Finnur Freyr eftir lygilegan endi í Ólafssal: Verður að koma með þægilegri spurningu en þetta Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. nóvember 2023 23:25 Finnur Freyr ræðir við sína menn í kvöld. Vísir/Anton Brink „Segja hvað? Þetta var stórkostlegur leikur, sviptingar og stórir hlutir að gerast. Verður að koma með þægilegri spurningu en þetta,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson eftir ótrúlegan þriggja stiga sigur Vals á Haukum í tvíframlengdum leik í Ólafssal. Haukar tóku á móti vængbrotnu liði Vals í Subway-deild karla. Haukar voru með unninn leik í höndunum en Valsmenn bitu frá sér í 4. leikhluta og héldu að þeir hefðu stolið sigrinum með þriggja stiga körfu Antonio Monteiro en Ville Tahvanainen jafnaði metin með einni ótrúlegustu körfu síðari ára. „Veit ekki hvort þeir hafi varið að verja forskotið eða við fórum að finna glufur. Náðum að koma þessu inn og vorum með leik sem við áttum að vinna. Svo kemur eitt af þessum svakalegu skotum sem Ville setur. Svakalegt skot,“ sagði Finnur Freyr um lokaandatök 4. leikhluta. „Við fáum móment, Frank Aaron Booker í fyrri framlengingunni og svo Ástþór Atli Svalason, ekki bara vítaskotin sem hann setti heldur frammistaðan. Að grípa tækifærið svona þegar það eru nokkrir fyrir utan völlinn,“ en það vantaði bæði Kristófer Acox og Hjálmar Stefánsson í lið Vals í kvöld. Þá átti Kári Jónsson bara að spila 21 mínútu. „Það gerist bara eitthvað, allir í sama pakka og þú fyrir utan völlinn. Strákarnir að reyna finna hluti, taka rétta ákvörðun og vera í mómentinu. Þeir gerðu það vel. Ástþór Atli átti nokkur móment. Svo voru villur og ekki villur, ég veit það ekki. Það gerðist eitthvað og mér fannst þeir setja hvert risaskotið á fætur öðru. Rússíbani er ágætis leið til að lýsa þessum leik.“ „Er stoltur af frammistöðunni. Auðvelt að bogna og gefast upp. Fannst við hins vegar sýna kjark og þor,“ sagði Finnur Freyr að endingu um leik kvöldsins áður en hann var spurður út í Kára og Kristófer. „Kári sagðist vera búinn. Erum að rúlla mínútum hægt og rólega á hann. Búinn að vera lengi frá og tekur tíma að komast á sinn stað. Þegar Josh Jefferson fær 5. villuna á sig þá sýndi Kári þennan keppnismann sem hann er og heimtaði að fara inn á. Kristófer Acox er meiddur. Ætlaði að vera með en slæmi kálfinn svo við tókum enga sénsa með það.“ Körfubolti Subway-deild karla Valur Mest lesið Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Golf „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Íslenski boltinn Lærðu að fagna eins og verðandi feður Íslenski boltinn Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Fótbolti Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótbolti KA búið að landa fyrirliða Lyngby Íslenski boltinn Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið Golf Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Íslenski boltinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Golf Fleiri fréttir „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár Sjá meira
Haukar tóku á móti vængbrotnu liði Vals í Subway-deild karla. Haukar voru með unninn leik í höndunum en Valsmenn bitu frá sér í 4. leikhluta og héldu að þeir hefðu stolið sigrinum með þriggja stiga körfu Antonio Monteiro en Ville Tahvanainen jafnaði metin með einni ótrúlegustu körfu síðari ára. „Veit ekki hvort þeir hafi varið að verja forskotið eða við fórum að finna glufur. Náðum að koma þessu inn og vorum með leik sem við áttum að vinna. Svo kemur eitt af þessum svakalegu skotum sem Ville setur. Svakalegt skot,“ sagði Finnur Freyr um lokaandatök 4. leikhluta. „Við fáum móment, Frank Aaron Booker í fyrri framlengingunni og svo Ástþór Atli Svalason, ekki bara vítaskotin sem hann setti heldur frammistaðan. Að grípa tækifærið svona þegar það eru nokkrir fyrir utan völlinn,“ en það vantaði bæði Kristófer Acox og Hjálmar Stefánsson í lið Vals í kvöld. Þá átti Kári Jónsson bara að spila 21 mínútu. „Það gerist bara eitthvað, allir í sama pakka og þú fyrir utan völlinn. Strákarnir að reyna finna hluti, taka rétta ákvörðun og vera í mómentinu. Þeir gerðu það vel. Ástþór Atli átti nokkur móment. Svo voru villur og ekki villur, ég veit það ekki. Það gerðist eitthvað og mér fannst þeir setja hvert risaskotið á fætur öðru. Rússíbani er ágætis leið til að lýsa þessum leik.“ „Er stoltur af frammistöðunni. Auðvelt að bogna og gefast upp. Fannst við hins vegar sýna kjark og þor,“ sagði Finnur Freyr að endingu um leik kvöldsins áður en hann var spurður út í Kára og Kristófer. „Kári sagðist vera búinn. Erum að rúlla mínútum hægt og rólega á hann. Búinn að vera lengi frá og tekur tíma að komast á sinn stað. Þegar Josh Jefferson fær 5. villuna á sig þá sýndi Kári þennan keppnismann sem hann er og heimtaði að fara inn á. Kristófer Acox er meiddur. Ætlaði að vera með en slæmi kálfinn svo við tókum enga sénsa með það.“
Körfubolti Subway-deild karla Valur Mest lesið Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Golf „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Íslenski boltinn Lærðu að fagna eins og verðandi feður Íslenski boltinn Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Fótbolti Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótbolti KA búið að landa fyrirliða Lyngby Íslenski boltinn Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið Golf Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Íslenski boltinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Golf Fleiri fréttir „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik