Sundhnúkasprungan sögð hættulegust fyrir Grindavík Kristján Már Unnarsson skrifar 10. nóvember 2023 21:51 Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur bendir á Sundhnúkasprunguna í viðtali í janúar 2020 þegar land reis fyrst við Þorbjörn. Friðrik Þór Halldórsson Augu vísindamanna, almannavarna sem og almennings, ekki síst íbúa Suðurnesja, beinast núna að gígaröð og sprungu sem kennd eru við Sundhnúka norðaustan Grindavíkur. Frá því óvissustigi var lýst yfir fyrir hálfum mánuði hefur öll athyglin verið á svæðinu norðvestan við fjallið Þorbjörn og þar með Svartsengi og Bláa lóninu. Kastljósið færðist hins vegar í dag að Sundhnúkasvæðinu eftir að áköf skjálftahrina hófst þar í morgun, austan við fjallið Sýlingarfell. Í tilkynningu frá almannavörnum laust fyrir klukkan 21 í kvöld segir að skýr merki komi nú fram á mælum Veðurstofu um myndun kvikugangs til yfirborðs. Enn séu mestar líkur á að kvika komi upp norðan vatnaskila við Sundhnúka og hraun muni því ekki renna til Grindavíkur í samræmi við hraunflæðilíkan sem keyrt var fyrr í kvöld. Frá því hræringarnar á Reykjanesi hófust fyrir nærri fjórum árum hefur athygli áður verið vakin á Sundhnúkasprungunni. Það gerðist strax í fyrsta stóra atburðinum þegar land reis á svæðinu norðvestan Grindavíkur, milli Eldvarpa og Þorbjarnar, í ársbyrjun 2020. Séð yfir Grindavík. Örin fyrir miðri mynd bendir á gígaröðina sem kennd er við Sundhnúka. Svartsengi og fjallið Þorbjörn lengst til vinstri.Vilhelm Gunnarsson Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur fór þá yfir það í frétt Stöðvar 2 hvar hann teldi líklegast að gossprunga myndi opnast, ef það á annað borð kæmi til eldgoss. Hann taldi þá langlíklegast að gossprunga myndi liggja í stefnu suðvestur-norðaustur út frá safnsvæði kvikunnar norðvestan Þorbjarnar. Páll varpaði hins vegar einnig fram þeim möguleika að Sundhnúkasprungan austan Þorbjarnar myndi gjósa. Það sagði hann verstu stöðuna fyrir Grindavík. Sundhnúkasprungan væri hættulegust þar sem hún lægi beinlínis inn í bæjarmörkin í Grindavík. Viðtalið við Pál frá því í janúar 2020 má sjá hér: Veðurstofan sagði í tilkynningu klukkan 19 í kvöld að skjálftavirknin sem nú mældist við Sundhnjúkagíga einskorðaðist við svæði sem væri um þrjá kílómetra norðaustur af Grindavík. Grynnstu skjálftarnir sem nú mældust væru á um þriggja til þriggja og hálfs kílómetra dýpi. Veðurstofan tók fram að ef gossprunga kæmi upp þar sem skjálftavirknin væri hvað mest núna myndi hraun renna til suðausturs og til vesturs en ekki í átt til Grindavíkur. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, lýsti sama mati í fréttum Stöðvar 2 í kvöld, að ef gos „yrði þar sem skjálftavirknin hefur verið mest þá myndi hraun sem þar kæmi upp ekki renna beint á Grindavík heldur til suðausturs, sem sagt í átt frá Grindavík og svo með tímanum niður í átt að Svartsengi, framhjá Sýlingarfelli. Þannig ef það kemur til goss þá er þetta ekki versti staðurinn, en við vitum náttúrlega ekkert hver þróunin verður,“ sagði Magnús Tumi í viðtali í kvöld sem sjá má hér: Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Auknar líkur á eldgosi Skýr merki koma nú fram á mælum Veðurstofu um myndun kvikugangs til yfirborðs. Enn eru mestar líkur á að kvika komi upp norðan vatnaskila við Sundhnúka og hraun muni því ekki renna til Grindavíkur í samræmi við hraunflæðilíkan sem keyrt var fyrr í kvöld. 10. nóvember 2023 21:02 Hér telur jarðeðlisfræðingurinn líklegast að gossprungan opnist Komi til eldgoss þykir líklegast að það verði á sprungu norðvestan Þorbjarnar. Þá myndi fjallið virka eins og varnargarður fyrir Grindvíkinga. 28. janúar 2020 21:15 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Sjá meira
Í tilkynningu frá almannavörnum laust fyrir klukkan 21 í kvöld segir að skýr merki komi nú fram á mælum Veðurstofu um myndun kvikugangs til yfirborðs. Enn séu mestar líkur á að kvika komi upp norðan vatnaskila við Sundhnúka og hraun muni því ekki renna til Grindavíkur í samræmi við hraunflæðilíkan sem keyrt var fyrr í kvöld. Frá því hræringarnar á Reykjanesi hófust fyrir nærri fjórum árum hefur athygli áður verið vakin á Sundhnúkasprungunni. Það gerðist strax í fyrsta stóra atburðinum þegar land reis á svæðinu norðvestan Grindavíkur, milli Eldvarpa og Þorbjarnar, í ársbyrjun 2020. Séð yfir Grindavík. Örin fyrir miðri mynd bendir á gígaröðina sem kennd er við Sundhnúka. Svartsengi og fjallið Þorbjörn lengst til vinstri.Vilhelm Gunnarsson Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur fór þá yfir það í frétt Stöðvar 2 hvar hann teldi líklegast að gossprunga myndi opnast, ef það á annað borð kæmi til eldgoss. Hann taldi þá langlíklegast að gossprunga myndi liggja í stefnu suðvestur-norðaustur út frá safnsvæði kvikunnar norðvestan Þorbjarnar. Páll varpaði hins vegar einnig fram þeim möguleika að Sundhnúkasprungan austan Þorbjarnar myndi gjósa. Það sagði hann verstu stöðuna fyrir Grindavík. Sundhnúkasprungan væri hættulegust þar sem hún lægi beinlínis inn í bæjarmörkin í Grindavík. Viðtalið við Pál frá því í janúar 2020 má sjá hér: Veðurstofan sagði í tilkynningu klukkan 19 í kvöld að skjálftavirknin sem nú mældist við Sundhnjúkagíga einskorðaðist við svæði sem væri um þrjá kílómetra norðaustur af Grindavík. Grynnstu skjálftarnir sem nú mældust væru á um þriggja til þriggja og hálfs kílómetra dýpi. Veðurstofan tók fram að ef gossprunga kæmi upp þar sem skjálftavirknin væri hvað mest núna myndi hraun renna til suðausturs og til vesturs en ekki í átt til Grindavíkur. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, lýsti sama mati í fréttum Stöðvar 2 í kvöld, að ef gos „yrði þar sem skjálftavirknin hefur verið mest þá myndi hraun sem þar kæmi upp ekki renna beint á Grindavík heldur til suðausturs, sem sagt í átt frá Grindavík og svo með tímanum niður í átt að Svartsengi, framhjá Sýlingarfelli. Þannig ef það kemur til goss þá er þetta ekki versti staðurinn, en við vitum náttúrlega ekkert hver þróunin verður,“ sagði Magnús Tumi í viðtali í kvöld sem sjá má hér:
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Auknar líkur á eldgosi Skýr merki koma nú fram á mælum Veðurstofu um myndun kvikugangs til yfirborðs. Enn eru mestar líkur á að kvika komi upp norðan vatnaskila við Sundhnúka og hraun muni því ekki renna til Grindavíkur í samræmi við hraunflæðilíkan sem keyrt var fyrr í kvöld. 10. nóvember 2023 21:02 Hér telur jarðeðlisfræðingurinn líklegast að gossprungan opnist Komi til eldgoss þykir líklegast að það verði á sprungu norðvestan Þorbjarnar. Þá myndi fjallið virka eins og varnargarður fyrir Grindvíkinga. 28. janúar 2020 21:15 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Sjá meira
Auknar líkur á eldgosi Skýr merki koma nú fram á mælum Veðurstofu um myndun kvikugangs til yfirborðs. Enn eru mestar líkur á að kvika komi upp norðan vatnaskila við Sundhnúka og hraun muni því ekki renna til Grindavíkur í samræmi við hraunflæðilíkan sem keyrt var fyrr í kvöld. 10. nóvember 2023 21:02
Hér telur jarðeðlisfræðingurinn líklegast að gossprungan opnist Komi til eldgoss þykir líklegast að það verði á sprungu norðvestan Þorbjarnar. Þá myndi fjallið virka eins og varnargarður fyrir Grindvíkinga. 28. janúar 2020 21:15