Kleinukarl fagnar deginum með þremur til fjórum kleinum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. nóvember 2023 11:55 Ágúst Fannar Einþórsson, eða Gústi bakari, segist mikill kleinukarl. Vísir/samsett Dagur kleinunnar er runninn upp í þriðja sinn. Annálaður kleinukarl og bakari segir fagnaðarefni að geta heiðrað bakkelsið almennilega og telur flesta Íslendinga eiga góðar minningar af kleinum. Bolludag þekkja eflaust flestir landsmenn en á allra síðustu árum hefur önnur og ný hefð verið að riðja sér til rúms; dagur kleinunnar. Ágúst Fannar Einþórsson, sem stofnaði Brauð & co, og rekur nú veitingastaðinn og bakaríið Bakabaka, segir viðeigandi að kleinan fái dag sér til heiðurs á Íslandi. „Ég held að við séum eina landið sem borðar kleinur allt árið og ætli það eigi ekki allir Íslendingar einhverjar góðar minningar af kleinum,“ segir Ágúst. Í tilkynningu frá skipuleggjendum kleinudagsins segir að verkefnið sé hugarfóstur áhugamanna um kleinur sem hafi viljað láta gott af sér leiða. Tíundi nóvember hafi orðið fyrir valinu þar sem nóg sé um fagnaðarefni á vorin og að nóvembermánuði hafi ekki veitt af séríslenskum hátíðardegi. Steikja kleinur í allan dag Nú er haldið upp á daginn í þriðja sinn og í tilefni hans verða víða tilboð á kleinum. „Það er ógeðslega gaman að gefa þessu aðeins meira gildi og ég vona að bakarar landsins séu að steikja kleinur fram eftir degi,“ segir Ágúst og bætir við að það hafi glatt hann verulega að fá boð um að taka þátt í deginum. „Við ætlum að steikja kleinur í allan dag og verðum með nýjar kleinur í hillunum. Við erum að vanda okkur við að baka kleinur og ég er raunverulega að reyna að baka virkilega góðar kleinur þannig að mér finnst mjög gaman að fagna þessu.“ Hver er lykillinn að góðri kleinu? „Í mínu tilfelli allavega erum við að setja heilar kardimommur í kleinurnar okkar. Svo fékk ég um daginn fullt af appelsínuberki frá Bláa lóninu sem ég er búinn að láta liggja í sykri og við blöndum því út í,“ segir Ágúst og hvetur alla til nýsköpunar með bakkelsið. Sjálfur segist hann mikill kleinukarl. „Þegar ég byrja þá borða ég yfirleitt þrjár eða fjórar. Þannig ég reyni að byrja ekki daginn á að gúffa þessu í mig. En það er bara eins og það er,“ segir Ágúst. Bakarí Mest lesið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Matur „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Tónlist Fleiri fréttir Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Sjá meira
Bolludag þekkja eflaust flestir landsmenn en á allra síðustu árum hefur önnur og ný hefð verið að riðja sér til rúms; dagur kleinunnar. Ágúst Fannar Einþórsson, sem stofnaði Brauð & co, og rekur nú veitingastaðinn og bakaríið Bakabaka, segir viðeigandi að kleinan fái dag sér til heiðurs á Íslandi. „Ég held að við séum eina landið sem borðar kleinur allt árið og ætli það eigi ekki allir Íslendingar einhverjar góðar minningar af kleinum,“ segir Ágúst. Í tilkynningu frá skipuleggjendum kleinudagsins segir að verkefnið sé hugarfóstur áhugamanna um kleinur sem hafi viljað láta gott af sér leiða. Tíundi nóvember hafi orðið fyrir valinu þar sem nóg sé um fagnaðarefni á vorin og að nóvembermánuði hafi ekki veitt af séríslenskum hátíðardegi. Steikja kleinur í allan dag Nú er haldið upp á daginn í þriðja sinn og í tilefni hans verða víða tilboð á kleinum. „Það er ógeðslega gaman að gefa þessu aðeins meira gildi og ég vona að bakarar landsins séu að steikja kleinur fram eftir degi,“ segir Ágúst og bætir við að það hafi glatt hann verulega að fá boð um að taka þátt í deginum. „Við ætlum að steikja kleinur í allan dag og verðum með nýjar kleinur í hillunum. Við erum að vanda okkur við að baka kleinur og ég er raunverulega að reyna að baka virkilega góðar kleinur þannig að mér finnst mjög gaman að fagna þessu.“ Hver er lykillinn að góðri kleinu? „Í mínu tilfelli allavega erum við að setja heilar kardimommur í kleinurnar okkar. Svo fékk ég um daginn fullt af appelsínuberki frá Bláa lóninu sem ég er búinn að láta liggja í sykri og við blöndum því út í,“ segir Ágúst og hvetur alla til nýsköpunar með bakkelsið. Sjálfur segist hann mikill kleinukarl. „Þegar ég byrja þá borða ég yfirleitt þrjár eða fjórar. Þannig ég reyni að byrja ekki daginn á að gúffa þessu í mig. En það er bara eins og það er,“ segir Ágúst.
Bakarí Mest lesið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Matur „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Tónlist Fleiri fréttir Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Sjá meira