Skora á íslensk stjórnvöld að bregðast við krísunni á Gasa Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. nóvember 2023 13:47 Palestínskir flóttamenn sem flúðu suðurhluta Gasa strandar í dag. Vísir/AP Íslenskir læknar og hjúkrunarfræðingar hafa sent íslenskum stjórnvöldum sitthvort opinbera bréfið vegna ástandsins á Gasa. Undirrituð krefjast þess að íslensk stjórnvöld bregðist við atburðunum og krefjist þar vopnahlés og þrýsti á Ísrael um að stöðva árásir. Um er að ræða opinbert bréf 408 lækna til íslenskra stjórnvalda annars vegar og svo opið bréf frá hjúkrunarfræðingum hins vegar. Þar er þess getið að árásirnar hafi valdið gríðarlegri eyðileggingu á innviðum Palestínu sem séu nú algjörlega að hruni komnir. Fram kemur í bréfi lækna að árásirnar undanfarna 32 daga hafi haft gríðarleg áhrif á alla heilbrigðisþjónustu á svæðinu. Þar kemur fram að minnsta kosti 193 heilbrigðisstarfsmenn hafi verið drepnir, átján sjúkrahús af 35 séu óstarfhæf ásamt 51 heilsugæslu. Hjúkrunarfræðingar hafa eftir palestínska hjúkrunarfræðingnum Mohammad Hawajreh að hann hafi séð áður óséða djúpa brunaáverka meðal barna sem þekji 40 til 70 prósent af líkamsyfirborði þeirra auk alvarlegs skorts á hjúkrunarvörum. Þá er haft eftir bandaríska hjúkrunarfræðingnum Emily Callahan að heilbrigðisstarfsfólk neyðist til að útskrifa börn með alvarlega áverka og brunasár af yfirfullum sjúkrahúsum allt of snemma í aðstæðum þar sem sé ekkert rennandi vatn og tugir þúsunda deili hverju salerni. Læknar benda á að Læknar án landamæra (MSF) hafi gefið út ákall um vopnahlé þegar í stað til að koma í veg fyrir fleiri dauðsföll á Gasa og til að hleypa mannúðargögnum inn á svæðið. Þeir segja ljóst að alvarleg krísa sé í gangi vegna árása Ísraela og heilbrigðiskerfi á Gasa sé löngu hrunið. Lesa má bréf lækna og hjúkrunarfræðinga til stjórnvalda í heild sinni hér fyrir neðan. Opinbert_bréf_408_lækna_til_íslenskra_stjórnvaldaPDF158KBSækja skjal Opið_bréf_hjúkrunarfræðinga_til_íslenskra_stjórnvaldaPDF101KBSækja skjal Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Sjá meira
Um er að ræða opinbert bréf 408 lækna til íslenskra stjórnvalda annars vegar og svo opið bréf frá hjúkrunarfræðingum hins vegar. Þar er þess getið að árásirnar hafi valdið gríðarlegri eyðileggingu á innviðum Palestínu sem séu nú algjörlega að hruni komnir. Fram kemur í bréfi lækna að árásirnar undanfarna 32 daga hafi haft gríðarleg áhrif á alla heilbrigðisþjónustu á svæðinu. Þar kemur fram að minnsta kosti 193 heilbrigðisstarfsmenn hafi verið drepnir, átján sjúkrahús af 35 séu óstarfhæf ásamt 51 heilsugæslu. Hjúkrunarfræðingar hafa eftir palestínska hjúkrunarfræðingnum Mohammad Hawajreh að hann hafi séð áður óséða djúpa brunaáverka meðal barna sem þekji 40 til 70 prósent af líkamsyfirborði þeirra auk alvarlegs skorts á hjúkrunarvörum. Þá er haft eftir bandaríska hjúkrunarfræðingnum Emily Callahan að heilbrigðisstarfsfólk neyðist til að útskrifa börn með alvarlega áverka og brunasár af yfirfullum sjúkrahúsum allt of snemma í aðstæðum þar sem sé ekkert rennandi vatn og tugir þúsunda deili hverju salerni. Læknar benda á að Læknar án landamæra (MSF) hafi gefið út ákall um vopnahlé þegar í stað til að koma í veg fyrir fleiri dauðsföll á Gasa og til að hleypa mannúðargögnum inn á svæðið. Þeir segja ljóst að alvarleg krísa sé í gangi vegna árása Ísraela og heilbrigðiskerfi á Gasa sé löngu hrunið. Lesa má bréf lækna og hjúkrunarfræðinga til stjórnvalda í heild sinni hér fyrir neðan. Opinbert_bréf_408_lækna_til_íslenskra_stjórnvaldaPDF158KBSækja skjal Opið_bréf_hjúkrunarfræðinga_til_íslenskra_stjórnvaldaPDF101KBSækja skjal
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Sjá meira