Goðsögn í Kópavogi fallin frá Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. nóvember 2023 14:29 Jói á hjólinu í Hamraborginni í Kópavogi. Orri Ragnar Árnason Amin Óhætt er segja að Kópavogur sakni eins síns dáðasta drengs. Jóhannes Jónasson, betur þekktur sem Jói á hjólinu, féll frá þann 27. október síðastliðinn. Hann var 81 árs. Jóhannes var eins og viðurnefni hans gefur til kynna alltaf á ferðinni og þar lék hjól hans lykilhlutverk. Kynslóðir íbúa í gamla hluta Kópavogs hafa orðið varar við Jóhannes, átt við hann samtöl og rætt daginn og veginn. Fjölmargar sögur eru til af Jóa, meðal annars ein þar sem hann átti að hafa hjólað aftan á strætisvagn. Jói mun hafa brugðist þannig við að rjúka inn í strætó til að ganga úr skugga um að það væri í lagi með alla þar inni. Heiðursviðurkenningin frá Sögufélagi Kópavogs og eldri Kópavogsbúum.Orri Ragnar Árnason Amin Orri Ragnar Árnason Amin átti kynni við Jóa sem barn og aftur þegar hann starfaði á bensínstöð Skeljungs vestast í Kársnesinu. Hann segir að minning um góðan dreng lifi en þarna hafi verið á ferðinni algjör gæðasál. Jói var heiðraður árið 2019 með heiðursviðurkenningu Sögufélags Kópavogs í Héraðsskjalasafni Kópavogs. Þar var hann titlaður Sögulegur reiðhjólameistari Kópavogs. Þar var því velt upp hvort nokkur ætti betra kolefnisspor en Jói sem hefði farið allra sína ferða án annarra orkugjafa en virkni eigin fóta. Konungur Kópavogs ætti nú skilið smá fjölmiðlaumfjöllun á þessum tímamótum. Jói á hjólinu er áttræður í dag. pic.twitter.com/WPWoqmkWr0— Hans Steinar (@hanssteinar) April 26, 2022 Þorkell Gunnarsson átti hugmyndina að viðurkenningunni og flutti erindi við athöfnina sem sjá má að neðan. Þar sagði hann helstu ósk sína til Jóa að brekkur hölluðu framvegis alltaf aðeins undan, vindurinn yrði í bakið og sólin skini ekki beint í augun. „Við erum að heiðra Jóhannes Jónasson vin okkar sem við þekkjum öll og hann þekkir okkur flest.“ Var honum afhent nýtt númer fyrir hjólið með Y-merkinu, bókstaf Kópavogs í gömlu bílnúmerunum, og ártalinu 1942. Jói hafði verið með númerið I á hjólinu sínu sem var bókstafur Ísafjarðar í gamla daga. Þá fylgdi gullmerki með mynd af einstaklingi á hjóli. Á henni stóð: „Jóhannes Jónasson, sögulegur hjólreiðameistari Kópavogs.“ Andlát Kópavogur Hjólreiðar Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Sjá meira
Jóhannes var eins og viðurnefni hans gefur til kynna alltaf á ferðinni og þar lék hjól hans lykilhlutverk. Kynslóðir íbúa í gamla hluta Kópavogs hafa orðið varar við Jóhannes, átt við hann samtöl og rætt daginn og veginn. Fjölmargar sögur eru til af Jóa, meðal annars ein þar sem hann átti að hafa hjólað aftan á strætisvagn. Jói mun hafa brugðist þannig við að rjúka inn í strætó til að ganga úr skugga um að það væri í lagi með alla þar inni. Heiðursviðurkenningin frá Sögufélagi Kópavogs og eldri Kópavogsbúum.Orri Ragnar Árnason Amin Orri Ragnar Árnason Amin átti kynni við Jóa sem barn og aftur þegar hann starfaði á bensínstöð Skeljungs vestast í Kársnesinu. Hann segir að minning um góðan dreng lifi en þarna hafi verið á ferðinni algjör gæðasál. Jói var heiðraður árið 2019 með heiðursviðurkenningu Sögufélags Kópavogs í Héraðsskjalasafni Kópavogs. Þar var hann titlaður Sögulegur reiðhjólameistari Kópavogs. Þar var því velt upp hvort nokkur ætti betra kolefnisspor en Jói sem hefði farið allra sína ferða án annarra orkugjafa en virkni eigin fóta. Konungur Kópavogs ætti nú skilið smá fjölmiðlaumfjöllun á þessum tímamótum. Jói á hjólinu er áttræður í dag. pic.twitter.com/WPWoqmkWr0— Hans Steinar (@hanssteinar) April 26, 2022 Þorkell Gunnarsson átti hugmyndina að viðurkenningunni og flutti erindi við athöfnina sem sjá má að neðan. Þar sagði hann helstu ósk sína til Jóa að brekkur hölluðu framvegis alltaf aðeins undan, vindurinn yrði í bakið og sólin skini ekki beint í augun. „Við erum að heiðra Jóhannes Jónasson vin okkar sem við þekkjum öll og hann þekkir okkur flest.“ Var honum afhent nýtt númer fyrir hjólið með Y-merkinu, bókstaf Kópavogs í gömlu bílnúmerunum, og ártalinu 1942. Jói hafði verið með númerið I á hjólinu sínu sem var bókstafur Ísafjarðar í gamla daga. Þá fylgdi gullmerki með mynd af einstaklingi á hjóli. Á henni stóð: „Jóhannes Jónasson, sögulegur hjólreiðameistari Kópavogs.“
Andlát Kópavogur Hjólreiðar Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Sjá meira