Skammsýni útilokar fólk Stefán Vilbergsson skrifar 10. nóvember 2023 15:08 Mikill þrýstingur er á yfirvöld sem stýra reglum um byggingar að láta ekki þarfir fólks standa í vegi fyrir uppbyggingu. Sumir vilja kenna algildri hönnun um að verð á húsnæði sé jafn hátt og raun ber vitni. Engin gögn liggja fyrir sem styðja það. Hins vegar má benda á að skortur á algildri hönnun, óaðgengilegt nærumhverfi og skortur á viðeigandi þjónustu skerðir búsetufrelsi fatlaðs fólks og neyðir suma fatlaða einstaklinga til að flytja gegn vilja sínum. Hvar má fatlað fólk búa? Framboð húsnæðis er mun minna fyrir fatlað fólk en aðra. Óaðgengileg hönnun íbúða síðustu áratuga og nærumhverfis þrengir verulega að tækifærum fatlaðs fólks um að komast í örugga búsetu á eigin forsendum. Dæmi eru um að fatlað fólk hafi þurft að hætta við fyrirhuguð kaup eða leigu sökum þess að það gat ómögulega athafnað sig í íbúðinni eða gat ekki komist inn án aðstoðar. Þá eru dæmi um að félagslegum leiguíbúðum sé ekki úthlutað til fatlaðs fólks á sömu forsendum. Flestar íbúðir eru óaðgengilegar Það er stærsta fjárfesting í lífi fólks að kaupa sér húsnæði. Það verður að vanda til verka, því að húsnæði þarf að endast og uppfylla þarfir þess fólks sem vill og þarf að búa í því. Það er hagkvæmt að íbúðarhúsnæði sé hannað og byggt þannig að það henti öllum því að breytingar eru kostnaðarsamar. Því er mikilvægt að framfylgja mannvirkjalögum sem styðja þá kröfu um að fatlað fólk eigi að fá búa þar sem það vill án íþyngjandi sérlausna. Við þurfum að standa vörð um þessi ákvæði og tryggja aðgengi fyrir alla með algildri hönnun á nýbyggingum án undanþága og jafnframt veita styrki og lán til endurbóta á gömlum íbúðum og sameignum. Í nýrri skýrslu um húsnæðismál fatlaðs fólks kemur fram að meirihluti íbúðarhúsnæðis á Íslandi er óaðgengilegur fötluðu fólki, en á sama tíma er þjóðin skarpt að eldast. Skert hreyfigeta fylgir gjarnan aldrinum og 46% eldra fólks í heiminum glímir við einhvers konar skerðingar, en á Íslandi er ekki hægt að fá styrki til breytinga á íbúðarhúsnæði eins og í löndunum í kring. Auknar kröfur á aðgengi fyrir alla að byggingum fela í sér að eldra fólk getur búið lengur á eigin heimili og þarf síður að flytja sig í þjónustuíbúðir eða á hjúkrunarheimili og einfaldar því að sækja sér sjálft þjónustu utan heimilis. Við þurfum ekki að finna upp hjólið Við þurfum öll að búa við húsnæðisöryggi. Við ættum að horfa yfir hafið til frænda okkar Norðmanna sem hafa um langt skeið haft þá stefnu að fólk eigi rétt á að búa í húsnæði án þess að eiga á hættu að þurfa að hrökklast út á götuna. Kerfið styður þessa stefnu með lánum og styrkjum til einstaklinga sem hafa lítið lánshæfi, búa við há húsnæðisútgjöld eða lenda í tímabundnum fjárhagserfiðleikum. Fatlað fólk í Noregi getur líka sótt um styrk frá Husbanken til að aðlaga húsnæði svo að það geti búið þar. Einnig er hægt að sækja um styrk til að fá faglega hjálp, t.a.m. frá arkitekt eða verkfræðingi, við að bæði leggja mat á hvaða breytingar þarf að gera á húsnæði til að uppfylla þarfir íbúans og til að hanna breytingar fyrir framkvæmdir. Jafnframt geta húsfélög sótt um styrk fyrir uppsetningu á lyftu í eldra íbúðarhúsnæði. Í því samhengi er vert að benda á skýrsluna Etterinstallering av heis i lågblokker frá Husbanken þar sem meðal annars má finna rökstuðning um ávinning sveitarfélaga af lyftustyrkjum fyrir fjölbýlishús. Það væri óskandi að Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) hefði sama samfélagshlutverk og norski Husbanken er varðar lánveitingar og styrki. Það er óþarfi að reyna að finna upp hjólið þegar það gengur smurt í næsta nágrenni. Höfundur er verkefnastjóri hjá ÖBÍ réttindasamtökum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Mikill þrýstingur er á yfirvöld sem stýra reglum um byggingar að láta ekki þarfir fólks standa í vegi fyrir uppbyggingu. Sumir vilja kenna algildri hönnun um að verð á húsnæði sé jafn hátt og raun ber vitni. Engin gögn liggja fyrir sem styðja það. Hins vegar má benda á að skortur á algildri hönnun, óaðgengilegt nærumhverfi og skortur á viðeigandi þjónustu skerðir búsetufrelsi fatlaðs fólks og neyðir suma fatlaða einstaklinga til að flytja gegn vilja sínum. Hvar má fatlað fólk búa? Framboð húsnæðis er mun minna fyrir fatlað fólk en aðra. Óaðgengileg hönnun íbúða síðustu áratuga og nærumhverfis þrengir verulega að tækifærum fatlaðs fólks um að komast í örugga búsetu á eigin forsendum. Dæmi eru um að fatlað fólk hafi þurft að hætta við fyrirhuguð kaup eða leigu sökum þess að það gat ómögulega athafnað sig í íbúðinni eða gat ekki komist inn án aðstoðar. Þá eru dæmi um að félagslegum leiguíbúðum sé ekki úthlutað til fatlaðs fólks á sömu forsendum. Flestar íbúðir eru óaðgengilegar Það er stærsta fjárfesting í lífi fólks að kaupa sér húsnæði. Það verður að vanda til verka, því að húsnæði þarf að endast og uppfylla þarfir þess fólks sem vill og þarf að búa í því. Það er hagkvæmt að íbúðarhúsnæði sé hannað og byggt þannig að það henti öllum því að breytingar eru kostnaðarsamar. Því er mikilvægt að framfylgja mannvirkjalögum sem styðja þá kröfu um að fatlað fólk eigi að fá búa þar sem það vill án íþyngjandi sérlausna. Við þurfum að standa vörð um þessi ákvæði og tryggja aðgengi fyrir alla með algildri hönnun á nýbyggingum án undanþága og jafnframt veita styrki og lán til endurbóta á gömlum íbúðum og sameignum. Í nýrri skýrslu um húsnæðismál fatlaðs fólks kemur fram að meirihluti íbúðarhúsnæðis á Íslandi er óaðgengilegur fötluðu fólki, en á sama tíma er þjóðin skarpt að eldast. Skert hreyfigeta fylgir gjarnan aldrinum og 46% eldra fólks í heiminum glímir við einhvers konar skerðingar, en á Íslandi er ekki hægt að fá styrki til breytinga á íbúðarhúsnæði eins og í löndunum í kring. Auknar kröfur á aðgengi fyrir alla að byggingum fela í sér að eldra fólk getur búið lengur á eigin heimili og þarf síður að flytja sig í þjónustuíbúðir eða á hjúkrunarheimili og einfaldar því að sækja sér sjálft þjónustu utan heimilis. Við þurfum ekki að finna upp hjólið Við þurfum öll að búa við húsnæðisöryggi. Við ættum að horfa yfir hafið til frænda okkar Norðmanna sem hafa um langt skeið haft þá stefnu að fólk eigi rétt á að búa í húsnæði án þess að eiga á hættu að þurfa að hrökklast út á götuna. Kerfið styður þessa stefnu með lánum og styrkjum til einstaklinga sem hafa lítið lánshæfi, búa við há húsnæðisútgjöld eða lenda í tímabundnum fjárhagserfiðleikum. Fatlað fólk í Noregi getur líka sótt um styrk frá Husbanken til að aðlaga húsnæði svo að það geti búið þar. Einnig er hægt að sækja um styrk til að fá faglega hjálp, t.a.m. frá arkitekt eða verkfræðingi, við að bæði leggja mat á hvaða breytingar þarf að gera á húsnæði til að uppfylla þarfir íbúans og til að hanna breytingar fyrir framkvæmdir. Jafnframt geta húsfélög sótt um styrk fyrir uppsetningu á lyftu í eldra íbúðarhúsnæði. Í því samhengi er vert að benda á skýrsluna Etterinstallering av heis i lågblokker frá Husbanken þar sem meðal annars má finna rökstuðning um ávinning sveitarfélaga af lyftustyrkjum fyrir fjölbýlishús. Það væri óskandi að Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) hefði sama samfélagshlutverk og norski Husbanken er varðar lánveitingar og styrki. Það er óþarfi að reyna að finna upp hjólið þegar það gengur smurt í næsta nágrenni. Höfundur er verkefnastjóri hjá ÖBÍ réttindasamtökum.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun