Svigrúm til aðgerða á vegum almannavarna til að sækja nauðsynjar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. nóvember 2023 11:29 Grindavíkurbær í fyrrakvöld, stuttu áður en bærinn var rýmdur. Vísir/Vilhelm Mat vísindamanna er að svigrúm sé til tímabundinna aðgerða á vegum almannavarna til að sækja nauðsynjar í Grindavík. Þeir telja ráðlegt að gera það strax, þar sem óvissa um framvindu mála mun vaxa eftir því sem líður á daginn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Eins og Vísir greindi frá fór fram stöðufundur Veðurstofunnar, Almannavarna og sérfræðinga Háskóla Íslands í morgun. Honum lauk klukkan 11:00. Þar voru ný gögn vegna jarðhræringa í Grindavík metin. Aðgerðir almannavarna en ekki almennings Haukur Hauksson, samskiptastjóri Veðurstofunnar, tekur fram í samtali við Vísi að um aðgerðir á vegum almannavarna verði um að ræða. Almenningur eigi ekki að halda af stað til Grindavíkur. Í tilkynningu Veðurstofunnar segir að frá morgni gærdagsins hafi skjálftavirknin við kvikuganginn haldist nokkuð stöðug. Frá miðnætti í nótt hafi um þúsund skjálftar mælst og hafa þeir allir verið undir 3,0 að stærð. Mesta skjálftavirknin hefur verið frá miðju gangsins norðan við og suður undir Grindavík. Flestir skjálftanna eru á 3-5 km dýpi við neðri hluta kvikugangsins. Þá segir í tilkynningunni að GPS mælingar sem nái yfir síðasta sólarhring sýni að hægt hafi á aflögun tengda kvikuganginum sem myndaðist á föstudag, 10. nóvember. Það bendi til þess að kvika sé að færa sig nær yfirborði, engin líkön hafa verið keyrð til að ákvarða dýpi hennar að svo stöddu. Óvissa fari vaxandi eftir því sem líður á daginn „Það var sameiginlegt mat fundarins út frá nýjustu gögnum að svigrúm sé til tímabundinna aðgerða á vegum almannavarna til að sækja nauðsynjar fyrir íbúa og sinna brýnum erindum í Grindavík og nágrenni,“ segir í tilkynningunni. „Á meðan að á þeim aðgerðum stendur verður vakt svæðisins aukin og fylgst náið með merkjum um hvort að kvika komi upp. Það var mat vísindamanna eða ráðlegt væri að hefja þessar aðgerðir strax þar sem óvissa um framvindu atburðarins vex eftir því sem líður á daginn.“ Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, hvatti íbúa Grindavíkur í morgun til þess að vera róleg og bíða átekta. „Hættan er enn til staðar og það er alltaf forgangsatriði við skipulagningu slíkrar aðgerðar. Eins erfitt og það er fyrir fólk að bíða þá þarf að gera þetta rétt og skipulega, og alltaf með öryggi í fyrirrúmi,“ sagði Hjördís og ítrekaði í morgun að þótt svo að niðurstaða liggi fyrir á fundinum þá myndu aðgerðir ekki hefjast í beinu framhaldi. Fréttin hefur verið uppfærð þar sem áréttað er að um aðgerðir á vegum almannavarna sé um að ræða. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Grindavík Tengdar fréttir Vaktin: Hefur verulega dregið úr skjálftavirkni vegna spennulosunar Sérfræðingar hjá almannavörnum, aðgerðastjórnum og Veðurstofunni hittust á fundi um stöðuna í Grindavík í morgun. Þeir telja tímabundið svigrúm fyrir aðgerðir almannavarna til að sækja nauðsynjar. Lögreglan á Suðurnesjum hefur veitt íbúum í einu hverfi heimild til þess. 12. nóvember 2023 07:22 Bátar verði fluttir úr höfninni Landhelgisgæslan hefur það til skoðunar að aðstoða eigendur báta sem enn eru eftir í Grindavíkurhöfn að flytja þá annað. Nítján bátar eru enn við höfn. 12. nóvember 2023 10:51 „Nú er biðstaða“ Lögreglan á Suðurnesjum og aðrir viðbragðsaðilar eru nú í biðstöðu. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir nóttina hafa verið viðburðarlitla en viðbragðsaðilar munu funda klukkan 11:00. 12. nóvember 2023 10:24 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Fleiri fréttir Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá fór fram stöðufundur Veðurstofunnar, Almannavarna og sérfræðinga Háskóla Íslands í morgun. Honum lauk klukkan 11:00. Þar voru ný gögn vegna jarðhræringa í Grindavík metin. Aðgerðir almannavarna en ekki almennings Haukur Hauksson, samskiptastjóri Veðurstofunnar, tekur fram í samtali við Vísi að um aðgerðir á vegum almannavarna verði um að ræða. Almenningur eigi ekki að halda af stað til Grindavíkur. Í tilkynningu Veðurstofunnar segir að frá morgni gærdagsins hafi skjálftavirknin við kvikuganginn haldist nokkuð stöðug. Frá miðnætti í nótt hafi um þúsund skjálftar mælst og hafa þeir allir verið undir 3,0 að stærð. Mesta skjálftavirknin hefur verið frá miðju gangsins norðan við og suður undir Grindavík. Flestir skjálftanna eru á 3-5 km dýpi við neðri hluta kvikugangsins. Þá segir í tilkynningunni að GPS mælingar sem nái yfir síðasta sólarhring sýni að hægt hafi á aflögun tengda kvikuganginum sem myndaðist á föstudag, 10. nóvember. Það bendi til þess að kvika sé að færa sig nær yfirborði, engin líkön hafa verið keyrð til að ákvarða dýpi hennar að svo stöddu. Óvissa fari vaxandi eftir því sem líður á daginn „Það var sameiginlegt mat fundarins út frá nýjustu gögnum að svigrúm sé til tímabundinna aðgerða á vegum almannavarna til að sækja nauðsynjar fyrir íbúa og sinna brýnum erindum í Grindavík og nágrenni,“ segir í tilkynningunni. „Á meðan að á þeim aðgerðum stendur verður vakt svæðisins aukin og fylgst náið með merkjum um hvort að kvika komi upp. Það var mat vísindamanna eða ráðlegt væri að hefja þessar aðgerðir strax þar sem óvissa um framvindu atburðarins vex eftir því sem líður á daginn.“ Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, hvatti íbúa Grindavíkur í morgun til þess að vera róleg og bíða átekta. „Hættan er enn til staðar og það er alltaf forgangsatriði við skipulagningu slíkrar aðgerðar. Eins erfitt og það er fyrir fólk að bíða þá þarf að gera þetta rétt og skipulega, og alltaf með öryggi í fyrirrúmi,“ sagði Hjördís og ítrekaði í morgun að þótt svo að niðurstaða liggi fyrir á fundinum þá myndu aðgerðir ekki hefjast í beinu framhaldi. Fréttin hefur verið uppfærð þar sem áréttað er að um aðgerðir á vegum almannavarna sé um að ræða.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Grindavík Tengdar fréttir Vaktin: Hefur verulega dregið úr skjálftavirkni vegna spennulosunar Sérfræðingar hjá almannavörnum, aðgerðastjórnum og Veðurstofunni hittust á fundi um stöðuna í Grindavík í morgun. Þeir telja tímabundið svigrúm fyrir aðgerðir almannavarna til að sækja nauðsynjar. Lögreglan á Suðurnesjum hefur veitt íbúum í einu hverfi heimild til þess. 12. nóvember 2023 07:22 Bátar verði fluttir úr höfninni Landhelgisgæslan hefur það til skoðunar að aðstoða eigendur báta sem enn eru eftir í Grindavíkurhöfn að flytja þá annað. Nítján bátar eru enn við höfn. 12. nóvember 2023 10:51 „Nú er biðstaða“ Lögreglan á Suðurnesjum og aðrir viðbragðsaðilar eru nú í biðstöðu. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir nóttina hafa verið viðburðarlitla en viðbragðsaðilar munu funda klukkan 11:00. 12. nóvember 2023 10:24 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Fleiri fréttir Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Sjá meira
Vaktin: Hefur verulega dregið úr skjálftavirkni vegna spennulosunar Sérfræðingar hjá almannavörnum, aðgerðastjórnum og Veðurstofunni hittust á fundi um stöðuna í Grindavík í morgun. Þeir telja tímabundið svigrúm fyrir aðgerðir almannavarna til að sækja nauðsynjar. Lögreglan á Suðurnesjum hefur veitt íbúum í einu hverfi heimild til þess. 12. nóvember 2023 07:22
Bátar verði fluttir úr höfninni Landhelgisgæslan hefur það til skoðunar að aðstoða eigendur báta sem enn eru eftir í Grindavíkurhöfn að flytja þá annað. Nítján bátar eru enn við höfn. 12. nóvember 2023 10:51
„Nú er biðstaða“ Lögreglan á Suðurnesjum og aðrir viðbragðsaðilar eru nú í biðstöðu. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir nóttina hafa verið viðburðarlitla en viðbragðsaðilar munu funda klukkan 11:00. 12. nóvember 2023 10:24