Alls sjást fjörutíu skjálftar á Jarðskjálftatöflu Veðurstofunnar á Reykjanesskaganum og af þeim eru aðeins fjórir yfir tveimur stigum að stærð. Þrír þeirra voru 2,9 stig og einn fór í 3,4 stig. Sá átti upptök sín tæpa tvo kílómetra norð-norðvestur af Grindavík. Hann reið yfir um klukkan hálfeitt í nótt og var á 5,2 kílómetra dýpi.
