Grindvíkingar bíði rólegir Oddur Ævar Gunnarsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 12. nóvember 2023 12:39 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, segir að viðbragðsaðilar fari nú yfir það hvort að framkvæmanlegt sé að hleypa Grindvíkingum heim að sækja nauðsynjar. Hann biður Grindvíkinga um að bíða, þeir muni fyrstir frétta af gangi mála. Eins og fram hefur komið sendi Veðurstofan frá sér yfirlýsingu í hádeginu um að tímabundið svigrúm væri nú fyrir aðgerðir almannavarna til þess að sækja nauðsynjar. Í fyrstu kom ekki fram að um aðgerðir almannavarna væri að ræða og flýttu margir Grindvíkingar sér að lokunarpóstum. Viðbragðsaðilar leggja mat á stöðuna Hvernig verður þessu háttað? „Þetta er tvennskonar. Það er annars vegar hvað er talið mögulegt að gera og hins vegar hvort það sé framkvæmanlegt,“ segir Víðir. „Og það sem við erum að leggja mat á núna, eru þær upplýsingar sem við fengum núna rétt fyrir fréttir frá Veðurstofunni, mat um það hvort hugsanlegt sé að fara inn á ákveðin svæði, en það fylgir því líka til okkar ábendingar og leiðbeiningar um viðbragðstíma, vöktun slíkt.“ Víðir segir mikinn ábyrgðarhluta að hleypa fólki inn á svona svæði. Á endanum sé það á ábyrgð lögreglustjórans á Suðurnesjum. „Og við erum að vinna með honum í því, hvort þetta sé framkvæmanlegt, þó að kannski sé öruggt að gera þetta, við vitum það ekki alveg 100 prósent en það ábyrgðarhluti að fara í svona aðgerð án þess að vera viss um alla þætti málsins og það er það sem við erum að vinna að núna.“ Fólk bíði Verði það gert segir Víðir að almannavarnir muni birta mjög skýrar leiðbeiningar um það hvernig þetta verði framkvæmt. „Og við biðjum fólk um að bíða heima og fylgjast með fjölmiðlum en þetta verður aldrei nema í mesta lagi hluti af bænum sem verður hægt að fara inn í.“ Er þá eitthvað hægt að segja til um hvenær verður hægt að fara í þetta, ef það verður hægt? „Við ætluðum okkur að vera búin að taka þessa ákvörðun fyrir hádegi en þessar upplýsingar frá vísindamönnum eru bara tiltölulega nýkomnar, þannig að lokaútfærslan á þessu er í vinnslu og aftur þetta, hvort að þetta sé raunverulega framkvæmanlegt af því öryggi sem við verðum að hafa á svona aðgerðum.“ Meiri líkur á gosi í dag en í gær Til þess að framkvæma þetta er talað um auka vaktina, hvert væri hlutverk þessara auka vaktmanna? „Það er verið að tala um að setja þarna sjónræna vöktun, það er að segja koma fólki fyrir á sjónpóstum til þess að fylgjast með svæðinu þar sem kvikugangurinn er, vera með dróna á lofti með hitamyndavélum og margt margt fleira sem að þarf að gera til þess að uppfylla þessar ábendingar Veðurstofunnar.“ Hvað teluru þetta vera stóran glugga sem mögulega hefur opnast? „Við erum að tala fram í myrkur.“ Eru þá minni líkur á gosi en í gærkvöldi? „Nei. Það eru meiri líkur í dag. Það er það sem við erum að horfa á í þessu. Annað sem við höfum fengið, þegar menn eru að reyna að setja einhvern tímaramma á þetta að þá gæti það tekið kvikuna innan við þrjátíu mínútur að fara til yfirborðs í þeirri stöðu sem er núna og aftur þetta hvort það sé ásættanlegt að gera þetta og þessari ábyrgð sem við berum í því að taka þessar ákvarðanir og leiðbeiningar, því tökum við ekki léttvægt.“ Grindvíkingar sem eru að hlusta, ættu þeir að koma sér í startholurnar? „Bíða bara þar sem þeir eru, fylgjast með fjölmiðlum. Við komum þessu til ykkar, ekki spurning, þið munuð vita þetta fyrst.“ Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Sjá meira
Eins og fram hefur komið sendi Veðurstofan frá sér yfirlýsingu í hádeginu um að tímabundið svigrúm væri nú fyrir aðgerðir almannavarna til þess að sækja nauðsynjar. Í fyrstu kom ekki fram að um aðgerðir almannavarna væri að ræða og flýttu margir Grindvíkingar sér að lokunarpóstum. Viðbragðsaðilar leggja mat á stöðuna Hvernig verður þessu háttað? „Þetta er tvennskonar. Það er annars vegar hvað er talið mögulegt að gera og hins vegar hvort það sé framkvæmanlegt,“ segir Víðir. „Og það sem við erum að leggja mat á núna, eru þær upplýsingar sem við fengum núna rétt fyrir fréttir frá Veðurstofunni, mat um það hvort hugsanlegt sé að fara inn á ákveðin svæði, en það fylgir því líka til okkar ábendingar og leiðbeiningar um viðbragðstíma, vöktun slíkt.“ Víðir segir mikinn ábyrgðarhluta að hleypa fólki inn á svona svæði. Á endanum sé það á ábyrgð lögreglustjórans á Suðurnesjum. „Og við erum að vinna með honum í því, hvort þetta sé framkvæmanlegt, þó að kannski sé öruggt að gera þetta, við vitum það ekki alveg 100 prósent en það ábyrgðarhluti að fara í svona aðgerð án þess að vera viss um alla þætti málsins og það er það sem við erum að vinna að núna.“ Fólk bíði Verði það gert segir Víðir að almannavarnir muni birta mjög skýrar leiðbeiningar um það hvernig þetta verði framkvæmt. „Og við biðjum fólk um að bíða heima og fylgjast með fjölmiðlum en þetta verður aldrei nema í mesta lagi hluti af bænum sem verður hægt að fara inn í.“ Er þá eitthvað hægt að segja til um hvenær verður hægt að fara í þetta, ef það verður hægt? „Við ætluðum okkur að vera búin að taka þessa ákvörðun fyrir hádegi en þessar upplýsingar frá vísindamönnum eru bara tiltölulega nýkomnar, þannig að lokaútfærslan á þessu er í vinnslu og aftur þetta, hvort að þetta sé raunverulega framkvæmanlegt af því öryggi sem við verðum að hafa á svona aðgerðum.“ Meiri líkur á gosi í dag en í gær Til þess að framkvæma þetta er talað um auka vaktina, hvert væri hlutverk þessara auka vaktmanna? „Það er verið að tala um að setja þarna sjónræna vöktun, það er að segja koma fólki fyrir á sjónpóstum til þess að fylgjast með svæðinu þar sem kvikugangurinn er, vera með dróna á lofti með hitamyndavélum og margt margt fleira sem að þarf að gera til þess að uppfylla þessar ábendingar Veðurstofunnar.“ Hvað teluru þetta vera stóran glugga sem mögulega hefur opnast? „Við erum að tala fram í myrkur.“ Eru þá minni líkur á gosi en í gærkvöldi? „Nei. Það eru meiri líkur í dag. Það er það sem við erum að horfa á í þessu. Annað sem við höfum fengið, þegar menn eru að reyna að setja einhvern tímaramma á þetta að þá gæti það tekið kvikuna innan við þrjátíu mínútur að fara til yfirborðs í þeirri stöðu sem er núna og aftur þetta hvort það sé ásættanlegt að gera þetta og þessari ábyrgð sem við berum í því að taka þessar ákvarðanir og leiðbeiningar, því tökum við ekki léttvægt.“ Grindvíkingar sem eru að hlusta, ættu þeir að koma sér í startholurnar? „Bíða bara þar sem þeir eru, fylgjast með fjölmiðlum. Við komum þessu til ykkar, ekki spurning, þið munuð vita þetta fyrst.“
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Sjá meira