Yfirgefum bergmálshellana og tölum saman Þorsteinn Siglaugsson skrifar 11. nóvember 2023 07:01 „É g segi alltaf færri og færri orð / enda hafði ég lengi á þeim illan bifur,“ segir skáldið Sigfús Daðason í þekktu kvæði. Þar vísar hann til þess hvílíkt ólíkindatól tungumálið er og brýnir fyrir okkur að fara varlega með orð. Þessi ljóðlína kemur gjarna upp í hugann þegar fylgst er með hatrömmum og oft heiftúðugum deilum um alvarleg mál; við höfum séð þetta glöggt á samfélagsmiðlunum undanfarnar vikur í umræðum um málefni landanna fyrir botni Miðjarðarhafsins. Stóryrðin eru ekki spöruð og við gröfum okkur æ dýpra inn í bergmálshellana. Og eins og vitur kona benti á í blaðagrein fyrir skömmu hlýtur slíkt að enda með því að við breytumst sjálf í gangandi bergmálshella. Frjáls og opin umræða er hornsteinn lýðræðisins, en hún sætir nú sífellt harðnandi atlögum, ekki aðeins frá einræðisöflum, frá stórfyrirtækjum sem leitast við að draga okkur inn í bergmálshellana og hefta um leið opin skoðanaskipti, heldur einnig og ekki síður af hálfu lýðræðislega kjörinna stjórnvalda. Gagnvart málefninu sem að ofan getur sést þetta glöggt í löndunum í kringum okkur. Ekki hérlendis, í það minnsta ekki enn - síðustu tilraun stjórnvalda til að efla og festa ritskoðun í sessi var hrundið í vor. En ástæðulaust er að ætla annað en að sú tilraun verði brátt endurtekin. Nú á sunnudaginn stendur Málfrelsi - samtök um frjálsa og opna umræðu, lýðræði og mannréttindi, fyrir málfundi um deilurnar fyrir botni Miðjarðarhafs. Frummælendur verða Birgir Þórarinsson guðfræðingur og alþingismaður, Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur, Diljá Mist Einarsdóttir formaður utanríkismálanefndar Alþingis og Ögmundur Jónasson fyrrum alþingismaður og ráðherra. Fundinum stýrir Bogi Ágústsson fréttamaður. Fundurinn fer fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands kl. 14, þann 12. nóvember. Til þessa fundar er efnt til að hittast, heyra ólík viðhorf, leitast við að skilja betur forsendur þeirra, og skiptast á skoðunum, augliti til auglitis, en ekki í gerviveröld tækninnar. Samfélagslegt gildi tjáningarfrelsisins grundvallast á því að opin skoðanaskipti eru eina leiðin sem við höfum til að skilja hvert annað, eina leið okkar út úr bergmálshellunum, eina leiðin sem við höfum til að fikra okkur nær sannleikanum. Því enginn er fyrirfram handhafi hans. "Never say, I know" sagði stjórnunarfrömuðurinn Eliyahu M. Goldratt á sínum tíma; við eigum aldrei að nálgast mál sem handhafar hins eina og endanlega sannleika, heldur ávallt af opnum huga og vilja til að hlusta á og skilja aðra. Það er grundvöllur friðsamlegrar sambúðar okkar, hvar sem við erum og hver sem við erum. Það er í þeim anda sem boðað er til þessa fundar. Höfundur er f ormaður Málfrelsis - samtaka um frjálsa og opna umræðu, lýðræði og mannréttindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Siglaugsson Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Hindúisminn og allir hinir -ismarnir í lífi mínu Þórhallur Heimisson Skoðun Líf og dauði við Aðalstræti Helgi Þorláksson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
„É g segi alltaf færri og færri orð / enda hafði ég lengi á þeim illan bifur,“ segir skáldið Sigfús Daðason í þekktu kvæði. Þar vísar hann til þess hvílíkt ólíkindatól tungumálið er og brýnir fyrir okkur að fara varlega með orð. Þessi ljóðlína kemur gjarna upp í hugann þegar fylgst er með hatrömmum og oft heiftúðugum deilum um alvarleg mál; við höfum séð þetta glöggt á samfélagsmiðlunum undanfarnar vikur í umræðum um málefni landanna fyrir botni Miðjarðarhafsins. Stóryrðin eru ekki spöruð og við gröfum okkur æ dýpra inn í bergmálshellana. Og eins og vitur kona benti á í blaðagrein fyrir skömmu hlýtur slíkt að enda með því að við breytumst sjálf í gangandi bergmálshella. Frjáls og opin umræða er hornsteinn lýðræðisins, en hún sætir nú sífellt harðnandi atlögum, ekki aðeins frá einræðisöflum, frá stórfyrirtækjum sem leitast við að draga okkur inn í bergmálshellana og hefta um leið opin skoðanaskipti, heldur einnig og ekki síður af hálfu lýðræðislega kjörinna stjórnvalda. Gagnvart málefninu sem að ofan getur sést þetta glöggt í löndunum í kringum okkur. Ekki hérlendis, í það minnsta ekki enn - síðustu tilraun stjórnvalda til að efla og festa ritskoðun í sessi var hrundið í vor. En ástæðulaust er að ætla annað en að sú tilraun verði brátt endurtekin. Nú á sunnudaginn stendur Málfrelsi - samtök um frjálsa og opna umræðu, lýðræði og mannréttindi, fyrir málfundi um deilurnar fyrir botni Miðjarðarhafs. Frummælendur verða Birgir Þórarinsson guðfræðingur og alþingismaður, Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur, Diljá Mist Einarsdóttir formaður utanríkismálanefndar Alþingis og Ögmundur Jónasson fyrrum alþingismaður og ráðherra. Fundinum stýrir Bogi Ágústsson fréttamaður. Fundurinn fer fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands kl. 14, þann 12. nóvember. Til þessa fundar er efnt til að hittast, heyra ólík viðhorf, leitast við að skilja betur forsendur þeirra, og skiptast á skoðunum, augliti til auglitis, en ekki í gerviveröld tækninnar. Samfélagslegt gildi tjáningarfrelsisins grundvallast á því að opin skoðanaskipti eru eina leiðin sem við höfum til að skilja hvert annað, eina leið okkar út úr bergmálshellunum, eina leiðin sem við höfum til að fikra okkur nær sannleikanum. Því enginn er fyrirfram handhafi hans. "Never say, I know" sagði stjórnunarfrömuðurinn Eliyahu M. Goldratt á sínum tíma; við eigum aldrei að nálgast mál sem handhafar hins eina og endanlega sannleika, heldur ávallt af opnum huga og vilja til að hlusta á og skilja aðra. Það er grundvöllur friðsamlegrar sambúðar okkar, hvar sem við erum og hver sem við erum. Það er í þeim anda sem boðað er til þessa fundar. Höfundur er f ormaður Málfrelsis - samtaka um frjálsa og opna umræðu, lýðræði og mannréttindi.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun