„Ég er eiginlega heppnasti handboltamaður í heimi“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. nóvember 2023 09:01 Jón Bjarni Ólafsson með boltann eftir að hafa tekið við sendingu frá Aroni Pálmarssyni. vísir/vilhelm Jón Bjarni Ólafsson átti stórleik þegar FH vann Hauka í Hafnarfjarðarslagnum í Olís-deildinni. Hann nýtur þess til hins ítrasta að spila með Aroni Pálmarssyni. Jón Bjarni skoraði tíu mörk úr ellefu skotum í 29-32 sigri FH-inga á Ásvöllum í fyrradag. Með sigrinum komst liðið á topp Olís-deildarinnar. „Þetta var hörkuleikur eins og leikir þessara liða eru alltaf. Maður mætti undirbúinn og gíraður og gerði sitt,“ sagði Jón Bjarni í samtali við Vísi. Aron var einnig í miklum ham í leiknum á fimmtudaginn, skoraði fimm mörk og gaf þrettán stoðsendingar, þar af tíu á Jón Bjarna. Hann lagði því upp öll mörk línumannsins. „Þetta er veisla, það er ekkert annað,“ sagði Jón Bjarni aðspurður hvernig það sé að spila með Aroni. „Hann gerir sitt og ég þarf bara að grípa boltann. Þá er þetta komið.“ Jón Bjarni segist eðlilega hafa orðið spenntur þegar hann frétti af heimkomu Arons eftir glæstan feril í atvinnumennsku enda er hann duglegur að mata línumennina sem hann spilar með. „Ég er eiginlega heppnasti handboltamaður í heimi,“ sagði Jón Bjarni. „Hann er duglegur að leiðbeina manni og segja manni hvernig maður getur bætt sig. Hann er góður leiðbeinandi.“ Jón Bjarni er fárra örvhentra línumanna í bransanum.vísir/vilhelm Jón Bjarni segir að FH-ingar séu sáttir með tímabilið hingað til, enda á toppi Olís-deildarinnar og komnir áfram í Powerade-bikarnum og Áskorendabikarnum. „Við erum á því róli sem við ætlum að vera á. Við ætlum að halda okkur þarna efst uppi. Það er planið,“ sagði Jón Bjarni. Línumaðurinn hefur verið í stöðugri framför undanfarin ár og hann stefnir enn hærra. „Ég er mjög ánægður. Þetta er afrakstur mikilla æfinga og handboltinn fær mjög mikla athygli frá mér. Ég er með mín markmið og ætla mér að gera alls konar hluti. Ég er á þeirri vegferð,“ sagði Jón Bjarni. En hvert er stefnan sett? „Mig langar bara að verða bestur. Á maður ekki alltaf að reyna að vera bestur?“ svaramaður línumaðurinn örvhenti. Olís-deild karla FH Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Fleiri fréttir Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Sjá meira
Jón Bjarni skoraði tíu mörk úr ellefu skotum í 29-32 sigri FH-inga á Ásvöllum í fyrradag. Með sigrinum komst liðið á topp Olís-deildarinnar. „Þetta var hörkuleikur eins og leikir þessara liða eru alltaf. Maður mætti undirbúinn og gíraður og gerði sitt,“ sagði Jón Bjarni í samtali við Vísi. Aron var einnig í miklum ham í leiknum á fimmtudaginn, skoraði fimm mörk og gaf þrettán stoðsendingar, þar af tíu á Jón Bjarna. Hann lagði því upp öll mörk línumannsins. „Þetta er veisla, það er ekkert annað,“ sagði Jón Bjarni aðspurður hvernig það sé að spila með Aroni. „Hann gerir sitt og ég þarf bara að grípa boltann. Þá er þetta komið.“ Jón Bjarni segist eðlilega hafa orðið spenntur þegar hann frétti af heimkomu Arons eftir glæstan feril í atvinnumennsku enda er hann duglegur að mata línumennina sem hann spilar með. „Ég er eiginlega heppnasti handboltamaður í heimi,“ sagði Jón Bjarni. „Hann er duglegur að leiðbeina manni og segja manni hvernig maður getur bætt sig. Hann er góður leiðbeinandi.“ Jón Bjarni er fárra örvhentra línumanna í bransanum.vísir/vilhelm Jón Bjarni segir að FH-ingar séu sáttir með tímabilið hingað til, enda á toppi Olís-deildarinnar og komnir áfram í Powerade-bikarnum og Áskorendabikarnum. „Við erum á því róli sem við ætlum að vera á. Við ætlum að halda okkur þarna efst uppi. Það er planið,“ sagði Jón Bjarni. Línumaðurinn hefur verið í stöðugri framför undanfarin ár og hann stefnir enn hærra. „Ég er mjög ánægður. Þetta er afrakstur mikilla æfinga og handboltinn fær mjög mikla athygli frá mér. Ég er með mín markmið og ætla mér að gera alls konar hluti. Ég er á þeirri vegferð,“ sagði Jón Bjarni. En hvert er stefnan sett? „Mig langar bara að verða bestur. Á maður ekki alltaf að reyna að vera bestur?“ svaramaður línumaðurinn örvhenti.
Olís-deild karla FH Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Fleiri fréttir Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Sjá meira