Ítalska B-deildarfélagið Como hefur ákveðið að reka þjálfara sinn og Fabregas fær í framhaldinu stöðuhækkun.
Fabregas hefur verið unglingaliðsþjálfari hjá félaginu en tekur nú við aðalliðinu. Fabrizio Romano staðfestir þessar fréttir.
Hinn 36 ára gamli Fabregas hafði endaði fótboltaferil sinn með Como í vor eftir að hafa komið þangað frá Mónakó árið áður. Hann er náttúrulega þekktastur fyrir tíma sinn hjá Arsenal, Barcelona og Chelsea.
Fabregas mun taka við starfi Moreno Longo sem var jafnframt hans síðasti þjálfari á ferlinum. Longo tók við Como um leið og Fabregas kom til liðsins sumarið 2022.
Como er eins og er í sjötta sæti Seríu B en liðið vann 1-0 útisigur á Ascoli um helgina.
Cesc Fabregas will be appointed as new Como head coach. It s his first experience as 1st team manager.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 12, 2023
Former #AFC and #CFC midfielder was Como youth team head coach but he ll take over as new manager of the Italian second division side. pic.twitter.com/5kE1JStyFC