Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. Fundinum stýrir Víðir Reynisson sviðsstjóri Almannavarna, hann fer yfir stöðu mála eftir atburði síðasta sólarhrings.
Fundurinn verður í beinni útsendingu á Vísi og á Bylgjunni. Einnig verða á fundinum Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, Silja Bára Ómarsdóttir formaður Rauða krossins, fulltrúi frá Veðurstofu Íslands og mögulega fleiri, að því er segir í tilkynningu.