„Skammast mín ekki fyrir það að vera öðruvísi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2023 14:00 Caster Semenya var ríkjandi Ólympíu- og heimsmeistarari þegar nýjar reglur voru setta henni til höfuðs. Getty/Michael Dodge Caster Semenya hefur unnið tvö Ólympíugull á ferlinum en stærsta keppnin hennar hefur þó verið baráttan fyrir því að fá hreinlega að keppa. Alþjóða frjálsíþróttasambandið hefur reynt flest til að koma í veg fyrir að Semenya geti keppt í kvennaflokki í sínum bestu greinum á alþjóðlegum frjálsíþróttamótum. Hin 32 ára gamla Semenya fæddist með mun hærra magn af testósterón hormóninu en þekkt er hjá konum sem gerir henni auðveldara með að auka vöðvamassa og styrk. Suður-afríska hlaupakonan má í dag ekki taka þátt í kvennakeppnum nema að taka lyf sem minnka magn testósteróns hjá henni. Það vill hún ekki gera og segir það hreinlega hættulegt heilsu sinni. Vann gull á ÓL 2012 og ÓL 2016 Áður hafði hún verið yfirburðarkona í 800 metra hlaupi þar sem hún vann gullverðlaun á bæði Ólympíuleikunum í London 2012 sem og á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Hún varð einnig þrisvar sinnum heimsmeistari í 800 metra hlaupi á árunum 2009 til 2017. Semenya talaði um það nýverið að hún ætlaði að einbeita sér meira að baráttunni gegn yfirvöldum frekar en að vinna til verðlauna. Hún hefur ekki lengur það markmið að keppa á Ólympíuleikunum 2024. Samkvæmt reglu sem var sett árið 2018 þá mega íþróttakonur eins og Semenya ekki ekki keppa í kvennaflokki í greinum frá 400 metra hlaupi upp í míluhlaup nema að þær minnki testósterón magn sitt með lyfjagjöf. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) „Í mínum huga þá ertu kona ef þú ert kona. Það á ekki að skipta máli hvernig þú ert. Ég hef áttað mig á því að ég vil lifa mínu lífi og berjast fyrir því sem ég tel að sé rétt,“ sagði Caster Semenya í viðtali við breska ríkisútvarpið. Veit að hún er kona „Ég veit að ég er kona og sætti mig við allt sem því fylgir,“ sagði Semenya. Hún reyndi að hlaupa 5000 metra hlaup á HM í Oregon á síðasta ári en komst ekki í úrslit. „Ég geri mér grein fyrir því að ég er öðruvísi. Mér er sama um læknisfræðileg hugtök eða hvað þau kalla mig. Að fæðast án legs eða með innvortis eistu. Það gerir mig ekki að minni konu,“ sagði Semenya. „Svona fæddist ég og ég mun fagna því. Ég skammast mín ekki fyrir það að vera öðruvísi. Ég er öðruvísi og sérstök og mér líður mjög vel með það,“ sagði Semenya. Frjálsar íþróttir Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti Fleiri fréttir Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Sjá meira
Alþjóða frjálsíþróttasambandið hefur reynt flest til að koma í veg fyrir að Semenya geti keppt í kvennaflokki í sínum bestu greinum á alþjóðlegum frjálsíþróttamótum. Hin 32 ára gamla Semenya fæddist með mun hærra magn af testósterón hormóninu en þekkt er hjá konum sem gerir henni auðveldara með að auka vöðvamassa og styrk. Suður-afríska hlaupakonan má í dag ekki taka þátt í kvennakeppnum nema að taka lyf sem minnka magn testósteróns hjá henni. Það vill hún ekki gera og segir það hreinlega hættulegt heilsu sinni. Vann gull á ÓL 2012 og ÓL 2016 Áður hafði hún verið yfirburðarkona í 800 metra hlaupi þar sem hún vann gullverðlaun á bæði Ólympíuleikunum í London 2012 sem og á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Hún varð einnig þrisvar sinnum heimsmeistari í 800 metra hlaupi á árunum 2009 til 2017. Semenya talaði um það nýverið að hún ætlaði að einbeita sér meira að baráttunni gegn yfirvöldum frekar en að vinna til verðlauna. Hún hefur ekki lengur það markmið að keppa á Ólympíuleikunum 2024. Samkvæmt reglu sem var sett árið 2018 þá mega íþróttakonur eins og Semenya ekki ekki keppa í kvennaflokki í greinum frá 400 metra hlaupi upp í míluhlaup nema að þær minnki testósterón magn sitt með lyfjagjöf. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) „Í mínum huga þá ertu kona ef þú ert kona. Það á ekki að skipta máli hvernig þú ert. Ég hef áttað mig á því að ég vil lifa mínu lífi og berjast fyrir því sem ég tel að sé rétt,“ sagði Caster Semenya í viðtali við breska ríkisútvarpið. Veit að hún er kona „Ég veit að ég er kona og sætti mig við allt sem því fylgir,“ sagði Semenya. Hún reyndi að hlaupa 5000 metra hlaup á HM í Oregon á síðasta ári en komst ekki í úrslit. „Ég geri mér grein fyrir því að ég er öðruvísi. Mér er sama um læknisfræðileg hugtök eða hvað þau kalla mig. Að fæðast án legs eða með innvortis eistu. Það gerir mig ekki að minni konu,“ sagði Semenya. „Svona fæddist ég og ég mun fagna því. Ég skammast mín ekki fyrir það að vera öðruvísi. Ég er öðruvísi og sérstök og mér líður mjög vel með það,“ sagði Semenya.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti Fleiri fréttir Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Sjá meira