Íbúar í Þórkötlustaðahverfi geta sótt nauðsynjar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. nóvember 2023 12:55 Frá Grindavík. Vísir/Vilhelm Íbúar í Þórkötlustaðahverfi í Grindavík fá leyfi til að fara inn á sín heimili og sækja það allra nauðsynlegasta. Ekki er svigrúm til að fara í önnur hverfi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. Almannavarnir ítreka að íbúar eigi ekki að keyra í átt til Grindavíkur. Þar segir að einn úr hverri fjölskyldu geti farið inn í sitt hús. Tími til þess er áætlaður fimm mínútur og gerist í fylgd með viðbragðsaðilum. Eins og fram hefur komið metur Veðurstofa það þannig að tímabundið svigrúm sé til aðgerða almannavarna til að sækja nauðsynjar í dag. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir að almannavarnir meti það hvernig það er gert. Ekki svigrúm til að fara í önnur hverfi Mótstaður er á bílastæðunum við Fagradalsfjall á Suðurstrandarvegi. Öðrum íbúum Grindavíkur verður ekki heimilt að fara inn í bæinn. „Þetta er staðan í dag og næstu klukkutíma. Að svo stöddu er ekki svigrúm til að fara inn í önnur hverfi bæjarins. Viðbragðsaðilar mun nýta birtu dagsins í þessar aðgerðir.“ Þórkötlustaðahverfi er hverfi austan við bæinn. Það er að finna íbúðarhús, atvinnustarfsemi og gripahús. Samkvæmt skýrslu frá árinu 2018 eru 22 íbúðarhús í hverfinu og 56 standandi byggingar. Hér að neðan má sjá kort af svæðinu og bænum. Ítreka að íbúar keyri alls ekki í átt að Grindavík Í tilkynningu frá almannavörnum vegna málsins ssegir að um sé að ræða skipulagða og stýrða aðgerð undir stjórn lögreglunnar. Þetta sé eingöngu fyrir íbúa til þess að sækja gæludýr og ómissandi eigur. „Þessi heimild nær eingöngu til þessa tiltekna hverfis, og ekki annarra hverfa eða svæða í Grindavik. Athugið að sérstök aðgerð er í gangi til þess að sækja alla hesta í hestahverfinu norðan við Austurver.“ Almannavarnir ítreka við aðra íbúa að keyra alls ekki í átt að Grindavík og ekki safnast saman á lokunarpóstum. Íbúar í Þórkötlustaðahverfi sem fá að fara inn til Grindavíkur fá ekki að fara þangað á eigin bílum. „Íbúar sem fá að fara inn í til Grindavíkur eiga að koma á söfnunarstaðinn sem er bílastæðið við gossvæðið, við Fagradalsfjall. Ekki er heimilt að aka í gegnum Grindavíkurbæ, því þarf að koma um Suðurstrandarveg að austan eða frá Þorlákshöfn eða Krýsuvíkurvegi. Frá söfnunarstað verður ekið í bílum viðbragðsaðila inn í bæinn.“ Þá segir í tilkynningu almannavarna að sú heimild að fara inn í bæinn sé ábyrgðarhluti. Þetta sé ekki léttvæg ákvörðun og þýði alls ekki að svæðið sé að öðru leyti opið fyrir umferð. Til athugunar fyrir íbúa: Ekki fara ef þú þarft ekki nauðsynlega að fara Aðeins verður leyfi fyrir einn aðila að fara inn á svæðið, fyrir hvert heimili Skráið niður lista yfir það sem þið hyggist sækja áður en lagt er af stað Munið eftir húslykli Búr fyrir gæludýr ef þörf er á Poka eða annað undir muni Íbúar hafa stuttan tíma inni á heimilinu. Þau sem fara mega ekki vera með bráðaofnæmi fyrir dýrum því það verða gæludýr með í för í bakaleiðinni. Þetta er eingöngu til þess sækja mjög mikilvæga hluti s.s. gæludýr, lífsnauðsynleg lyf, hugsanlega vegabréf eða aðra ómissandi hluti fyrir heimilisfólk Heimilt verður að keyra ökutæki sem skilin voru eftir við rýmingu, út af svæðinu frá Grindavík, en eingöngu í fylgd viðbragðsaðila „Ítrekað er að þetta er ekki léttvæg ákvörðun. Þessu fylgir áhætta og því mjög mikilvægt að allir sem henni koma hlýði vandlega öllum fyrirmælum lögreglu sem stýrir þessari aðgerð. Ekki liggur fyrir hvort eða hvenær mögulegt verður að fara í samskonar leiðangra í önnur hverfi. Þórkötlusvæðið er innan lokunarsvæðis en utan rýmingarsvæðis.“ Fréttin hefur verið uppfærð með tilkynningu frá almannavörnum. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Grindvíkingar bíði rólegir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, segir að viðbragðsaðilar fari nú yfir það hvort að framkvæmanlegt sé að hleypa Grindvíkingum heim að sækja nauðsynjar. Hann biður Grindvíkinga um að bíða, þeir muni fyrstir frétta af gangi mála. 12. nóvember 2023 12:39 Um fimmtíu bílar við lokunarpóst Mikill fjöldi fólks bíður nú við lokunarpóst að Grindavík eftir því að komast inn í bæinn til að sækja dótið sitt. Lögregla vísar fólki burt. Veðurstofan sagði í morgun svigrúm til aðgerða í bænum en almannavarnir vinna enn að skipulagði aðgerða. 12. nóvember 2023 12:25 „Leið eins og jörðin myndi brotna og taka okkur“ Dani Rodriguez leikmaður Grindavíkur í körfuknattleik lýsir ógnvænlegum aðstæðum þegar hún og unnusta hennar voru á leið frá Grindavík á föstudagskvöld. Hún segist aldrei hafa verið jafn hrædd á ævinni. 12. nóvember 2023 11:46 Mest lesið Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag Sjá meira
Þar segir að einn úr hverri fjölskyldu geti farið inn í sitt hús. Tími til þess er áætlaður fimm mínútur og gerist í fylgd með viðbragðsaðilum. Eins og fram hefur komið metur Veðurstofa það þannig að tímabundið svigrúm sé til aðgerða almannavarna til að sækja nauðsynjar í dag. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir að almannavarnir meti það hvernig það er gert. Ekki svigrúm til að fara í önnur hverfi Mótstaður er á bílastæðunum við Fagradalsfjall á Suðurstrandarvegi. Öðrum íbúum Grindavíkur verður ekki heimilt að fara inn í bæinn. „Þetta er staðan í dag og næstu klukkutíma. Að svo stöddu er ekki svigrúm til að fara inn í önnur hverfi bæjarins. Viðbragðsaðilar mun nýta birtu dagsins í þessar aðgerðir.“ Þórkötlustaðahverfi er hverfi austan við bæinn. Það er að finna íbúðarhús, atvinnustarfsemi og gripahús. Samkvæmt skýrslu frá árinu 2018 eru 22 íbúðarhús í hverfinu og 56 standandi byggingar. Hér að neðan má sjá kort af svæðinu og bænum. Ítreka að íbúar keyri alls ekki í átt að Grindavík Í tilkynningu frá almannavörnum vegna málsins ssegir að um sé að ræða skipulagða og stýrða aðgerð undir stjórn lögreglunnar. Þetta sé eingöngu fyrir íbúa til þess að sækja gæludýr og ómissandi eigur. „Þessi heimild nær eingöngu til þessa tiltekna hverfis, og ekki annarra hverfa eða svæða í Grindavik. Athugið að sérstök aðgerð er í gangi til þess að sækja alla hesta í hestahverfinu norðan við Austurver.“ Almannavarnir ítreka við aðra íbúa að keyra alls ekki í átt að Grindavík og ekki safnast saman á lokunarpóstum. Íbúar í Þórkötlustaðahverfi sem fá að fara inn til Grindavíkur fá ekki að fara þangað á eigin bílum. „Íbúar sem fá að fara inn í til Grindavíkur eiga að koma á söfnunarstaðinn sem er bílastæðið við gossvæðið, við Fagradalsfjall. Ekki er heimilt að aka í gegnum Grindavíkurbæ, því þarf að koma um Suðurstrandarveg að austan eða frá Þorlákshöfn eða Krýsuvíkurvegi. Frá söfnunarstað verður ekið í bílum viðbragðsaðila inn í bæinn.“ Þá segir í tilkynningu almannavarna að sú heimild að fara inn í bæinn sé ábyrgðarhluti. Þetta sé ekki léttvæg ákvörðun og þýði alls ekki að svæðið sé að öðru leyti opið fyrir umferð. Til athugunar fyrir íbúa: Ekki fara ef þú þarft ekki nauðsynlega að fara Aðeins verður leyfi fyrir einn aðila að fara inn á svæðið, fyrir hvert heimili Skráið niður lista yfir það sem þið hyggist sækja áður en lagt er af stað Munið eftir húslykli Búr fyrir gæludýr ef þörf er á Poka eða annað undir muni Íbúar hafa stuttan tíma inni á heimilinu. Þau sem fara mega ekki vera með bráðaofnæmi fyrir dýrum því það verða gæludýr með í för í bakaleiðinni. Þetta er eingöngu til þess sækja mjög mikilvæga hluti s.s. gæludýr, lífsnauðsynleg lyf, hugsanlega vegabréf eða aðra ómissandi hluti fyrir heimilisfólk Heimilt verður að keyra ökutæki sem skilin voru eftir við rýmingu, út af svæðinu frá Grindavík, en eingöngu í fylgd viðbragðsaðila „Ítrekað er að þetta er ekki léttvæg ákvörðun. Þessu fylgir áhætta og því mjög mikilvægt að allir sem henni koma hlýði vandlega öllum fyrirmælum lögreglu sem stýrir þessari aðgerð. Ekki liggur fyrir hvort eða hvenær mögulegt verður að fara í samskonar leiðangra í önnur hverfi. Þórkötlusvæðið er innan lokunarsvæðis en utan rýmingarsvæðis.“ Fréttin hefur verið uppfærð með tilkynningu frá almannavörnum.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Grindvíkingar bíði rólegir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, segir að viðbragðsaðilar fari nú yfir það hvort að framkvæmanlegt sé að hleypa Grindvíkingum heim að sækja nauðsynjar. Hann biður Grindvíkinga um að bíða, þeir muni fyrstir frétta af gangi mála. 12. nóvember 2023 12:39 Um fimmtíu bílar við lokunarpóst Mikill fjöldi fólks bíður nú við lokunarpóst að Grindavík eftir því að komast inn í bæinn til að sækja dótið sitt. Lögregla vísar fólki burt. Veðurstofan sagði í morgun svigrúm til aðgerða í bænum en almannavarnir vinna enn að skipulagði aðgerða. 12. nóvember 2023 12:25 „Leið eins og jörðin myndi brotna og taka okkur“ Dani Rodriguez leikmaður Grindavíkur í körfuknattleik lýsir ógnvænlegum aðstæðum þegar hún og unnusta hennar voru á leið frá Grindavík á föstudagskvöld. Hún segist aldrei hafa verið jafn hrædd á ævinni. 12. nóvember 2023 11:46 Mest lesið Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag Sjá meira
Grindvíkingar bíði rólegir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, segir að viðbragðsaðilar fari nú yfir það hvort að framkvæmanlegt sé að hleypa Grindvíkingum heim að sækja nauðsynjar. Hann biður Grindvíkinga um að bíða, þeir muni fyrstir frétta af gangi mála. 12. nóvember 2023 12:39
Um fimmtíu bílar við lokunarpóst Mikill fjöldi fólks bíður nú við lokunarpóst að Grindavík eftir því að komast inn í bæinn til að sækja dótið sitt. Lögregla vísar fólki burt. Veðurstofan sagði í morgun svigrúm til aðgerða í bænum en almannavarnir vinna enn að skipulagði aðgerða. 12. nóvember 2023 12:25
„Leið eins og jörðin myndi brotna og taka okkur“ Dani Rodriguez leikmaður Grindavíkur í körfuknattleik lýsir ógnvænlegum aðstæðum þegar hún og unnusta hennar voru á leið frá Grindavík á föstudagskvöld. Hún segist aldrei hafa verið jafn hrædd á ævinni. 12. nóvember 2023 11:46