Finnur Freyr eftir lygilegan endi í Ólafssal: Verður að koma með þægilegri spurningu en þetta Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. nóvember 2023 23:25 Finnur Freyr ræðir við sína menn í kvöld. Vísir/Anton Brink „Segja hvað? Þetta var stórkostlegur leikur, sviptingar og stórir hlutir að gerast. Verður að koma með þægilegri spurningu en þetta,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson eftir ótrúlegan þriggja stiga sigur Vals á Haukum í tvíframlengdum leik í Ólafssal. Haukar tóku á móti vængbrotnu liði Vals í Subway-deild karla. Haukar voru með unninn leik í höndunum en Valsmenn bitu frá sér í 4. leikhluta og héldu að þeir hefðu stolið sigrinum með þriggja stiga körfu Antonio Monteiro en Ville Tahvanainen jafnaði metin með einni ótrúlegustu körfu síðari ára. „Veit ekki hvort þeir hafi varið að verja forskotið eða við fórum að finna glufur. Náðum að koma þessu inn og vorum með leik sem við áttum að vinna. Svo kemur eitt af þessum svakalegu skotum sem Ville setur. Svakalegt skot,“ sagði Finnur Freyr um lokaandatök 4. leikhluta. „Við fáum móment, Frank Aaron Booker í fyrri framlengingunni og svo Ástþór Atli Svalason, ekki bara vítaskotin sem hann setti heldur frammistaðan. Að grípa tækifærið svona þegar það eru nokkrir fyrir utan völlinn,“ en það vantaði bæði Kristófer Acox og Hjálmar Stefánsson í lið Vals í kvöld. Þá átti Kári Jónsson bara að spila 21 mínútu. „Það gerist bara eitthvað, allir í sama pakka og þú fyrir utan völlinn. Strákarnir að reyna finna hluti, taka rétta ákvörðun og vera í mómentinu. Þeir gerðu það vel. Ástþór Atli átti nokkur móment. Svo voru villur og ekki villur, ég veit það ekki. Það gerðist eitthvað og mér fannst þeir setja hvert risaskotið á fætur öðru. Rússíbani er ágætis leið til að lýsa þessum leik.“ „Er stoltur af frammistöðunni. Auðvelt að bogna og gefast upp. Fannst við hins vegar sýna kjark og þor,“ sagði Finnur Freyr að endingu um leik kvöldsins áður en hann var spurður út í Kára og Kristófer. „Kári sagðist vera búinn. Erum að rúlla mínútum hægt og rólega á hann. Búinn að vera lengi frá og tekur tíma að komast á sinn stað. Þegar Josh Jefferson fær 5. villuna á sig þá sýndi Kári þennan keppnismann sem hann er og heimtaði að fara inn á. Kristófer Acox er meiddur. Ætlaði að vera með en slæmi kálfinn svo við tókum enga sénsa með það.“ Körfubolti Subway-deild karla Valur Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Fleiri fréttir Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Sjá meira
Haukar tóku á móti vængbrotnu liði Vals í Subway-deild karla. Haukar voru með unninn leik í höndunum en Valsmenn bitu frá sér í 4. leikhluta og héldu að þeir hefðu stolið sigrinum með þriggja stiga körfu Antonio Monteiro en Ville Tahvanainen jafnaði metin með einni ótrúlegustu körfu síðari ára. „Veit ekki hvort þeir hafi varið að verja forskotið eða við fórum að finna glufur. Náðum að koma þessu inn og vorum með leik sem við áttum að vinna. Svo kemur eitt af þessum svakalegu skotum sem Ville setur. Svakalegt skot,“ sagði Finnur Freyr um lokaandatök 4. leikhluta. „Við fáum móment, Frank Aaron Booker í fyrri framlengingunni og svo Ástþór Atli Svalason, ekki bara vítaskotin sem hann setti heldur frammistaðan. Að grípa tækifærið svona þegar það eru nokkrir fyrir utan völlinn,“ en það vantaði bæði Kristófer Acox og Hjálmar Stefánsson í lið Vals í kvöld. Þá átti Kári Jónsson bara að spila 21 mínútu. „Það gerist bara eitthvað, allir í sama pakka og þú fyrir utan völlinn. Strákarnir að reyna finna hluti, taka rétta ákvörðun og vera í mómentinu. Þeir gerðu það vel. Ástþór Atli átti nokkur móment. Svo voru villur og ekki villur, ég veit það ekki. Það gerðist eitthvað og mér fannst þeir setja hvert risaskotið á fætur öðru. Rússíbani er ágætis leið til að lýsa þessum leik.“ „Er stoltur af frammistöðunni. Auðvelt að bogna og gefast upp. Fannst við hins vegar sýna kjark og þor,“ sagði Finnur Freyr að endingu um leik kvöldsins áður en hann var spurður út í Kára og Kristófer. „Kári sagðist vera búinn. Erum að rúlla mínútum hægt og rólega á hann. Búinn að vera lengi frá og tekur tíma að komast á sinn stað. Þegar Josh Jefferson fær 5. villuna á sig þá sýndi Kári þennan keppnismann sem hann er og heimtaði að fara inn á. Kristófer Acox er meiddur. Ætlaði að vera með en slæmi kálfinn svo við tókum enga sénsa með það.“
Körfubolti Subway-deild karla Valur Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Fleiri fréttir Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Sjá meira