni. Drónabann í gangi „Maður veit ekki neitt. Það er þessi bið sem er svo óþægileg,“ segir Erna Pálrún. Hún vilji geta áttað sig betur á stöðunni. „Já og það eru fleiri sem vilja sjá hvernig staðan er.“ Samgöngustofa lýsti yfir algjöru drónabanni á svæðinu í kringum Grindavík í gær. Væntanlegt eldgos var gefið sem ástæða fyrir banninu. Blaðamannafélag Íslands hefur mótmælt banninu og krafist þess að fjölmiðlar fái undanþágu. „Ljósmyndarar, myndatökumenn og aðrir blaða- og fréttamenn sem eru að störfum á hættusvæði þurfa að að sjálfsögðu að gæta fyllstu varúðar og gæta þess að skapa ekki hættu fyrir vísindamenn og björgunarfólk. Við þessar aðstæður er því mikilvægt að góðar samskiptaleiðir séu til staðar milli blaðamanna og yfirvalda svo tryggja megi öryggi vísindamanna og björgunarfólks um leið og myndum af atburðunum er miðlað til almennings. Að mati Blaðamannafélags Íslands er hins vegar óeðlilegt að yfirvöld banni alfarið drónaflug blaðamanna við störf,“ segir í tilkynningu blaðamannafélagsins. Svæðið sem bannað er að fljúga dróna yfir samkvæmt tilskipun Samgöngustofu.Isavia Erna Pálrún er ekki í fyrsta hópnum sem fær að fara til Grindavíkur í dag að sækja eignir úr húsum sínum. „Við bíðum og vonum að röðin komi að okkur.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Erna Pálrún Árnadóttir fór í bíltúr með manni sínum og syni á föstudaginn óviss um vendingarnar sem yrðu síðar um kvöldið. „Við byrjuðum á því að fara í bíltúr með strákinn okkar og fórum svo bara og fengum okkur að borða á Selfossi. Svo fengum við bara ekkert að fara aftur heim,“ segir Erna Pálrún. „Það eina sem við vorum með voru hundarnir okkar og fötin sem við vorum í.“ Hún segir það hafa verið óþægilega tilfinningu að fá ekki að fara aftur heim til sín. „Maður fer í pínu panic og sjokk. Hvað maður á að gera? Héldum að við færum aftur heim á laugardaginnn,“ segir Erna Pálrún. Vafalaust voru fleiri Grindvíkingar sem áttu von á því að fá að fara aftur heim daginn eftir. Ekki hefur orðið af því enn þá þó nýjustu tíðindi hljóði upp á að fólk fái að fara með björgunarsveitum í hollum. „Við erum hjá foreldrum mínum uppi í Breiðholti,“ segir Erna Pálrún. Hún hrósar hunda- og kattahótelinu í Keflavík sérstaklega sem hafi opnað fyrir hunda og ketti í Grindavík endurgjaldslaust. Það hafi reynst þeim vel. „Við erum með fjóra hunda og það er auðvitað erfitt að vera inni á öðrum með svo marga hunda.“ Fram kom á heimasíðu Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands í gær að stór og löng sprunga hefði opnast á nokkrum stöðum í og við Grindavík vegna kvikuinnskots. Var vísað til mynda sem Ingibergur Þór Jónassyni tók og sjá má hér að neðan. Þessar upplýsingar valda Ernu Pálrúnu og fleirum áhyggjum. „Við sáum þetta í fréttunum í gær, þetta sig. Miðað við lýsinguna, að þetta fari í gegnum grunnskólann, þá er húsið okkar beint á móti grunnskólanum,“ segir Erna Pálrún. Hún og fleiri Grindvíkingar vilji sjá hvernig bærinn líti út eftir yfirstandandi skjálftavirkni. Drónabann í gangi „Maður veit ekki neitt. Það er þessi bið sem er svo óþægileg,“ segir Erna Pálrún. Hún vilji geta áttað sig betur á stöðunni. „Já og það eru fleiri sem vilja sjá hvernig staðan er.“ Samgöngustofa lýsti yfir algjöru drónabanni á svæðinu í kringum Grindavík í gær. Væntanlegt eldgos var gefið sem ástæða fyrir banninu. Blaðamannafélag Íslands hefur mótmælt banninu og krafist þess að fjölmiðlar fái undanþágu. „Ljósmyndarar, myndatökumenn og aðrir blaða- og fréttamenn sem eru að störfum á hættusvæði þurfa að að sjálfsögðu að gæta fyllstu varúðar og gæta þess að skapa ekki hættu fyrir vísindamenn og björgunarfólk. Við þessar aðstæður er því mikilvægt að góðar samskiptaleiðir séu til staðar milli blaðamanna og yfirvalda svo tryggja megi öryggi vísindamanna og björgunarfólks um leið og myndum af atburðunum er miðlað til almennings. Að mati Blaðamannafélags Íslands er hins vegar óeðlilegt að yfirvöld banni alfarið drónaflug blaðamanna við störf,“ segir í tilkynningu blaðamannafélagsins. Svæðið sem bannað er að fljúga dróna yfir samkvæmt tilskipun Samgöngustofu.Isavia Erna Pálrún er ekki í fyrsta hópnum sem fær að fara til Grindavíkur í dag að sækja eignir úr húsum sínum. „Við bíðum og vonum að röðin komi að okkur.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira