Öld ofbeldis er ekki liðin – nú eru það börnin Viðar Hreinsson skrifar 8. nóvember 2023 13:01 Stephan G. Stephansson sá fyrir ofbeldisöldina sem spratt af heimsvaldastefnu stórvelda í bréfi 4. september aldamótaárið 1900: „Ég er hálfleiður á heiminum, öld hugsjónanna er liðin í bráðina, öld ofbeldisins tekin við og við hana hefi ég ekkert gott að sýsla. Af öllum smáþjóðum á að kúga þjóðerni, alheimurinn að verða Rússi eða Englendingur eða Þjóðverji, en það er það sama sem að höggva á rætur heimsmenningarinnar. Allar þjóðir, eins þær smærri, hafa lagt henni sinn skerf, sem engin önnur gat gert á sama hátt, einmitt af því þær voru hver um sitt. Ein þjóð eða tvær, og menningin trénast. En svo verður það aldrei, líf og andi gengur aldrei svo sjálft fyrir ætternisstapa, aðeins heimskuleg og blóðug tilraun í bráðina, sem strandar og klofnar fyrr eða síðar.“ (Bréf og ritgerðir I: bls. 104) Heimsstyrjöldin fyrri var fyrsti blóðugi vettangurinn og Stephan tók einarða afstöðu gegn stríðinu í mörgum kvæðum svo sumir létu sér detta í hug að kæra hann fyrir landráð. Eftir stríð varð hann fyrir miklum árásum vestanhafs, fyrir kveðskapinn sem þá kom út á bók, og fyrir að beita sér gegn að minnisvarði yrði reistur um íslenska hermenn sem féllu. Honum þótti nær lagi að hlúa að þeim sem lifðu af, oft bæklaðir á líkama og sál. Þjóðernið lá undir í deilunum og í blaðagrein sagði hann: Ætti það fyrir mér að liggja að stíga út fyrir landsteina Kanada, héldi ég mér heldur ekki neinn háska búinn, þó ekki ætti ég neitt stórveldi að bakhjarli. Mér er nærri ánægja í tilfinningunni, sem fylgir því, að vita sig engan eiga að, nema mannúðina meðal vandalausra þjóða. Svo er líka fyrir að þakka, að henni má treysta nú á tímum, þegar engar óspektir ganga, sé ferðalangurinn sjálfur fullvita og hrekkja- og hrokalaus, að eiga engri óvild að mæta sökum þjóðar sinnar. Og ég er svo heppinn, að í öðrum löndum mun enga gruna, að þau eigi neitt grátt að gjalda litlu þjóðinni, sem ég hefi lengst verið við kenndur (Bréf og ritgerðir IV, bls. 367) Ekki þarf að fjölyrða um hve rækilega íslensk stjórnvöld hafa fyrirgert þeirri velvild sem landsmenn hafa kannski einhverntíma notið. Smæðin verður merkingarlaus þegar leiðitöm undirgefni ræður för, hvort sem það er gagnvart stórþjóðum heimsins eða freka karlinum við ríkisstjórnarborðið. Ofbeldið réð för alla tuttugustu öldina. Með ofbeldisverknaði var Palestínumönnum rutt til hliðar til að rýma fyrir borgurum hins nýja Ísraelsríkis. Að einhverju leyti yfirbót fyrir Helförina, að einhverju leyti þrýstingur af skringilegum trúarástæðum. Til að búa einni þjóð skjól var annarri rutt til hliðar – og nú úr vegi. Síðan hafa hatur þolandans og ofbeldi hins sterka vegist á, hinn sterki er hernámsvald með heimsveldi að bakhjarli og svífst einskis. Ofbeldi getur af sér meira ofbeldi og hatur, vítahringur á vegum Vesturlanda. Nú keyrir um þverbak, viðbjóðurinn meiri en nokkru sinni, á annan tug þúsunda hefur verið drepinn og fjöldi myrtra barna kominn á fimmta þúsund. Því fer fjarri að nokkurt hryðjuverk réttlæti slíkar aðfarir. Ekkert samasemmerki er á milli Ísraelsstjórnar og venjulegra Gyðinga sem flestir eru bara velviljað fólk eins og við viljum vonandi flest vera. Nú eru raunir þeirra tvöfaldar; harmur yfir óhæfuverkunum og vaxandi gyðingahatur. Vitfirring Ísraelsstjórnar á sér engin takmörk, firring þeirra Vesturlanda sem standa þétt að baki henni er jafntakmarkalaus. Lítilþægni þeirra sem hanga aftaní stórþjóðunum sömuleiðis. Það hefur ekkert uppá sig að æmta um mannúðaraðstoð ef framganga Ísraelsmanna er ekki harðlega fordæmd og vopnahlés krafist. Velviljað hversdagsfólk getur ekki setið hjá því skeytingarleysi er stuðningur við ofbeldið. Því þarf að mótmæla með öllum tiltækum ráðum. Íslensk stjórnvöld eru meðal hinna lítilþægu, hvorki „fullvita, hrekkja- né hrokalaus“ lengur enda mikil hrekkvísi og hroki í valdapólitík stórveldanna þar sem peðin reyna að koma sér vel fyrir. Reisn smáþjóðarinnar sem enginn á grátt að gjalda farin veg allrar veraldar. Stórþjóðirnar drottna yfir allri upplýsingagjöf og orðfæri um athæfi fasískrar stjórnar Ísraels sem stendur höllum fæti heimafyrir eftir grófa einræðistilburði undanfarin misseri. Hræsni Vesturlanda hefur aldrei verið meiri, beita grímulausu ofbeldi meðan þau stæra sig af merkilegri siðmenningu sem nú er að trénast svo notuð séu orð Stephans G. Meira að segja Netanyahu kvaðst á dögunum vera að verja siðmenninguna. Á meðan er barn drepið með köldu blóði í Palestínu á tíu mínútna fresti, í nafni þessarar siðmenningar. Setjið skeiðklukkuna í símanum ykkar í gang, stillið á tíu mínútur. Nú er barn drepið, fyrir siðmenningu Netanyahus og Vesturlanda. Og aftur líða tíu mínútur, annað barn drepið, og aftur, og aftur ..... Höfundur er bókmenntafræðingur og áhugamaður um frið og heimsmenningu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðar Hreinsson Mest lesið Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Stephan G. Stephansson sá fyrir ofbeldisöldina sem spratt af heimsvaldastefnu stórvelda í bréfi 4. september aldamótaárið 1900: „Ég er hálfleiður á heiminum, öld hugsjónanna er liðin í bráðina, öld ofbeldisins tekin við og við hana hefi ég ekkert gott að sýsla. Af öllum smáþjóðum á að kúga þjóðerni, alheimurinn að verða Rússi eða Englendingur eða Þjóðverji, en það er það sama sem að höggva á rætur heimsmenningarinnar. Allar þjóðir, eins þær smærri, hafa lagt henni sinn skerf, sem engin önnur gat gert á sama hátt, einmitt af því þær voru hver um sitt. Ein þjóð eða tvær, og menningin trénast. En svo verður það aldrei, líf og andi gengur aldrei svo sjálft fyrir ætternisstapa, aðeins heimskuleg og blóðug tilraun í bráðina, sem strandar og klofnar fyrr eða síðar.“ (Bréf og ritgerðir I: bls. 104) Heimsstyrjöldin fyrri var fyrsti blóðugi vettangurinn og Stephan tók einarða afstöðu gegn stríðinu í mörgum kvæðum svo sumir létu sér detta í hug að kæra hann fyrir landráð. Eftir stríð varð hann fyrir miklum árásum vestanhafs, fyrir kveðskapinn sem þá kom út á bók, og fyrir að beita sér gegn að minnisvarði yrði reistur um íslenska hermenn sem féllu. Honum þótti nær lagi að hlúa að þeim sem lifðu af, oft bæklaðir á líkama og sál. Þjóðernið lá undir í deilunum og í blaðagrein sagði hann: Ætti það fyrir mér að liggja að stíga út fyrir landsteina Kanada, héldi ég mér heldur ekki neinn háska búinn, þó ekki ætti ég neitt stórveldi að bakhjarli. Mér er nærri ánægja í tilfinningunni, sem fylgir því, að vita sig engan eiga að, nema