Sakna samráðs og vilja bjarga öllum dýrunum í Grindavík Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. nóvember 2023 14:31 Sjálfboðaliði frá Kattholti við lokunarpóst við Grindavík. Vísir/Vilhelm Dýraverndarfélög sakna samráðs Almannavarna vegna gæludýra sem eftir urðu í Grindavík. Í yfirlýsingu krefjast þau þess að dýrum verði bjargað í dag. Félögin hafa unnið aðgerðaáætlun til að staðsetja dýrin og telja nú að um 300 gæludýr hafi orðið eftir. „Okkur finnst eiginlega bara illa vegið að þeim. Að fólk hafi ekki fengið tækifæri til þess að taka þau með sér þegar bærinn var rýmdur, því að það var ekki talað um neyðarrýmingu svo að fólk hélt að það gæti farið aftur að sækja þau,“ segir Eygló Anna Ottesen Guðlaugsdóttir, talsmaður Dýrfinnu í samtali við Vísi. Sjálfboðaliðar tilbúnir við Grindavík Sex dýraverndarfélög hafa sent frá sér tilkynningu þar sem þau fara fram á að dýrum verði bjargað í Grindavík og nágrenni í dag. Það er Dýraverndarsamband Íslands, Dýrfinna, Dýrahjálp Íslands, Kattholt, Villikettir og Villikanínur. „Ljóst er að enn er mikill fjöldi dýra á svæðinu sem er á neyðarstigi. Unnin hefur verið aðgerðaráætlun af hálfu Dýrfinnu, Dýrahjálpar Íslands, Villikatta og Kattholts þar sem staðsetning dýra sem eru á svæðinu hefur verið kortlögð.“ Þá segja þau sjálfboðaliða tilbúna við Grindavík með mannskap, bíla og búr til þess að sækja dýrin sem séu í neyð. Þegar séu dýr orðin matar-og vatnslaus á svæðinu og strax þurfi að bregðast við. „Dýraverndarfélögin óska eftir tafarlausum stuðningi yfirvalda við að bjarga dýrum í Grindavík. Flytja þarf ÖLL dýr burt af svæðinu.“ Sjálfboðaliðar á vegum samtakanna eru mættir við lokunarpósta.Vísir/Vilhelm Almannavarnir ekki haft samband Eygló segir ljóst að um sé að ræða dýr sem hafi mikil tilfinningalegt gildi fyrir eigendur sína. Félögin voni að sem flestum dýrum verði bjargað en fá dýr séu í Þórkötlustaðahverfi, sem er eina hverfið þar sem hægt er að sækja nauðsynjar. „Það er enginn köttur sem vitað er um í þessu hverfi,“ segir Eygló sem bendir á að um tvö prósent Grindvíkinga búi í hverfinu. Hún segir hópinn hafa reynt að ná tali af viðbragðsaðilum í gegnum neyðarlínuna án árangurs. Væruð þið til í meira samráð? „Já. Við værum til í að vinna með þeim til að hugsa um velferð dýra. Við þurfum þess vegna ekkert endilega að fara inn á svæðið. Eins og staðan var í nótt voru þarna lögreglubílar að rúnta inn, við teljum að það hefði verið gáfulegt ef lögreglumennirnir hefðu verið með búr til þess að reyna að bjarga einhverjum af þessum dýrum.“ Eygló segir að tala þeirra dýra sem félögin hafi kortlagt að hafi orðið eftir sé nú komin upp í 300. Í gær var talan í 250 en Eygló segir að fjöldi fugla hafi bæst við þá tölu. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Dýr Gæludýr Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
„Okkur finnst eiginlega bara illa vegið að þeim. Að fólk hafi ekki fengið tækifæri til þess að taka þau með sér þegar bærinn var rýmdur, því að það var ekki talað um neyðarrýmingu svo að fólk hélt að það gæti farið aftur að sækja þau,“ segir Eygló Anna Ottesen Guðlaugsdóttir, talsmaður Dýrfinnu í samtali við Vísi. Sjálfboðaliðar tilbúnir við Grindavík Sex dýraverndarfélög hafa sent frá sér tilkynningu þar sem þau fara fram á að dýrum verði bjargað í Grindavík og nágrenni í dag. Það er Dýraverndarsamband Íslands, Dýrfinna, Dýrahjálp Íslands, Kattholt, Villikettir og Villikanínur. „Ljóst er að enn er mikill fjöldi dýra á svæðinu sem er á neyðarstigi. Unnin hefur verið aðgerðaráætlun af hálfu Dýrfinnu, Dýrahjálpar Íslands, Villikatta og Kattholts þar sem staðsetning dýra sem eru á svæðinu hefur verið kortlögð.“ Þá segja þau sjálfboðaliða tilbúna við Grindavík með mannskap, bíla og búr til þess að sækja dýrin sem séu í neyð. Þegar séu dýr orðin matar-og vatnslaus á svæðinu og strax þurfi að bregðast við. „Dýraverndarfélögin óska eftir tafarlausum stuðningi yfirvalda við að bjarga dýrum í Grindavík. Flytja þarf ÖLL dýr burt af svæðinu.“ Sjálfboðaliðar á vegum samtakanna eru mættir við lokunarpósta.Vísir/Vilhelm Almannavarnir ekki haft samband Eygló segir ljóst að um sé að ræða dýr sem hafi mikil tilfinningalegt gildi fyrir eigendur sína. Félögin voni að sem flestum dýrum verði bjargað en fá dýr séu í Þórkötlustaðahverfi, sem er eina hverfið þar sem hægt er að sækja nauðsynjar. „Það er enginn köttur sem vitað er um í þessu hverfi,“ segir Eygló sem bendir á að um tvö prósent Grindvíkinga búi í hverfinu. Hún segir hópinn hafa reynt að ná tali af viðbragðsaðilum í gegnum neyðarlínuna án árangurs. Væruð þið til í meira samráð? „Já. Við værum til í að vinna með þeim til að hugsa um velferð dýra. Við þurfum þess vegna ekkert endilega að fara inn á svæðið. Eins og staðan var í nótt voru þarna lögreglubílar að rúnta inn, við teljum að það hefði verið gáfulegt ef lögreglumennirnir hefðu verið með búr til þess að reyna að bjarga einhverjum af þessum dýrum.“ Eygló segir að tala þeirra dýra sem félögin hafi kortlagt að hafi orðið eftir sé nú komin upp í 300. Í gær var talan í 250 en Eygló segir að fjöldi fugla hafi bæst við þá tölu.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Dýr Gæludýr Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira