Veðurstofan: Kvikuflæðið margfalt á við það sem áður hefur mælst Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 11. nóvember 2023 11:36 Hræringarnar nú eru þær mestu á Reykjanesskaga. Vísir/Vilhelm Hraði aflögunarinnar sem mælst hefur í GPS gögnum í umbrotunum á Reykjanesskaga nú er margfaldur á við það sem mældist í fyrri jarðhræringum á Reykjanesskaga. Kvikuflæðið er sömuleiðis margfalt meira. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni. Ólíklegt er talið að kvika komi upp á hafsbotni en líkur á eldgosi á næstunni verða að teljast verulegar. Þar kemur fram að verið sé að vinna úr þeim gögnum sem borist hafa í gærkvöldi og nótt. Markmiðið er að átta sig betur á umfangi kvikuhreyfinganna sem mælst hafa, að því er segir í tilkynningunni. Gögnin benda til þess að kvikugangurinn nái frá Stóra-Skógsfelli í norðri og suður fyrir Grindavíkurbæ út í sjó. Samkvæmt allra fyrstu líkanreikningum, byggt á gervitunglagögnum síðan í gærkvöldi, var dýpi niður á topp kvikugangsins norður af Grindavík áætlað um 1,5 km. Stærð kvikugangsins margfalt á við það sem áður hefur sést „Út frá nýjustu GPS gögnum er hraði aflögunarinnar margfaldur á við það sem mælst hefur í umbrotunum á Reykjanesskaga. Út frá þeim mælingum og gervitunglamyndum virðist stærð kvikugangsins og kvikuflæðið honum tengdum vera margfalt á við það sem áður hefur mælst í umbrotunum á Reykjanesskaga síðustu ár,“ segir Veðurstofan. Þótt líkön bendi til þess að kvikugangurinn teygi sig út í sjó suður af Grindavík, þá er ólíklegt að kvika komi upp á hafsbotni, ef horft er til gossögunnar á þessu svæði auk þess sem gliðnun þar er mun minni en við miðbik sprungunnar við Sundhnjúkagíga. Vísindamenn funda reglulega til að túlka þau gögn sem aflað er. Búist er við nýjum aflögunargögnum síðar í dag sem gefur skýrari mynd af þróun atburðarásarinnar. Blaðamannafundur verður haldinn í húsnæði almannavarna kl. 12 í dag þar sem farið verður betur yfir stöðu mála og mögulegar sviðsmyndir. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Sjá meira
Þar kemur fram að verið sé að vinna úr þeim gögnum sem borist hafa í gærkvöldi og nótt. Markmiðið er að átta sig betur á umfangi kvikuhreyfinganna sem mælst hafa, að því er segir í tilkynningunni. Gögnin benda til þess að kvikugangurinn nái frá Stóra-Skógsfelli í norðri og suður fyrir Grindavíkurbæ út í sjó. Samkvæmt allra fyrstu líkanreikningum, byggt á gervitunglagögnum síðan í gærkvöldi, var dýpi niður á topp kvikugangsins norður af Grindavík áætlað um 1,5 km. Stærð kvikugangsins margfalt á við það sem áður hefur sést „Út frá nýjustu GPS gögnum er hraði aflögunarinnar margfaldur á við það sem mælst hefur í umbrotunum á Reykjanesskaga. Út frá þeim mælingum og gervitunglamyndum virðist stærð kvikugangsins og kvikuflæðið honum tengdum vera margfalt á við það sem áður hefur mælst í umbrotunum á Reykjanesskaga síðustu ár,“ segir Veðurstofan. Þótt líkön bendi til þess að kvikugangurinn teygi sig út í sjó suður af Grindavík, þá er ólíklegt að kvika komi upp á hafsbotni, ef horft er til gossögunnar á þessu svæði auk þess sem gliðnun þar er mun minni en við miðbik sprungunnar við Sundhnjúkagíga. Vísindamenn funda reglulega til að túlka þau gögn sem aflað er. Búist er við nýjum aflögunargögnum síðar í dag sem gefur skýrari mynd af þróun atburðarásarinnar. Blaðamannafundur verður haldinn í húsnæði almannavarna kl. 12 í dag þar sem farið verður betur yfir stöðu mála og mögulegar sviðsmyndir.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Sjá meira