mannúðina meðal vandalausra þjóða. Svo er líka fyrir að þakka, að henni má treysta nú á tímum, þegar engar óspektir ganga, sé ferðalangurinn sjálfur fullvita og hrekkja- og hrokalaus, að eiga engri óvild að mæta sökum þjóðar sinnar. Og ég er svo heppinn, að í öðrum löndum mun enga gruna, að þau eigi neitt grátt að gjalda litlu þjóðinni, sem ég hefi lengst verið við kenndur (Bréf og ritgerðir IV, bls. 367) Ekki þarf að fjölyrða um hve rækilega íslensk stjórnvöld hafa fyrirgert þeirri velvild sem landsmenn hafa kannski einhverntíma notið. Smæðin verður merkingarlaus þegar leiðitöm undirgefni ræður för, hvort sem það er gagnvart stórþjóðum heimsins eða freka karlinum við ríkisstjórnarborðið. Ofbeldið réð för alla tuttugustu öldina. Með ofbeldisverknaði var Palestínumönnum rutt til hliðar til að rýma fyrir borgurum hins nýja Ísraelsríkis. Að einhverju leyti yfirbót fyrir Helförina, að einhverju leyti þrýstingur af skringilegum trúarástæðum. Til að búa einni þjóð skjól var annarri rutt til hliðar – og nú úr vegi. Síðan hafa hatur þolandans og ofbeldi hins sterka vegist á, hinn sterki er hernámsvald með heimsveldi að bakhjarli og svífst einskis. Ofbeldi getur af sér meira ofbeldi og hatur, vítahringur á vegum Vesturlanda. Nú keyrir um þverbak, viðbjóðurinn meiri en nokkru sinni, á annan tug þúsunda hefur verið drepinn og fjöldi myrtra barna kominn á fimmta þúsund. Því fer fjarri að nokkurt hryðjuverk réttlæti slíkar aðfarir. Ekkert samasemmerki er á milli Ísraelsstjórnar og venjulegra Gyðinga sem flestir eru bara velviljað fólk eins og við viljum vonandi flest vera. Nú eru raunir þeirra tvöfaldar; harmur yfir óhæfuverkunum og vaxandi gyðingahatur. Vitfirring Ísraelsstjórnar á sér engin takmörk, firring þeirra Vesturlanda sem standa þétt að baki henni er jafntakmarkalaus. Lítilþægni þeirra sem hanga aftaní stórþjóðunum sömuleiðis. Það hefur ekkert uppá sig að æmta um mannúðaraðstoð ef framganga Ísraelsmanna er ekki harðlega fordæmd og vopnahlés krafist. Velviljað hversdagsfólk getur ekki setið hjá því skeytingarleysi er stuðningur við ofbeldið. Því þarf að mótmæla með öllum tiltækum ráðum. Íslensk stjórnvöld eru meðal hinna lítilþægu, hvorki „fullvita, hrekkja- né hrokalaus“ lengur enda mikil hrekkvísi og hroki í valdapólitík stórveldanna þar sem peðin reyna að koma sér vel fyrir. Reisn smáþjóðarinnar sem enginn á grátt að gjalda farin veg allrar veraldar. Stórþjóðirnar drottna yfir allri upplýsingagjöf og orðfæri um athæfi fasískrar stjórnar Ísraels sem stendur höllum fæti heimafyrir eftir grófa einræðistilburði undanfarin misseri. Hræsni Vesturlanda hefur aldrei verið meiri, beita grímulausu ofbeldi meðan þau stæra sig af merkilegri siðmenningu sem nú er að trénast svo notuð séu orð Stephans G. Meira að segja Netanyahu kvaðst á dögunum vera að verja siðmenninguna. Á meðan er barn drepið með köldu blóði í Palestínu á tíu mínútna fresti, í nafni þessarar siðmenningar. Setjið skeiðklukkuna í símanum ykkar í gang, stillið á tíu mínútur. Nú er barn drepið, fyrir siðmenningu Netanyahus og Vesturlanda. Og aftur líða tíu mínútur, annað barn drepið, og aftur, og aftur ..... Höfundur er bókmenntafræðingur og áhugamaður um frið og heimsmenningu
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun