Kennarar byrjaðir að æfa sig í að nota hán og spyrja hvað kvár sé Bjarki Sigurðsson skrifar 8. nóvember 2023 12:02 Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Lilja Ósk Magnúsdóttir, verðlaunahafi hvatningarverðlaunanna, og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Vísir/Vilhelm Í dag er árlegur Dagur gegn einelti. Kennari sem fær hvatningarverðlaun fyrir störf sín í þágu hinsegin ungmenna segist vera ánægð með verðlaunin og að hún sé hvergi nærri hætt. Í tilefni Dags gegn einelti veittu samtökin Heimili og skóli hvatningarverðlaun fyrir baráttu gegn einelti. Verðlaunin voru afhent af Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, og Ásmundi Einari Daðasyni, mennta- og barnamálaráðherra, í Hólabrekkuskóla í Reykjavík í morgun. Verðlaunin í þetta sinn hlaut Lilja Ósk Magnúsdóttir, verkefnastjóri forvarna- og félagsmála í Tækniskólanum, fyrir framlag sitt til eineltisforvarna í skólanum, þá sérstaklega fyrir störf sín í þágu hinsegin nemenda. Lilja segir verðlaunin vera mikil hvatning. „Þegar þú ert að vinna í svona starfi finnst þér þú aldrei gera nóg. Mér líður aldrei eins og ég hafi náð markmiðunum eða þeim draumum sem ég er með. En þetta eru líka hvatningarverðlaun, þetta eru ekki verðlaun sem segja takk fyrir góð störf, nú ert þú búin. Þetta eru verðlaun til að segja haltu áfram,“ segir Lilja í samtali við fréttastofu. Hún segir bæði nemendur og kennara í Tækniskólanum vera mjög tilbúna í að fræðast um málefni hinsegin fólks. „Ég er ekki búin að vinna þarna lengi en ég fæ alveg ótrúlegan stuðning. Mér líður eins og það séu allir með mér í liði. Til dæmis hef ég átt geggjaðar samræður við kennara í byggingartækniskólanum um hinsegin mál þar sem þeir hafa verið að æfa sig í að nota fornafnið hán og að spyrja mig hvað kvár sé. Eru bara jafn námfúsir kennararnir og nemendurnir sjálfir,“ segir Lilja. Framhaldsskólar Félagsmál Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Hinsegin Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira
Í tilefni Dags gegn einelti veittu samtökin Heimili og skóli hvatningarverðlaun fyrir baráttu gegn einelti. Verðlaunin voru afhent af Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, og Ásmundi Einari Daðasyni, mennta- og barnamálaráðherra, í Hólabrekkuskóla í Reykjavík í morgun. Verðlaunin í þetta sinn hlaut Lilja Ósk Magnúsdóttir, verkefnastjóri forvarna- og félagsmála í Tækniskólanum, fyrir framlag sitt til eineltisforvarna í skólanum, þá sérstaklega fyrir störf sín í þágu hinsegin nemenda. Lilja segir verðlaunin vera mikil hvatning. „Þegar þú ert að vinna í svona starfi finnst þér þú aldrei gera nóg. Mér líður aldrei eins og ég hafi náð markmiðunum eða þeim draumum sem ég er með. En þetta eru líka hvatningarverðlaun, þetta eru ekki verðlaun sem segja takk fyrir góð störf, nú ert þú búin. Þetta eru verðlaun til að segja haltu áfram,“ segir Lilja í samtali við fréttastofu. Hún segir bæði nemendur og kennara í Tækniskólanum vera mjög tilbúna í að fræðast um málefni hinsegin fólks. „Ég er ekki búin að vinna þarna lengi en ég fæ alveg ótrúlegan stuðning. Mér líður eins og það séu allir með mér í liði. Til dæmis hef ég átt geggjaðar samræður við kennara í byggingartækniskólanum um hinsegin mál þar sem þeir hafa verið að æfa sig í að nota fornafnið hán og að spyrja mig hvað kvár sé. Eru bara jafn námfúsir kennararnir og nemendurnir sjálfir,“ segir Lilja.
Framhaldsskólar Félagsmál Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Hinsegin Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira