Stefnir í besta rekstrarár Landsvirkjunar frá upphafi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. nóvember 2023 16:50 Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar. Einar Árnason Allt stefnir í metafkomu árið 2023 hjá Landsvirkjun en blikur eru á lofti í raforkumálum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu félagsins til Kauphallarinnar um níu mánaða uppgjör félagsins. Þar kemur fram að hagnaður fyrir óinnleysata fjármagnsliði hafi numið 290 milljónum bandaríkjadollurum eða 39,7 milljörðum króna, en hafi verið 228,5 milljónir bandaríkjadala á sama tímabili árið áður og jókst því um 26,9 prósent þrátt fyrir mjög góða afkomu á síðasta ári. Hagnaður tímabilsins var 159,4 milljónir bandaríkjadala (21,8 milljarða króna), en var 203,8 milljónir bandaríkjadala á sama tímabili árið áður. Á síðasta ári skilaði hagnaður Landsnets hluta af niðurstöðu ársins, en Landsnet var selt um síðustu áramót. Rekstrartekjur námu 495,4 milljónum bandaríkjadölum (67,9 milljörðum króna) og hækka um 62 milljónir bandaríkjadala, eða um 14,3 prósent frá sama tímabili árið áður. Blikur á lofti „Allt stefnir í að árið 2023 verði besta rekstrarár í sögu Landsvirkjunar. Á fyrstu níu mánuðum ársins jókst hagnaður af grunnrekstri um tæp 27 prósent frá árinu 2022, sem þó var metár. Þrátt fyrir umtalsverða verðlækkun á tímabilinu á orku- og hrávörumörkuðum, en raforkuverð til stórnotenda er að hluta til tengt þróun þessara markaða, jukust raforkutekjur um rúm 14% frá sama tímabili ársins áður,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. „Skýrist það af áhættuvörnum, sem seinka áhrifum verðlækkana. Vaxtagjöld umfram vaxtatekjur halda áfram að lækka eins og undanfarin ár, vegna lækkandi skulda og nú aukinna vaxtatekna. Í dag bera 77% lána okkar fasta vexti og breytast þeir því ekki þótt vextir hækki á fjármálamörkuðum,“ segir Hörður. „Þótt rekstur Landsvirkjunar gangi framar vonum um þessar mundir eru blikur á lofti í raforkumálum þjóðarinnar. Fyrirsjáanleg er aukin orkuþörf, vegna orkuskipta og almenns vaxtar atvinnulífsins og nú ríður á að byggja upp frekari raforkuvinnslu til að anna henni. Við hjá Landsvirkjun vinnum nú hörðum höndum að því að afla tilskilinna leyfa svo hægt sé að hefja framkvæmdir við þær nýju virkjanir sem eru forsendur fyrir þeim mikilvægu breytingum sem framundan eru.“ Landsvirkjun Orkumál Rekstur hins opinbera Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Brim hlaut hvatningarverðlaunin Framúrskarandi fyrirtæki Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Þar kemur fram að hagnaður fyrir óinnleysata fjármagnsliði hafi numið 290 milljónum bandaríkjadollurum eða 39,7 milljörðum króna, en hafi verið 228,5 milljónir bandaríkjadala á sama tímabili árið áður og jókst því um 26,9 prósent þrátt fyrir mjög góða afkomu á síðasta ári. Hagnaður tímabilsins var 159,4 milljónir bandaríkjadala (21,8 milljarða króna), en var 203,8 milljónir bandaríkjadala á sama tímabili árið áður. Á síðasta ári skilaði hagnaður Landsnets hluta af niðurstöðu ársins, en Landsnet var selt um síðustu áramót. Rekstrartekjur námu 495,4 milljónum bandaríkjadölum (67,9 milljörðum króna) og hækka um 62 milljónir bandaríkjadala, eða um 14,3 prósent frá sama tímabili árið áður. Blikur á lofti „Allt stefnir í að árið 2023 verði besta rekstrarár í sögu Landsvirkjunar. Á fyrstu níu mánuðum ársins jókst hagnaður af grunnrekstri um tæp 27 prósent frá árinu 2022, sem þó var metár. Þrátt fyrir umtalsverða verðlækkun á tímabilinu á orku- og hrávörumörkuðum, en raforkuverð til stórnotenda er að hluta til tengt þróun þessara markaða, jukust raforkutekjur um rúm 14% frá sama tímabili ársins áður,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. „Skýrist það af áhættuvörnum, sem seinka áhrifum verðlækkana. Vaxtagjöld umfram vaxtatekjur halda áfram að lækka eins og undanfarin ár, vegna lækkandi skulda og nú aukinna vaxtatekna. Í dag bera 77% lána okkar fasta vexti og breytast þeir því ekki þótt vextir hækki á fjármálamörkuðum,“ segir Hörður. „Þótt rekstur Landsvirkjunar gangi framar vonum um þessar mundir eru blikur á lofti í raforkumálum þjóðarinnar. Fyrirsjáanleg er aukin orkuþörf, vegna orkuskipta og almenns vaxtar atvinnulífsins og nú ríður á að byggja upp frekari raforkuvinnslu til að anna henni. Við hjá Landsvirkjun vinnum nú hörðum höndum að því að afla tilskilinna leyfa svo hægt sé að hefja framkvæmdir við þær nýju virkjanir sem eru forsendur fyrir þeim mikilvægu breytingum sem framundan eru.“
Landsvirkjun Orkumál Rekstur hins opinbera Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Brim hlaut hvatningarverðlaunin Framúrskarandi fyrirtæki Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira