Dusty burstaði Þórsara í seinni hálfleik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. nóvember 2023 22:42 Toppliðin Dusty og Þór mættust í Ljósleiðaradeildinni í kvöld og fór leikurinn fram á Anubis. Dusty byrjuðu leikinn vel og sigruðu fyrstu þrjár loturnar. Þórsarar svöruðu fyrir og staðan var 4-3 eftir fyrstu sjö loturnar. Þórsarar jöfnuðu leikinn í tíundu lotu og áfram voru liðin jöfn fram að hálfleik. Eddezennn og Peter leiddu fellutöflur liðanna í hálfleik en Dusty náðu loks að brjóta sig frá Þórsurum í hálfleik. Staðan í hálfleik: 9-6 Þórsarar sáu aldrei til sólar í seinni hálfleik þar sem Dusty héldu algjöra flugeldasýningu. Þór sigruðu aðeins eina lotu í vörn en sókn Dusty réði öllum ráðum í seinni hálfleiknum. Eddezennn og Pandaz voru þar fremstir í flokki en þeir höfðu 27 og 22 fellur í lok leiks. Lokatölur: 16-7 Dusty gulltryggja því toppsæti sitt að hálfu tímabili loknu en Þórsarar fylgja þeim fast á eftir í öðru sæti. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur Sport Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti
Dusty byrjuðu leikinn vel og sigruðu fyrstu þrjár loturnar. Þórsarar svöruðu fyrir og staðan var 4-3 eftir fyrstu sjö loturnar. Þórsarar jöfnuðu leikinn í tíundu lotu og áfram voru liðin jöfn fram að hálfleik. Eddezennn og Peter leiddu fellutöflur liðanna í hálfleik en Dusty náðu loks að brjóta sig frá Þórsurum í hálfleik. Staðan í hálfleik: 9-6 Þórsarar sáu aldrei til sólar í seinni hálfleik þar sem Dusty héldu algjöra flugeldasýningu. Þór sigruðu aðeins eina lotu í vörn en sókn Dusty réði öllum ráðum í seinni hálfleiknum. Eddezennn og Pandaz voru þar fremstir í flokki en þeir höfðu 27 og 22 fellur í lok leiks. Lokatölur: 16-7 Dusty gulltryggja því toppsæti sitt að hálfu tímabili loknu en Þórsarar fylgja þeim fast á eftir í öðru sæti.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur Sport Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti