Stefnir í besta rekstrarár Landsvirkjunar frá upphafi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. nóvember 2023 16:50 Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar. Einar Árnason Allt stefnir í metafkomu árið 2023 hjá Landsvirkjun en blikur eru á lofti í raforkumálum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu félagsins til Kauphallarinnar um níu mánaða uppgjör félagsins. Þar kemur fram að hagnaður fyrir óinnleysata fjármagnsliði hafi numið 290 milljónum bandaríkjadollurum eða 39,7 milljörðum króna, en hafi verið 228,5 milljónir bandaríkjadala á sama tímabili árið áður og jókst því um 26,9 prósent þrátt fyrir mjög góða afkomu á síðasta ári. Hagnaður tímabilsins var 159,4 milljónir bandaríkjadala (21,8 milljarða króna), en var 203,8 milljónir bandaríkjadala á sama tímabili árið áður. Á síðasta ári skilaði hagnaður Landsnets hluta af niðurstöðu ársins, en Landsnet var selt um síðustu áramót. Rekstrartekjur námu 495,4 milljónum bandaríkjadölum (67,9 milljörðum króna) og hækka um 62 milljónir bandaríkjadala, eða um 14,3 prósent frá sama tímabili árið áður. Blikur á lofti „Allt stefnir í að árið 2023 verði besta rekstrarár í sögu Landsvirkjunar. Á fyrstu níu mánuðum ársins jókst hagnaður af grunnrekstri um tæp 27 prósent frá árinu 2022, sem þó var metár. Þrátt fyrir umtalsverða verðlækkun á tímabilinu á orku- og hrávörumörkuðum, en raforkuverð til stórnotenda er að hluta til tengt þróun þessara markaða, jukust raforkutekjur um rúm 14% frá sama tímabili ársins áður,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. „Skýrist það af áhættuvörnum, sem seinka áhrifum verðlækkana. Vaxtagjöld umfram vaxtatekjur halda áfram að lækka eins og undanfarin ár, vegna lækkandi skulda og nú aukinna vaxtatekna. Í dag bera 77% lána okkar fasta vexti og breytast þeir því ekki þótt vextir hækki á fjármálamörkuðum,“ segir Hörður. „Þótt rekstur Landsvirkjunar gangi framar vonum um þessar mundir eru blikur á lofti í raforkumálum þjóðarinnar. Fyrirsjáanleg er aukin orkuþörf, vegna orkuskipta og almenns vaxtar atvinnulífsins og nú ríður á að byggja upp frekari raforkuvinnslu til að anna henni. Við hjá Landsvirkjun vinnum nú hörðum höndum að því að afla tilskilinna leyfa svo hægt sé að hefja framkvæmdir við þær nýju virkjanir sem eru forsendur fyrir þeim mikilvægu breytingum sem framundan eru.“ Landsvirkjun Orkumál Rekstur hins opinbera Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Þar kemur fram að hagnaður fyrir óinnleysata fjármagnsliði hafi numið 290 milljónum bandaríkjadollurum eða 39,7 milljörðum króna, en hafi verið 228,5 milljónir bandaríkjadala á sama tímabili árið áður og jókst því um 26,9 prósent þrátt fyrir mjög góða afkomu á síðasta ári. Hagnaður tímabilsins var 159,4 milljónir bandaríkjadala (21,8 milljarða króna), en var 203,8 milljónir bandaríkjadala á sama tímabili árið áður. Á síðasta ári skilaði hagnaður Landsnets hluta af niðurstöðu ársins, en Landsnet var selt um síðustu áramót. Rekstrartekjur námu 495,4 milljónum bandaríkjadölum (67,9 milljörðum króna) og hækka um 62 milljónir bandaríkjadala, eða um 14,3 prósent frá sama tímabili árið áður. Blikur á lofti „Allt stefnir í að árið 2023 verði besta rekstrarár í sögu Landsvirkjunar. Á fyrstu níu mánuðum ársins jókst hagnaður af grunnrekstri um tæp 27 prósent frá árinu 2022, sem þó var metár. Þrátt fyrir umtalsverða verðlækkun á tímabilinu á orku- og hrávörumörkuðum, en raforkuverð til stórnotenda er að hluta til tengt þróun þessara markaða, jukust raforkutekjur um rúm 14% frá sama tímabili ársins áður,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. „Skýrist það af áhættuvörnum, sem seinka áhrifum verðlækkana. Vaxtagjöld umfram vaxtatekjur halda áfram að lækka eins og undanfarin ár, vegna lækkandi skulda og nú aukinna vaxtatekna. Í dag bera 77% lána okkar fasta vexti og breytast þeir því ekki þótt vextir hækki á fjármálamörkuðum,“ segir Hörður. „Þótt rekstur Landsvirkjunar gangi framar vonum um þessar mundir eru blikur á lofti í raforkumálum þjóðarinnar. Fyrirsjáanleg er aukin orkuþörf, vegna orkuskipta og almenns vaxtar atvinnulífsins og nú ríður á að byggja upp frekari raforkuvinnslu til að anna henni. Við hjá Landsvirkjun vinnum nú hörðum höndum að því að afla tilskilinna leyfa svo hægt sé að hefja framkvæmdir við þær nýju virkjanir sem eru forsendur fyrir þeim mikilvægu breytingum sem framundan eru.“
Landsvirkjun Orkumál Rekstur hins opinbera Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira